Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 8
72 ÓÐINN Hafliði, er bestur þótti sjómaður í Breiðaíirði, miklir mátar og likir að fræknleik og karlmensku. Sumarliöi fjekk snemma almenningsorð bæði fyrir smíðar sínar og staka valmensku. Foreldrar minir, sem höfðu staka mannhylli, unnu honum eins og sinum börnum. Sumar- liði er fáorður í mannlýsingum, en um móðir mína segir hann þessi völdu sæmdarorð sín: »Kvaddi jeg þar (á Gróuseli) i síðasta sinn konuna göfugu og góðu, móð- ur Matthíasar, konu sem mjer fanst vel hefði mátt skipa drotningarsess, en varð að lifa við fátækt alla æfi. En þó gat hún enn hlegið hljómþýða hláturinn sinn, eins og hún átti vanda til, um leið og perlur táranna hrundu henni af augum niður á kinnarnar«. Jeg læt nægja frásögn Sumarliða sjálfs um baráltu hans fyrir mentan sinni og allsháttar framförum—jafnt fyrir aðra sem sjálfan sig; mætti þó mörgu þar við bæta. Var tápi hans og dugnaði mjög við brugðið, svo orðstír hans og virðing fór sivaxandi. Hann staifaði nálega nótt sem dag, því svo söfnuðust að honum alls- konar smíðapantanir og aðrar annir, að mesta furða var, hve miklu hann afkastaði, þótt stundum bjeldi hann sveina. En feður okkar báðir bjuggu á erfiðum fjall- jörðum, sem varla gátu fætt stórar fjölskyldur, þótt báðir væri afreksmenn að dugnaði og ættu allmargt sauðfje; biðu þeir og fjárskaða mikla annað veifið, ef árferði versnaði. Var því föður Sumarliða jafntorvelt sem roínum föður, eða fremur, að kosta mentun sona sinna. En sá, sem hjer ræðir um, tók okkur Skóga- bræðrum það langt fram, að sjálfsmentun hans gerði hann snemma færari mörgum skólagengnum mönnum. Sjálfstraust hafði og Sumarliði okkur langt um meira, óx og snemma jafnt að efnum og áliti, því ekki skorti traust annara, en tapaði hann þó jafnaðarlega stórfje, því að þann eina galla hafði hann, að hann trúðí allra loforðum og var bernskur í því eina, sem jeg vissi til, að hann hugði alla eins góða og skilvísa og hann var sjálfur. Norður að ísafjarðardjúpi fjellu æ fleiri og fleiri skuggar á æfibraut þessa valmennis; fer hann um það sem fæstum orðum, og vil jeg þar litlu við bæta, enda skiftust þá mjög leiðir okkar. Vísur þær um æfistarf hans og baráttu við Djúpið, visur sem hann sjálfur hefur ort, eru þess besti vottur, hvað mest þvingaði hann og elti loks af landi burt. Um hina nafnkunnu eyju Vigur kvað hann: »Eg má muna æfir tvær,« eitt sinn mælti Vigur; »hjer var áður höfðingsbær, heiður, vald og sigur«. »Nú er alt á annan veg, orðinn svipur dapur, hrösun, þræta hversdagsleg, harmur, drykkjuskapur«. Og einkum er þessi staka átakanleg (um ofdrykkjuna): »Börn mín ung þín heljarhönd hefur niðurslegið og þau i vanans voðabönd og vonda siðu dregið«. Gamlir Djúpmenn þyrftu að skýra þessa stöku um Vigur: »Blessan Guðs er flúin frá frægu höfuðbóli: Bakkus, Simbi og syndin grá sitja á veldisstóli«. Loks skal jeg minnast á hvað hinn ógleymanlegi æskuvinur minn segir um viðleitni sína (í samráði við móður mina) að koma mjer í skóla. Pað var sama hauslið 1857, að jeg var horfinn frá verslun Sigurðar kaupmanns frænda míns, verslun, sem þá var á förum, og kominn að nokkru í skjól Brynjólfs Benedíktsens, að Sumarliði bjóst til utanferðar og kom til Flateyjar að kveðja vini sína. Þeir Brynjólfur voru vinir, og man jeg að þeir læstu að sjer og töluðust við tveir einir. Var þá ráðin suðurför mín i Latínuskólann, þegar jeg hefði náð nægri tilsögn hjá þeim sr. E. Kúld. Hitt vissi jeg ekki fyr en nú, er jeg les það i sjálfsæfisögu Sum arliða, aö hann lagði fram 50 spesíur af sínum kanna mjer til styrktar. Hirti B. B. það fje, en hvorki hann nje Sumarliði ljetu mig nokkurn tima vita það. Enn eilt orð: Grandvarari ungan mann nje göfugri hef jeg ekki þekt; get jeg líka heimfært upp á Sumarliða gull- smið þau vísuorð, sem jeg kvað eftir annan ógleyman- legan æskuvin minn: »Meðan þú átt þjóð mín fróða þvílík mannablóm, áttu sumar, gull og gróða, Guð og kristindóm!« — 6. ágúst 1917. Mallhías Jochumsson. Jeg man. Jeg man, jeg man það enn, því miður langt of lengi. Var enginn maður þá, en þvílíkt gæfugengi. Jeg man, jeg man það vel, þá var jeg altaf glaður, fanst alt svo yndislegt — áður en jeg 'varð maður: Jeg átti sem sje vin — þeir voru reyndar tveir, sem aldrei tældu mig; en týndir eru þeir: Hann æskuhugur minn er út í buskann þotinn; um hundinn minn jeg veit; jeg veit — að hann — var skotinn. Geslr. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.