Óðinn - 01.01.1920, Síða 6

Óðinn - 01.01.1920, Síða 6
6 ÓÐINN minsta kosti sannfærumst við æ betur og betur, þess nánar sem við kynnum okkur brjef Páls, um það, að hann hygst að byggja alt líf þjóð- anna á kristilegum grundvelli, jafnvel mestu þjóð- fjelagsvandamál þeirra tíma leysir hann með tilliti til kenningar Jesú. Og tæplega mun of mikið sagt, þó að fullyrt sje, að á þeim svæðum hefur hann víðast verið 2000 árum á undan sínum tíma, svo meistaralega leysir hann úr þeim vandræðum sem ráða hans er leitað um. Og hin venjulega regla sem þar kemur í Ijós er sú, að hið sama lögmál og hin sömu boð og fyrirdæmi sem Jesús hafi gefið mönnunum í breytni þeirra hver við annan, gildi líka í hinu opinbera lífi og þjóðfjelagsmálum. Jeg get hugsað mjer að sumum kynni nú að detta í hug, að þó mögulegt hefði verið að útfæra kristindóminn í opinberu lííi þjóðanna á þeim dögum sem hann var fyrst boðaður um heiminn, þá væri slíkt ógerningur nú á dögum, til þess væru tímarnir altof breyttir. Þær raddir heyrast svo oft, að bókstafleg hlýðni við kristindóminn í daglegu lífi einstaklinganna geti jafnvel ekki komið til greina, annar hugsunarháttur, meiri mentun og breytt lífsskilyrði valdi því. En slíkar raddir heyr- ast ekki af öðru en því, að þeir sem svo halda, gera sjer enga grein fyrir hvað langt kristirdóm- urinn nær, hvað breiðan grundvöll við eigum þar sem Jesús Kristur er. Okkur finnst mikið til um menningu 20. aldarinnar, og það er auðvitað satt, að við sjáum ekki Jesúm nýjatestamentisins, eða það umhverfi sem hann er í, kennir og Iæknar, í því sama ljósi sem við skoðum okkar eigin sam- tíð. En ef við rannsökum grundvöllinn, lesum framkomu og fræðslu hans ofan í kjölinn, þá mun tæplega það atvik henda nokkurn mann á 20. öldinni, að hann geti ekki fengið svar frá Jesú, sem segir honum hvernig hann eigi að haga sjer eins og rjettast sje. Við getum altaf gert okkur hugmynd um hvernig hann hefði breytt í hverju og einu, h ;aða afstöðu hann hefði tekið til þeirra mála sem við þurfum að taka afstöðu til. Við eigum meir að segja svo skýrar myndir af honum í ýmsum hinum þýðingarmestu atriðum, sem altaf hljóta að verða heiminum það fordæmi sem aldrei verður betra fengið, að um stefnu hans verður ekki vilst. t*að þarf ekki að benda á eitt atvik öðru fremur til þess að sýna hvernig hann ætlast til að mennirnir breyti hver við annan, þar er alt hans líf og öll breytni, útfærsla á boðorðinu að elska náungan eins og sjálfan sig, sjálfsfórn frelsarans fyrir aðra. En við sjáum hann í fleiri myndum. Hann gefur okkur ljóst eftirdæmi þess hvers virði honum líka eru þær borgaralegu skyld- ur sem hverjum manni eru á herðar lagðar. Og þær skyldur eru hvorki fleiri nje margbrotnari nú en þá. Skyldur hvers borgara greinast að eins milli heimilis hans og ættjarðarinnar. Heimili sínu fórnaði Jesús á altari frelsarastarfseminnar og hversu þungt honum hefir fallið það heyrum við á hans eigin orðnm: »Refar eiga greni, og fuglar himinsins eiga hreiður, en mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla.« En skyldum sínum við það gleymdi hann samt ekki, þegar hann ráðstafaði móður sinni, deyjandi á krossinum. Og hvar sjá- um við aðra eins mynd elskandi sonar ættjarðar sinnar, eins og þegar hann gengur í dauðann fyrir mennina, og við síðustu komu sína til höfuð- borgar sinnar, grætur yfir henni og þeirri þjóð sem ekki þekki vitjunartíma sinn? Og hvar á nokkur borgari betri leiðbeiningu hvernig hann eigi að rækja skyldur sínar við þjóðfjelagið, en þar sem Jesús er sýndur skattpeningurinn og spurt hvort að leyfilegt sje að gjalda keisaranum skalt og hann svarar: Gjaldið keisaranum það sem keis- arans er og guði það sem guðs er. Nei, hvar sem við leitum, og hvernig sem við skoðum, þá sjáum við samt, að hvað sem við þurfum að gjöra, þá leggjum við ekki annan grundvöll betri en þann sem lagður er, sem er Jesús Kristur. Og sá grundvöllur sem Jesús byggir mönnun- um til að reisa á er kærleikurinn, sá kærleikur sem skilur alt og styður alt til hins betra. Sjálfur fórnaði bann sjer fyrir mennina, og yfir mönnun- um grætur hann þegar hann grætur yfir Jerúsa- lem. Hann grætur yfir þeirri þjóð, sem er búin að eiga þess kost um þriggja ára skeið, að verða hin fyrsta heimsins þjóða, til þess að viðurkenna hann og notfæra sjer þá fræðslu sem hann færði á jörðu, og sem í stað þess að láta segjast, sekk- ur sjer æ dýpra og dýpra í sjálfbyrgingsskap og þröngsýni. Hann þjáist af því að sjá ekki ávexti þess, sem hann hefur leitast við að sá, engan kær- leika eða fórnfýsi, ekkert bætt siðferði eða aukna guðstrú, heldur að eins misskilda von um þann Messías sem koma ætti til að endurreisa jardneskt Israelsriki. En eins og vonir einstaklinganna eiga að stefna til himins, þá eiga Iíka vonir þjóðanna að stefna þangað. Hann var hinn fyrirheitni Mes-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.