Óðinn - 01.12.1917, Page 4

Óðinn - 01.12.1917, Page 4
68 ÓÐNIN fjallið og sá borgina helgu blasa við sjer; sá fyrir sjer um ieið örlög þessa útvalda lýðs síns, sem átti alt und- ir því, hvernig höfuðborgin gengi á undan, hvort liún þekti sinn vitjunartíraa eða ekki. — Á því valt alt fyrir þjóðinni í heild, hvort höfuðborgin hlýddi náðar- ákalli guðsvitjunar eða hrinti þvi frá sjer, því þýðing hverrar höfuðborgar er afarmikil fyrir þjóðina. Skilji höfuðborgin rjett stöðu sína og flnni til ábyrgðar sinn- ar gagnvart þjóðinni, skilji höfuðborgin vitjunartíma sinn og breyti eftir því, þá er þjóðinni vel borgið, þá blessast aílur landslýður, þá dreifast hollar hugsjónir þaðan út um landið, og landslýðurinn fylgir fúslega eftir. En gleymi höfuðborgin ábyrgð sinni og láti guðleysi og ágengd fá yfirhönd, þá breiðist spillingin út og allur landslýður verður oft nauðugur viljugur að súpa dreggj- urnar af syndaseyði höfuðborgar sinnar. Petta er ógur- leg hugsun og vel verð þess að höðuðborgariýður athugi hana vel. Pað fylgir því mikil ábyrgð að vera höfuðborg, lijartastaður þjóðarinnar. Rcykjtwik athugi pasLlLCL Híngað til bæjarins berast slraumar af fólki á öllum árstimum svo að segja. Pað drekkur í sig andrúmsloft höfuðstaðarins, og ber það aftur með sjer út um kaup- túnin og sveitirnar; frá Reykjavík gengur líka á vorin og sumrin þjettur straumur út um landið, og kemur með kosti og galla höfuðstaðarlífsins. Pannig er þessi bær orðinn, og verður það meir og meir, hjartastaður íslensku þjóðarinnar. Pess vegna er ábyrgð vor svo mikil. Pað er komið svo, að Reykjavík að mjög miklu leyti hefur örlög þessarar þjóðar í hendi sjer. Guð gefi að Reykjavik mætti þekkja sinn vitjunartíma. Nú eru hjer eins og annarstaðar í heiminum sjerlegir vitjunardagur þjóðanna, vitjunardagur kirkjunnar, vitj- unardagur guðs útvalda lýðs innan kirkjunnar, vitjunar- dagar hinna einstöku manna og kvenna innan safnað- anna; vitjunartímar þessa höfuðstaðar íslands. Pað eru vitjunardagar mannkynsins á þessum tímum, því aldrei hefur guðs raust hljómað hærra en nú. Vjer hej'rum herbresti og vígadunur; vjer heyrum um blóð- uga bardaga og hamfarir á landi og í sjó og í loftinu sjálfu. Kynjasögur fornaldarinnar eru ekki eins kynja- legar og atburðir þeir, sem nú eru að gerast. í rjett 3 ár hefur nú styrjöldin staðið yfir, ófriðurinn geysað og færst yfir stærri og stærri svæði; fleiri og fleiri þjóðir hafa nauðugar viljugar sogast inn í þessa hringiðu, þennan heimsumspennandi ófrið. Pjóðir rísa í móti þjóðum og alt ólgar og Iogar í heiminum. Tímarnir geta með rjettu kallast vondir. Jafnvel náttúran sjálf hefur sem fæðingarhviður og nötrar afhrolli; enda hafa á þessum árum heyrst hjeðan og þaðan um eldsumbrot og slysfarir af völdum náttúruaflanna. Og það má búast við meiru af því tægi. Pví það er eftirtektavert, að oft hafa fylgst að óróatímar í mannlífinu og umbrot í nátt- úrunni. Mannlífið og náttúran standa í nánara sambandi hvort við annað en ef til vill margan grunar. Pað er ægilegt að líta yfir heiminn nú, yfir kristnu löndin sjer í lagi, og sjá hvernig nú alt er eins og á hverfandi hveli. ()g vjer vitum ekki hve lengi enn ófriðaraldan kann að standa yfir; vjer vitum heldur ekki, hve langt hún muni ná; stórtíðindi geta gerst á svipstundu, sem jafnvel hina skarpskygnustu stjórnvitringa dreymir ekki um, eða hefur órað fyrir. Pær fáu þjóðir, sein enn standa lilut- lausar, geta sogast inn í hringiðuna nauðugar viljugar. Pað eru vitjunardagar alls mannkynsins nú. O, að guðs sanni lýður mætti nú vakna og þekkja sinn vitjunartíma, mætti kannast við það, að vegna synda vorra, sem kristn- ir erum, er þetta ástand komið yfir oss með öllu því, sem fylgir: dýrtíð, ráðleysi og alls kyns ófögnuði. Pað voru langir friðartímar, sem gengu á undan þcss- ari styrjöld. Pað voru framfaratímar miklir. Aldrci hafa stærri tímar í því tilliti verið í veraldarsögunni en ein- mitt kaflinn frá 1870—1914. Uppgötvun kom á eftir uppgötvun; framfarasporin á nær því öllum svæðum mannlífsins liafa verið slórfeld. Mannsandinn fór ham- förum og alt varð að beygja sig fyrir undraátökum hans. Hin miklu öfl náttúrunar liafa vægðarlaust verið tekin í þjónustu mannsandans og orðið að beygja sig og sveigja undir fingratökutn jafnvel barna og unglinga. Ný öfl handsömuð, nýjar vjelar, ný tæki hafa breytt útlili jarðarinnar, og menn hafa tekið til fanga svo að segja bæði tíma og rúm, og menn hafa fengið meira vald yfir heiminum en nokkru sinni fyr. Menningin hefur farið hamförum og lyft mannkyninu upp á nýtt slig þekking- ar og vegsemdar. Og árin liðu; hvert þeirra bar í skauti sínu nýjar breytingar og breytingatæki og óþektar fram- kvæmdir. Alt varð eitthvað svo tröllaukið og ógurlegt. Og mannsandinn virtist stjórna þessu öllu. Ekkert virtist honum um megn fram. Og menn lærðu margt, en eilt vildu þeir ekki læra. Peir vildu þrátt fyrir lærdóm sinn ekki læra að þekkja hvað til friðar beyrði. Margar voru framfarirnar, en þeir vildu ekki taka framförum í guðlegu lífi; á þvi svæði var hnignun. Menn vildu ekki gefa guði himnanna dýrðina, heldur sjálfum sjer. Menn urðu sem druknir af sinni eigin vegsemd. Ofmetnaður óx. wFriður, friður, öllu óhætt! »kvað við úr öllum áttum og var orðtak um öll kristin lönd. Og mennirnir þótt- ust nú liafa tekið taumana úr liendi guðs alináttugs og átu og drukku og voru glaðir; þeir dönsuðu gleðidans nautnanna og flögruðu sem fiðrildi um hvert blóm, sem ilmríkt var eða fagurt á að líta. En undir glaðværð og nautnum svall girndarbruni og taumleysi, ljettúð og fýsn- ir. Og þeir reistu sjer hallir og stórhýsi og undraverðar vjelar; þeir smíðuðu skip, sem voru eins og fljótandi ögrunarvald yfir höfunum', skip sem áætlað var að skyldu þola alt, svo að ómögulegt væri að þau gætu einu sinni hindrast af ölduföllum eða fellibyljum. Peir lögðu undir sig loftið, og flugdrekar þeirra fengu meiri og meiri full- komnun; alt varð að lúta fyrir hugviti og orku menn- ingarinnar, nema syndín og spillingin og vonskan. En alt slikt var reynt að hjúpa í gljákvoðu uppgerðar og tískufegurðar, svo að það »tæki sig vel út«. Menn gleymdu að gefa þessum öflum alvarlegan gaum. Og í þessu of- metnaðar ölæði svaf kirkjan vært á stórum svæðum, og hafði hvorki á sjer gætur, nje átti bolmagn til þess að reisa rönd við þessu. Kirkjunnar menn urðu líka meira eða minna druknir af tíðarandanum; lamandi kraftar, sprotnir af ofdrambi mannanna og uppreisnaranda gegn guði, tóku til að starfa látlaust innan kirkjunnar. »Friður, friður, öllu óhætt!« kvað við einnig meðal guðsþjóðarinnar í kirkjunni. Heldur ekki kirkjan vissi,

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.