Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.01.1920, Blaðsíða 4
4 ÓÐINN N. P. Kirk. Við stöndum við og við í lífinu við þau atvik, þar sem okkur er helst að geði að þegja, stein- þegja, og reyna að hugsa og skilja, en einmitt þau atvik eru okkur svo óskiljanleg, að allar hugsanir okkar standa fastar; við þau atvik liefur málið engin orð fyrir tiifinningar okkar, en samt skiljum við hver annan vel, ef til vill best, við slík tækifæri. Fyrir mörgum mun þannig hafa verið ástatt, þegar andlát Kirks frjettist, þegar hann var kallaður burt fyrirvaralaust, í miðju starfi sínu, í blóma lífsins; jeg þyk- ist vita, að tilfinningar hans mörgu vina mælast, þótt ekki sjeu þær skýrðar með orðum. Margt var það, sem hann átti eftir ógert, og þó hafði hann þegar starfað mikið; hann hafði meðal annars fram- kvæmt hið mesta mannvirki, sem hingað til hefur verið gert hjer á landi, sem er Reykja- víkurhöfn. Þegar allar persónu- legar endurminningar um hann eru horfnar með okkur, sem þektum hann, mun nafns hans minst í sambandi við verk hans. En við allir, sem þekt- um hann, munum ætíð minn- ast hans sem einstaklega góðs manns, sem tryggs vinar og fyrirmyndar verkfræðings. Hann var maður, sem með framkomu sinni þegar í stað vann traust þefrra, sem hann átti við, enda sneru menn sjer úr öllum landshornum til hans með áhugamál sín, til þess að leita ráða hans og menn treystu áliti hans, enda var það ætíð sprottið af mikilli verkfræðilegri sjerþekkingu og reynslu, góðri skyn- semi og jafnframt af trú á framtíð landsins; en hann vildi aldrei taka neitt tillit til »hreppapólitík- ur« eða hagsmuna einstaklinga á kostnað annara. Kirk hafði mikla trú á framtíð landsins; hann sá, að mikið liggur ógert hjer, og hann hafði áformað að flytjast hingað aftur, til þess að fram- kvæma hjer ýms fyrirtæki, sem hann hafði ráð- gert; fráfall hans mun seinka fyrir framkvæmdum á mörgu þessu, því að hann var framkvæmdamað- urinn með þekkingunni og reynslunni, en sá maður er ekki auðfundinn, sem tekur upp starf hans. Margir hjer munu sakna hans sem vinar, en við verkfræðingarnir munum jafnframt sakna hans sem starfsbróður, þar sem liann var talinn í fremsta flokki, og við munum ætíð minnast hans með þakklæti fyrir vináttu hans og starfsemi, og fyrir hvað hann vann fyrir fjelag vort, en til þess bar hann þegar frá fyrstu hlýjan hug. Niels Pelersen Kirk fæddist í Hundborg í Thy á Jótlandi 7. maí 1882, þar sem faðir hans er hreppstjóri og amtráðsfulltrúi. Hann byrjaði nám á fjöllistaháskólanum í Kaupmannahöfn sumarið 1901 og lauk verkfræðingsprófi það- an sumarið 1906. Kom þegar í þjónustu N. C. Monbergs í Kaupmannahöfn, og starfaði hjá honum fram til dauðadags. Taldi Monberg hann með lang- bestu verkfræðingum sínum, og treysti honum algerlega; varla mun hafa komið fyrir, að Morberg hafi ekki fylgt til- lögum Kirks í nokkru efni, er fram komu. Enda var Kirk trúað fyrir stórum og vanda- miklum verkum. Hann var snemma sendur út til þess að framkvæma þau verk, sem Monberg tók að sjer, fyrst í Danmörku, Svíþjóð og Fýska- landi, seinna fór hann til Marokko, þar sem stór höfn var gerð í Larache, en hann þoldi ekki dvölina þar og varð þar stutt; var um tíma I Danmörku, og kom svo hingað, þegar byrjað var á Reykjavíkurhöfn, í ársbyrjun 1913. Strax frá fyrstu stóð hann fyrir þessu mikla verki, og hann var sá maður, sem með lipurð og gætni kunni að framkvæma það, þrátt fyrir alla örðugleika, sem heimsstríðið olli. Honum tókst að fullgera höfnina, og fjekk einróma lof allra fyrir framkomu sína og dugnað. í desembermánuði 1917 lluttist hann með fjölskyldu sína til Danmerkur, en var hjer öðru hvoru sjálfur í ýmsum erindum. Jafnframt hafnargerð Reykjavíkur stóð hann fyrir hafnargerðinni í Vestmannaeyjum, en þar

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.