Óðinn - 01.01.1920, Síða 5

Óðinn - 01.01.1920, Síða 5
ÓÐINN 5 ætluðu örðugleikarnir að bera hann ofurliði, bæði frá náttúrunnar hálfu og mannanna; honum tókst ekki að fullgera verkið, en hann var búinn að greiða svo götuna, að góð von er um, að einnig þessi höfn verði að lokum fullger og mun þá að miklu leyti vera dugnaði hans að þakka. í fyrra hefti þessa tímarits er tekin upp áætlun hans um hafnargerð í Þorlákshöfn, og er hún hinn besti vottur um starfsemi hans, enda liafði hann lagt afarmikla vinnu í þessa áætlun. Forgöngumaður var hann í stofnun h/f Hamar, og aðalmaður í fjelagi þessu frá upphafi; studdi hann einnig önnur fyrirtæki hjer með ráðum og fjárframlögum. Fyrir bæjarstjórn Reykjavíkur vann hann síðast- liðið sumar að rannsóknum og undirbúningi undir rafmagnsstöðina, og hafði Iagt fram skýrslu um það, og mjög munu orð hans hafa stutt að því, að bærinn fjekk lán til fyrirtækisins með góðum kjörum eftir því sem nú gerist um stórlán. Að hafnargerðinni lokinni var hann árið 1917 ráðinn í þjónustu þess opinbera til þess að rann- salca hafnarstæði og lendingar, og gefa út álit sitt um endurbætur á þeim. í þessu skyni ferðaðist hann um alt landið sumarið 1918 og 1919, en skýrsla hans þar að lútandi var ófullgerð — hann sat við skrifborð sitt og vann að henni, þegar dauðinn tók hann snögglega, þ. 1G. október að morgni. Kirk kvæntist í apríl 1911 Önnu Laursen (frá Gjedser á Falstri), sem lifir mann sinn ásamt þrem ungum drengjum þeirra; einn þeirra fæddist hjer á landi. Th. Krabbe. (Eftir Tíniariti V. F. í.) Yisur. Góða nótt, mín fagra Freyja, í faðmi drauma sofðu rótt. — Nei, við skulum svefnlaus saman þreyja svo við eigum góða nótt. í vökudraumi brjóstin bæra við blíða kossa lengi’ og rótt. — — Ei við getum, kæra, kæra, kosið okkur betri nólt. — Fnjóskur. GrundTOllurinn er Kristur. Hæða við setningu alþingis 5. febrúar 1920. Eftir síra Friðrik J. Rafnar. Texius: »Því að annan grundvöll getur enginn lagt en pann sem lagður er, sem er Jesús Kristur.« (1 Kor. 3, 11). Þetta eina vers, sem jeg las yður, er að nokkru leyti slitið út úr sambandi, jafnvel þó það sjálf- stætt og eitt fyrir sig sje nægilegt íhugunaretni, ekki síst á þessum síðustu tímum, sem hafa verið þrungnir af stórviðburðum. Síðustu árin, innan hins kristna heims, hafa á svo áþreifanlegan hátt minnt okkur á, og sannað hverjum þeim skyn- bærum manni, sem vill um það hugsa, að annan grundvöll getur enginn lagt heldur en Jesús Krist. f*ar sem Páll postuli skrifar orð þessi slendur svo á, að deilur hafa risið og flokkadráttur, innan safnaðarins í Korinthu, og safnaðarmenn skiftst í flokka eftir því hverjir fyrst hafi boðað þeim fagnaðarerindið og hverjir skírt þá til nafns Jesú Krists. Þar kennir einn flokkurinn sig við Pál, annar við Apolló, o. s. frv. en Páll helgar því efni heilan kafla brjefs sins, að lægja deilur þessar. Og til þess að koma þeim í skilning um hvílík fásinna slíkir flokkadrættir eru, sýnir hann þeim fram á, að allir byggi þeir á hinuin sama grund- velli, allir sjeu þeir skírðir til Jesú nafns, hver svo sein athöfnina liafi framkvæmt. Hin sameiginlega undirstaða trúarinnar, Jesús Kristur, sje það sem eigi að tenga þá saman, i hans nafni eigi þeir að vinna hver að sinni köllun. Hitt sýni reynslan, hvernig bygt sje ofan á þann grundvöll; jafnvel þó að undirstaðan sje trj'gg, þá megi byggja svo illa ofan á, að það fái ekki staðist, en verk hvers og eins beri sjálfum sjer vitni. En þeir sem byggi vel ofan á grundvöllinn, þeir muni laun hljóta. í því sambandi sem orð Páls eru hjer, eiga þau að vísu að eins við kristindóms og trúarhlið lífsins. Út af trúnni reis ágreiningurinn. En þegar við skoðum orð textans nánar, sjáum við brátt að þau geta átt við fleira heldur en trúmálin, þau geta átt við hvert það atvik sem hent getur ein- stakling eða þjóð, og hverjar þær kringumstæður sem krefjast úrlausna hjer á jörðu. Grundvöllurinn, sem alt á að byggjast á, hvort sem er i ytri at- höfnum eða innri hugsun, er Jesús Kristur. Að 0

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.