Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 5

Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 5
ÓÐINN 69 Peter Krapotkin fursti. Hjer er sýndur hinn frægi rússneski rithöfundur Peter Krapotkin fursti, er hann stje á land í Stokkhólmi í Svíþjóö síðastl. vor, en hann var pá á leið heim til Rúss- lands eftir 41 árs útlegð. Hann flýði, svo sem kunnugt er, úr fangelsi í Petrograd árið 1876, og siðan hefur hann ekki sjeð Rússland fyr en nú eftir stjórnarbyltinguna, er öllum stjórnmála-afbrotsmönnum voru getnar upp sakir og boðið heim til föðurlandsins. Krapotkin fursti er nú hálfáttræður að aldri, fæddur 1842. hvað til friðar heyrði. Og þegar fráhvarf og siðleysi og syndir risu sem hæst, þá komu öldur vantrúarinnar yfir kirkjuna. Hin »hærri bibliukritik« og nýlísku guðfræði reis upp og tók að kenna, að synd í hinni gömlu kristi- legu merkingu væri eiginlega ekki til og því engin pörf á friðpægingu og fórnardauða frelsarans. Kent var að Jesús hafi aðeins verið hinn æðsti maður meðal manna og meira ekki. Pað átti að rýja og plokka kristindóm- inn og laga hann til eftir tíðarandanum. Á öllum svæð- um var tekið að slá úr og í og láta undan siga, af pví að mönnum var ógeðfelt að heyra hina sterku rödd sannleikans um synd og náð, og boðendur kristindóms- ins voru of kveifarlegir til pess að pora að setja fram i fullri alvöru kröfur og sannindi hins lifandi kristin- dóms. Pað <var unnið að pví látlaust nótt og dag, árið út og árið inn, að afsetja konung aldanna. »Sjálfur leið pú sjálfan pig!« pað var herópið, og menn tóku að tala um heimsfrið og settu á stofn friðardómstól og veittu friðarverðlaun, og allir sögðu: »Nú er menningin komin á svo hátt stig, siðgæði, mannúð og siðfágun nútímans er orðin svo mikil, að sögu styrjaldanna er lokið; frið- ur, friður, öllu óliætt!« En frið við guð kærðu menn sig ekki um; Guð var í augum margra óvirkileg miðalda- grýla, og kristindómurinn martröð á upplýsingu og frelsi og sjálfstæði hins »guðdómlega mannsx. Og svo tóku menn guðs son að nýju til að krossfesta hann og hróp- uðu: Rurt, burt með hann! Vjer höfum engan konung nema kcisarann, höfðingja jarðríkis, hinn alsmegnandi mannsanda; pað er ekkert rúm fyrir annan guð. — Er- um vjer ekki herrar náttúrunnar og náttúruaflanna? Sjáið rafmagnið vort, sjáið Ijósbylgju pess streyma yflr löndin, hreyfa vjelar, upplýsa borgir; heyrið ldjóm- bylgju pess berast álfanna milli! Sjáið stórvirkin, liallirn- ar, vjelarnar, skipin, loftförin; sjáið símanetið yfir lönd- unum og gegnum höfin. Hvað er oss dulið? Hvers er oss varnað? Hinir tröliauknu sjónaukar vorir mæla ó- mælisvídd himingeimsins og par finnum vjer engan guð; smásjár vorar rýna inn í dulardjúp smæðarinnar; sótt- kvej'kjur og drepsóttir liöfum vjer kúgað undir vald vort. Vjer þurfum ekki lengur að óttast guð. Guð er manns- andinn og ekki meir. Mikil eru verk hans! »Mikil er Diana Efesusmanna! — Svo ofmelnaðist mannsandinn.— En þá kom viðvörunar raust guðs. Hinn ógurlegasti dreki, sem smiðaður hefnr verið, lagði út á liafið og allir voru sigri hrósandi og i algleymingi. En þá kom hönd upp úr hafinu og skrifaði: Mene, tekel, ufarsín! á himinhvolf- íð. Og höndin var í mj'nd og likingu rísavaxins ísjaka og risti hið sj'ndandi ferlíki á hol, en kolblár sjórinn fjell inn, og mörg hundruð lík veltust um í bylgjunum, Tita- nic var ekki lengur til. y>Mene, mene, tekeh! »Mundu eftir vitjunartíma þinum, ó maður!« pað var pað, sem íshöndin ógurlega ritaði á loftið yfir höfði mannkynsins, og pað fór stundarlirolls- kviða um mennina; en í andvaraleysi og hroka gleymdu peir brátt áminningunni og hjeldu áfram að gefa sjálfum sjer dj’Tðina og afneita guði himnanna. Og svo skall stormurinn á, og 1914 kom: petta ár, sem aldrei gleymist í sögu mannkynsins. Hinn ógleymanlegi ágústmánuður varð blóði drifinn; urðu pá að engu loftkastalar heims- friðarins; jafnvægi stórveldanna varð að engu, og síðan hafa eldrákir stórskota og sprenginga, hrynjandi bæja og brennandi porpa, allur sá mikli bálhringur ófriðar- ins, skrifað »mene tekeh á hverja blaðsíðu í dagbók mannkynsins á þessum 3 árum. Og hergnýrinn og dauða- veinin og óp hinna særðu og grótekki ekkna og mæðra hefur hrópað út yfir heiminn til heimsmenningarinnar: »I*ú ert vegin og ljeltvæg fundin«! Og til hinnar sofandi kirkju og hálfvolgu kristni hefur hljómað hiða sama: mene, lekel! Vegin, ljettvæg! — Alt petta stríð hefur sýnt og sannað, hve má sin hin guðlausa menning og hin sofandi kirkja. Hin guðlausa menning framkallar styrj- aldir þúsundsinnum ægilegri og grimdarfyllri en á með- an barist var á öldum villimensku og heiðni. Hin sof- andi kirkja hefur ekki verið megnuð pess að geta stöðv- að petta óhemju grimdaræði, ekki einu sinni megnug pess að hringja »guðs frið« yfir einn einasta dag. Petta stafar af pví að kristindómurinn var svo hálfvolgur víða og hafði því ekki í sjer hið vakandi lífsafl og myndug-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.