Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 3
ÓÐINN 67 Ferð upp á Akrafjall Eftir Guðmund Magnússon. Niöurl. Já — það er inndælt að njóta víðsýnisins af háu fjalli í góðu skygni, en það var þó ekki það eitt, sem dró mig upp á Akrafjall. Þörfin til þess að komast við og við úr kaupstaðarerlinum, frá öll- um þessum skjölum og skræðum, reikningum og ryki, og vera einn með ósnortinni fjallanáttúrunni, þótt ekki væri nema stutta stund, blundar ætíð í brjósti mjer, og verður stundum svo sterk, að jeg fæ varla við hana ráðið. Lifið, sem við lifum í þessum blessuðum höfuðstað, er fult af áhyggjum, striti og stríði, sífeldum erfiðleikum, sem menn sjá aldrei út yfir. Það getur ekki öðruvísi verið. Þótt manni tækist sjálfum að hrista af sjer ofur- litla stund í einu, sjer maður aðra stynja undir þunganum alt í kring um sig, og á meðan líður manni ekki vel. Og hvert er fróunarinnar að leita? Það er gott og blessað að loka sig inni hjá bókum sínum og leita sjer hvíldar í fræðum eða hugsunum, sem fjarlægt er veruleikanum, sem menn lifa í, en það er ekki nema stundar friður. Hvenær sem maður lítur upp, starir alt umhverfið á mann með miskunnarlausri harðýðgi, og hvenær sem maður opnar gættina, streymir hversdagslífið inn til manns aftur. Og þessar sifeldu innisetur gera mann að hálfgerðri mannleysu, hálfgerðum mannlegum vanskapnaði. Fölur, hrollkaldur og hálf-Ioppinn — þótt árstíðin sje kölluð sumar — húkir maður i einhverju legubekks-horni, geisp- andi yfir bókinni — eða þá við skrifborðið, ís- kaldur á fótunum og í illu skapi. Svo þverrar fjörið og lífsþrótturinn, matarlystin fer veg allrar veraldar og ýmsir kvillar fara að gera vart við sig. Læknirinn ráðleggur meiri hreyfingu, já, það er elskulegt — hreyfingu um forugar höfuðstaðar- göturnar eða slórgrýtisholtin kringum bæinn — eða kannske knattspyrnu í moldrokinu á Melun- um! Og hvenær hefur maður svo eiginlega tíma til að njóta þessara gæða? Flestir eru sí-starfandi frá því þeir fara á fætur og þangað til þeir hátta — oftast kallar eilthvað að, og menn, sem þrá að lesa og þurfa að lesa, þurfa líka tíma til þess. Reykjavík er ekki komin enn á það menningar- st'g, að eiga fimleikahús með góðum áhöldum, sem sjéu við allra hæfi, þar sem menn gætu hvarflað að, þegar þeim gegndi best, fengið sjer holla hreyfing og erfiðað sig sveitta. — En það — að þramma í bröttum fjöllum veitir manni hreyf- inguna í ríkum mæli og það í hreinna og betra lotti en bæirnir hafa upp á að bjóða. í fjallaloft- inu er það hættulaust að þenja lungun eins og þau frekast þola. Annað, sem jafnan dregur mig að heiman og til fjallanna, er viðsýnið. Jeg er skapaður með ein- hverri undarlegri og ósjálfráðri þrá eftir viðsýni — eftir því að komast hærra og hærra og sjá yfir meira og meira í einu. Jeg held þetta sje máttar- þátturinn í öllu lífi mínu og striti. Víðsýni, bæði í tíma og rúmi. Fróðleiksþrá mín fjekk svölunina af skornum skamti á uppvaxtar-árunum. Kanske það sje því að þakka að hún endist enn. Mjer finst að minsta kosti við hvert spor opnast nýir og nýir heimar, sem jeg þurfi að kanna betur, um leið og jeg sje betur yfir þá, sem þegar eru kann- aðir. -— En hvað sem þessu líður: Víðsýnið er mjer eðlisþörf í bókstaflegum skilningi. Jeg hef aldrei getað fundið til þessa yndis skóganna, — »hinna skuggsælu skóga — hinna friðsælu lunda« — sem skáldin hafa svo mjög dásamað. í skóg- unum finst mjer jeg ætla að kafna. Jeg er ekki i rónni fyr en jeg kemsl út úr þeim, út á víða- vang, þar sem jeg sje langt burtu frá mjer, sje sjóinn, sje mikinn himin og blá fjöll í fjarska. Og jeg uni mjer illa i húsi, þar sem ekkert sjest ann- að úr gluggunum en yfir í hliðina á næsta húsi. Mjer líður illa í þróngum borgastrætum eða djúp- um dölum, því að mig skortir þar víðsýni. Jeg þrái mikla jörð og fjarlæga, en enn þá meiri him- in og hann nálægan. Jeg þrái mikið sólskin, mikla birtu alt umhverfis mig, þunt loft, tært og svalt. Mollan og þykkviðrið ætlar að gera út af við mig. — Og mjer þykir ísland fegurst allra landa meðal annars fyrir það, að þar er víðasl hvar víðsjmi — víðsýni með óþrotlegum tilbreyt- ingum. Sí Vitjunartími. Ræða eftir Fr. Friðriksson á 10. s. e. Trínitatis 12. ág. 1917. Teksti: Lúk. 19, 41-48. »Ef einnig þú heíðir á þessum degi vitað, hvað til friðar heyrirk Pað er angistarhreimur í þessum orðum Jesú, seni hann sagði grátandi, er hann kom ríðandi niður Olíu-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.