Óðinn - 01.01.1920, Page 9

Óðinn - 01.01.1920, Page 9
ÓÐINN 9 sem leiðarstein í stafni. Vinnið störf yðar þannig sem samviskan segir yður best, meira verður ekki af einum manni kraflst. En hafið altaf hugfast, að hvað sem þjer byggið, hver sú framtíð sem þið hyggist að húa þjóð vorri, verður altaf völt og stendur ekki ef hún er ekki ramlega bygð á grundvöllinn Jesúm Krist. Með honum sje þetta Alþingi byrjað, háð og endað. Amen. M Fossavirkjunin 1 Noregi. i. Einstaklingar, ríkið og sveitafjelög. Þess verður sennilega ekki langt að biða, að spurningin um hagnýting vatnsaflsins á íslandi til framleiðslu afls til Ijósa og hita, verði leyst. Það getur ekki dregist lengi þangað til hætt verður að hugsa um málið eingöngu með eintómum athugasemdum og efasemdum við og um það. Málið hlýtur fljótlega að hverfa úr þokunni, fyrir framkvæmdinni sjálfri. Á þessu sviði, eins og svo mörgum öðrum, er líkt ástatt á íslandi og í Noregi. Bæði rikin eiga gnægð, sem hægt er að ná úr afar- miklu af þvi aðdáanlega afli, sem nefnist rafmagn, eða hvítu kolin. Það virðist því hljóta að hafa talsverða þýðingu fyrir íslendinga að fá í stuttum, en skýrum drátt- um sögu fossamálsins i Noregi. Hún er tæplega eldri en sem svarar mannsaldri, en það er einkum 10 siðustu árin, sem hagnýting aflsins hefur vaxið óðfluga. Samt sem áður mænir ríkið sultaraugum eftir meiri raforku handa bæjum og bygðum, heimilum og stóriðnaði. Árið 1895 var búið að taka um 700—800 hestöfl til framleiðslu raforku, en 1919 voru það orðin l1/* miljón hestöfl. Talið er, að í Noregi megi virkja um 10 miljónir hestöfl með sæmilegum hagnaði. Það sem sjerstaklega hefur knúð virkjunina áfram er stóriðnaðurinn. Hann hefur haft nægi- legt fjármagn til að vinna með, og því sett sjer sem mark og mið bæði vatnamiðlun, bygging afl- stöðva og annara mannvirkja vegna framleiðslu í þágu stóriðnaðarins. Þessi framkvæmd hefur bless- ast fyrir tvent; nægilegt útlent fje og skort á sjer- leyfislögum. Það er alkunnugt að þá fyrst, er hið útlenda fje var búið að ryðja brautina, og virkj- unin var komin vel á veg, fór ríkisvaldið að taka í taumana með sjerleyfis- og heimildarlöggjöf. Eftir þessari reynslu, sem nú er fengin, er það meira en sennilegt, að ríkisvaldið hafi gripið í taumana bæði of snemma og með of mikilli harð- neskju. Virkjunin hefur að vísu haldið áfram eins og af sjálfu sjer, og það rösklega, en þörf landsins til raforku til allskonar notkunar, sem ennþá er langt frá fullnægt, hefði þó ekki, sem stendur, verið eins mögnuð og hávær, ef ríkisvaldið hefði tekið í taumana með jafnari og varari tökum, Með því að láta þetta mál til sín taka, hefur ríkið ekki að eins stemt stigu fyrir eðlilegri framþróun þess, heldur hefur það einnig sama sem ekkert getað gert til þess að hagnýta þá fossa, sem ríkið sjálft hefur til umráða. Um stærstu orkulind ríkisins, Norefossana, sem alls hafa um 300,000 hestöfl, hefur svo farið, að einar 2 miljónir króna hafa verið veittar til virkjunar þeirra, og var þó fyrsta virkjunin miðuð við 100,000 hestöfl. Þessi fjárveit- ing er sama sem dropi í hafinu í samanburði við allan endanlegan kostnað, og öll aflstöðin með járnbraut, sem hennar vegna er áætluð, eru að sjerfræðinga álili tómar skýjaborgir. Þar sem bæði vinnukraftur og alt efni er sem stendur afardýrt, mætti gera ráð fyrir því, að þetta mundi draga mjög úr virkjun fossanna. Að nokkru verði þessa og vart, en miklu minna, en búast hefði mátt við. Bæði einstakir menn og sveitafje- lög eru nú að láta virkja, enda mjög stór vatns- flöll, og aðrir hafa í hyggju að byrja á þvi innan skamms. Þó er ekki hægt að segja með óyggjandi vissu, hve mörgum hestöflum búast megi við á næstu árum í viðból við þá raforku, sem fossar í Noregi nú veita. Hvort, og að hve miklu leyti stóriðnaðurinn þarfnist meiri raforku, er ekki unt að segja neitt ákveðið um, en ýmislegt er samt, sem bendir á, að sjerstaklega rafbræðsluaðferðirnar muni þurfa að afla sjer ennþá þúsunda af hestöflum. Við hliðina á stóriðnaðinum mætir oss ennfremur annað, sem nefna mætti borgaralega þörf. Hún heimtar raforku til lýsingar, suðu, upphitunar, smáiðnaðar og Iandyrkju, og þessi þörf er sem stendur knýjandi. T. a. m. bær eins og Kristjanía með x/4 miljón íbúa ræður nú að eins yfir 57,000 hestöflum til þess að fullnægja hinni fyrnefndu borgaralegu þörf, ásamt ýmsu öðru, og fyrir löngu hefur bærinn orðið að takmarka mjög straum-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.