Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 6
70 ÓÐINN leik til pess. Og guð hafði pó á undanfarinni friðartíð margoft vitjað kirkju sinnar og vakið upp sterkar krist- indóms og trúaröldur hingað og pangað, en pví var ekki alment gaumur gefinn. Aðvarandi raddir hafa borist til eyrna vorra, sem hafa sýnt fram á, hve mikið væri í veði, ef guðspjóðin pekti nú ekki sinn vitjunartíma, og kannaðist við ábyrgð sína í pví að vakna til alvarlegs lífs heima fyrir og reka sterkt og dugmikið trúboð til pess að kristna heiðingjaheiminn. Rjett fyrir stríðið kom út bók eftir John R. Mott, sem kunnugastur er allra manna ástandinu í heiðnu löndun- um. Hann sýndi fram á, að nú væru heiðingjalöndin að opnast fyrir kristniboðinu, og hann skoraði með mikilli alvöru á kristnu pjóðirnar að vakna nú og nota tækifærið. En hverju hafa kristnu pjóðirnar svarað? Európustríðið er svarið, og úr vöggu hinnar afneitandi stefnu kristindómsins komu fyrst stríðsblossarnir fram. Um leið og hinar ýmsu stefnur reyndu til pess að svifta Krist guðdómstign hans, pá reistu menn upp afguði sína. Hermenskudýrkun, hervaldsdýrkun, auðæfadýrkun og vísindadýrkun og allskonar dýrkun kom i staðinn fyrír hina sönnu guðsdýrkun. Og ávextirnir eru striðið með allri eymd og synd og neyð, sem pví fylgir. Og á bak við petta stendur höfðingi heimsins, djöfullinn, sem hefur mennina að leiksoppi og neytir allra bragða og allra krafta til pess að eyðileggja guðs verk, eyða pví, sem hinn sanni kristindómur hefur verið að byggja upp. Og kaldhlátur hans yfir blindni og heimsku og ofmetn- aði mannanna gellur í gegnum hergnýinn og stórskota- dunurnar og endurómar og bergmálar i gjábörmum glötunarinnar. — En ofar öllum pessum völdum stendur hann, hinn sanni friðarhöfðingi, og leyfir styrjöldunum að geysa um stund, til pess svo á sínum tíma að snúa morðvopnin úr höndum óvinarins og leiða afleiðingarnar inn í pá farvegi, sem liggja til hins sanna og varanlega friðar. En á meðan á pessu stendur, pessum holskurði við rnannkyns-meinsemdunum, grætur hann eins og forðum yfir Jerúsalem, af pví að hún pekti ekki sinn vitjunar- tíma, græturaf meðaumkun með peim, sem verða að líða og pjást. — Nú eru hinir sterkustu vitjunartímar fyrir alla kristn- ina og fyrir hvern einstakan mann, sem eyru hefur að heyra og augu að sjá með. Og pað eru vitjunartímar fyrir pessa pjóð og fyrir hina íslensku kirkju. Og pað eru viljunardagar fyrir pennan bæ, sem guð hefur út- valið til að vera liöfuðstað pessa land og hjartastað hinnar íslensku pjóðar. — En pað ber ekki mikið á að menn skilji petta eða vilji kannast við pað; heldur pvert á móli. Svarið við köllun guðs er vaxandi ljettúð og kæru- leysi; vaxandi glaumur og heimskukæti; vaxandi taum- leysi og ólöghlýðni; vaxandi frekja, blygðunarleysi og lítilsvirðing fyrir pví, sem sæmilegt er og siðsamt; vax- andi peningagræðgi, eyðslusemi og vanstilling. — Pað er risin upp ógegndaralda, sem hrífur með sjer margt af unga fólkinu og hringsnýr pví svo að pað stappar nærri fullri vitfírring. Pað er að breiðast út pest, sem heltekur marga efnilega unga menn og stúlkur, svo að pað verður helsjúkt af óhemjugangi og tryllingi. Það hamast úti um nætur í tilgangslausum bílferðum, stund- um hálffult með daður og lausungarlátum, og spigspor- ar stundum um göturnar með yfirlæti og spjátrungsskap, og heldur að pað sje afarfínt og mentandi slíkt líf og stórborgarlegt. Og hinir eldri eru litlu betri, eða rjettara sagt hygg jeg að athæfii peirra sje í rauninni hálfu svi- virðilegra, pótt ef til vill beri ekki eins mikið á pví. Menn, sem ættu að vera til fyrirmyndar, gera sig auð- virðilega præla ýmiskonar nautna og svífast ekki að brjóta lög, ef pau virðast koma í bág við nautnir sjálfra peirra eða pægindi. Jafnvel sumir leiðandi menn hafa látið sjer sæma að reika um göturnar og ramba hálf-ó- sjálfbjarga. Ríóin eru full af fólki, sem drekkur í sig reifara-sögumyndir og mentunardrepandi, smekkspillandi og taugaæsandi vitleysu, en kirkjan er illa rækt og er stundum hálftóm, og kirkjuklukkurnar óma árangurslítið út yfir sofandi lýð, sem ekki hefur mannrænu í sjer að fara á fætur á helgum degi til að hugsa um sál sína. Og petta er höfuðstaðurinn! Hingað kemur svo fjöldi æskumanna utan úr sveitun- um og verður drukkinn af pessu óhemjulífi höfuðstaðar- ins og fer aftur heim og ber með sjer sóttkveykjur hins andlega rotnunarsjúkdóms og dauða út til pjóðarinnar. — Já, pað er erfilt, jafnvel fyrir pá unglinga, sem pó liafa góða viðleitni og göfugri hugsjónir, að »smittast« ekki af lausung og Ijettúð aldarandans. Retta er áhyggjuefni hið mesta, og jeg er viss um að Jesús grætur yfir pessum bæ nú á pessum alvörutímum, að hann skuli ekki vilja pekkja sinn vitjunartíma, nje gefa gaum að peirri ábyrgð, sem bærinn hefur gagnvart pessari pjóð. Og pó hefur guðshönd ritað á vegginn sín alvöru orð: Mene tekel! veginn, ljettvægur fundinn! Pau viðvörunarorð hafa í mörgum atburðum mætt augum vorum og eyrum; pau hafa komið fram í afhroði pví, sem vjer höfum liðið á skipum vorum, og dýrtíðinni, og pau má lesa í horfum peim, sem nú blasa við oss; en menn vilja ekki skilja pað pannig. Skyldu menn ef til vill skilja pað i vetur, ef hungur, kuldi og myrkur ættu að grúfa yfir pessum bæ, ef skólum yrði lokað; og jafnvel gæti verið hætta á að loka pyrfti skólum og samkomu-hús- um. Vjer biðjum að slík reynsla purfi ekki að koma yfir oss, en samt eigum vjer sannarlega ekki belra skilið. Peir, sem ekki vilja heyra, verða að finna til, segir orð- tak eitt. Vjer höfum ekki viljað heyra guðs raust. í pessi prjú ár hefur guð haldið undursamlega hlifiskildi yfir oss, og verndað oss, en vjer höfum ekki snúið oss til hans samt. í prjú ár hafa skelfingar verið hringinn í kringum oss og hættur alstaðar, en vjer höfum samt ekki snúið til guðs. Og jafnvel vjer, sem teljum oss í flokki hinna kristnu, vjer erum fádæma illa kristin og alvörulaus og hálfvolg. Vjer hefðum getað sýnt betur í lífi voru ávexti trúarinnar og blessun samlifsins við guð, en ávextirnir hafa verið litlir og magrir. Vjer, sem pó pekkjum af eigin reynslu náð Jesú Krists við syndara, vjer sem höfum öðlast pessa miklu gjöf, vjer berum mesta ábyrgð, á oss hvílir skyldan stærst og mest verð- ur af oss lieimtað. En kveifarskapur og hálfvelgja og heimshugarfar hafa verið svo ríkjandi hjá oss, að pað er ekki auðvelt að sjá á oss að vjer höfum meðtekið náð guðs. Þess vegna verður og guðs orð fyrir lasti. Líf vort, trúaðra nianna og kvenna, er meingallað á mörgum

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.