Óðinn - 01.01.1920, Qupperneq 7

Óðinn - 01.01.1920, Qupperneq 7
ÓÐINN 7 sías, en ríki hans var rjeltlætisins og sannleikans ríki, en ekki jarðneskt. Þess vegna kunnu ekki Gyðingar að byggja ofan á grundvöllinn. — Við, sem nú lifum, höfum sjeð og erum áhorf- endur að Jjeim mestu tíðindum, sem gjörst hafa innan hins mentaða heims frá þeim tíma að sög- ur hófust. Við höfum sjeð allan heiminn sem eitt eldhaf 5 síðustu árin, helstu menningarþjóðirnar, sem vænlegastar hefðu mátt þykja til allrar for- ustu, hafa varið fje og fjörvi í hinni blóðugustu styrjöld, æskulýður landanna hefur verið stráfeld- ur, blómlegustu bjeruð eyðilögð og samfeld röð skotgrafa og viggirðinga náð frá hafi til hafs í álfu okkar. Ástandið hefir verið óskaplegra en nokkur orð fá útmálað, á vígstöðvunum blóðugt heræði, heima fyrir tár og skortur. Slíkt ástand hefði enginn af okkur getað trúað að kæmi fyrir krislnar og mentaðar þjóðir, þó spáð hefði verið fyrir nokkrum árum. En það þarf ekki að efast um það sem fram er komið, en hitt er aðgæslu- vert, að allar þessar þjóðir, sem sent hafa tugi milljóna æskumanna sinna út í dauðann og steypt sjer í þann fjárhagsvoða sem þær ekki fá lagfærð- an í fleiri mannsaldra, þykjast allar hafa fórnfært sjer fyrir siðmenningu heimsins. Og nú, eftir að málamyndafriður er kominn milli þjóðanna, þá er ástandið, ef svo mætti segja, enn þá verra en áður. Rikin, þau sem ekki eru fallin í mola, riða, alstaðar berast að fregnir um verkamannaóeirðir, verkföll, drepsóttir og hungursneyð. Flestallar stjelt- ir nota leyfileg og óleyfileg rneðul til að raka að sjer, og í stað þess að áður fláðu járnknúar auð- valdsins skinnið af baki lægri stjettanna er nú alt útlit á að heiminum verði fyrst um sinn stjórnað af mentunarsnauðum öreigalýð. Og líka þessar hreyfingar, sein barðar eru áfram með morðum og gripdeildum, hafa markað siðferði og mannkær- leika sem einkunnarorð á skjöld sinn. Og þetta gjörist meðal þjóða sem hafa borið kristið nafn mörg hundruð árum lengur en við, hafa altaf átt Jesúm Krist sem hinn lagða grundvöll. Vorkunn væri, þó þetta ástand væri skoðað sem gjaldþrots- yfirlýsing á kristindóminn, eða hvernig hafa kristn- ar þjóðir annars getað sokkið svo djúpt? Þær hafa ekki bygt á þann grundvöll sem lagð- ur var. Það sjest berlegast á fullyrðingum þeirra, að vera að vinna fyrir menningu og siðferði. Eða hvenær hefði Kristur flutt fagnaðarerindi sitt með blóðugan byssusting í hendi? Og hvenær hefði hann í þeim stjettabaráttum, sem nú geysa, hefnt sín með slíkum aðförum, hann sem býður að rjetta fram vinstri kinnina ef maður sje sleginn á þá hægri? — Hinum kristnu þjóðum Norðurálfunn- ar hefur farið eins og Gyðingum. Þeir viðurkendu ekki Krist af því hann gjörðist ekki jarðneskur konungur. Peir láta ekki stjórnast af anda krist- indómsins af því það færir þeim ekki jarðnesk auðæfi. Krislindómur þeirra hefur storknað í heims- menningu og auðshyggju, en eilífðarmálin horfið á bak við. Þær hafa reynt að skapa sjer Paradís á jörðu, með auknum auðæfum, völdum og fram- förum i iðnaði og öðru því sem þetta líf fær prýtt, en endað í blóði og eyðileggingu. Pær hafa reynt að skapa sjer annan grundvöll uudir velferð sina en þann, sem Jesús hefur lagt, en hann hefur hrunið. Við megum þakka guði það, að lítið hefur þess- ara byltinga gætt hingað til okkar, til þess hefur hjálpað lega landsins og lítið álit. Fram til þessa höfum við jafnan aðeins verið áhorfendur þeirra tíðinda sem gjörst hafa í umheiminum, og það þáttökuleysi okkar orðið til þess að draga talsvert kjarkinn úr íslendsku þjóðinni og venja hana á að skoða sjálfa sig ófæra til annars en þess sem aðrar þjóðir áður hafa reynt. Og á þann hátt höf- um við fengið margt gott frá öðrum, en þó ekki altaf lært sem skyldi af reynslu þeirra. Og oft hefir það viljað verða svo, að hið illa hefir leitað hingað jafnsnemma því góða og gagnlega. — En nú eru allar líkur til þess, að sá tími sje liðinn sem við erum áhorfendur, meiri líkur mæla með því að hjeðanaf verðum við að talsverðu leyti þátttakendur á leiksviði heimsins og að augum margra verði beint að okkur. Og að sumu leyti er okkur vorkunn, hvort við stöndumst það próf sem næstu árín verða okkur, en að öðru leyti ekki. Okkur er vorkunn, því við erum aðeins ný- myndugur unglingur, með litla eigin reynslu að baki, en á hina hliðina höfum við fyrir okkur dæmi annara, sem við ættum að læra af. Sem sjálfstæð þjóð erum við unglingur, og meira að segja ríkur unglingur. Við eigum marga og fagra framtíðarmöguleika, svo mikla framtíðar- möguleika, að líklega eiga fáar þjóðir aðra eins. Bundin og óbundin öfl landsins fela í sjer þau auðæfi, sem við ennþá höfum ekkert vit á að virða. En eins og þetta hefur sína kosti, eins felur það líka í sjer þá hættu fyrir þjóðina, sem hún verður að gera sjer ljósa grein fyrir. Hætturnar eru margar, og svo gæti farið, að þessi auðæfi kostuðu íslenskt þjóðerni tilveru sina, ef illa er með þau

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.