Óðinn - 01.01.1920, Side 15

Óðinn - 01.01.1920, Side 15
óðínn 15 Glaumfjaröaraílstöðin fullgjörð. heiminum, þó reyndar sjeu nokkur smáver ennþá norðar, og þar er það jökulvatn eins og á íslandi, sem fram- leiðir orkuna. Verið sjálft liggur í stór- hrikalegu hjeraði umkringt af háum snjóþöktum fjöllum í fjarðarbotninum. Miðlunargeymarnir liggja upp til fjalla. í greinum þessum eru að eins nefnd fáein af þeim allra helstu verum í Noregi, auk Rjúkanversins, sem er alveg fullgjört. Það mætti segja margt og mikið um önnur orku- ver, sem eru nærri fullbúin, en það mundi verða of langt mál. En greinar þessar ásamt myndum þeim, sem þeim fylgja, geta væntanlega fært mönnum heim sanninn um það, að raforkunotin fara sigurför um allan Noreg, og það mjög hraðfara. Raforkan er nútímans og framtíðarinnar öflugasta stoð, bæði í býbýlum manna, á sveitabæjum og í verksmiðjum. Og lönd eins og Noregur og ísland, sem hafa svo að segja takmarkalausa mögu- leika til að hagnýta sjer fossana til framleiðslu raforku, þau lönd eiga náttúrugæði sem eru blátt áfram ómetanleg í krónum. En — það verður að leysa þessi bundnu öfl. Það verður að beisla fossana. Því meira vatn sem heldur áfram að renna til sjávar, án þess að vinna neitt gagn á leið sinni, þvi meira verðmæti er algjörlega á glæ kastað. Bokki búálfur. Æflntýri eftir Sigurjón Jónsson. Einu sinni var karl og kerling í koti. Þau áttu sjer eina dóttur barna. Hún var átján ára, eða þar um bil, þegar þessi saga gjörðist, og hjet hún ja — hún var æfinlega kölluð Dísa. Fleiri voru ekki í kotinu, nema ef telja skyldi búálfinn — hann Rokka litla. Hann var auðvitað æfinlega »í og með« og alstaðar, en oftast var hann í fjósinu. Þetta var sístarfandi og slitviljugt grey — hann Rokki, og allra mesli fjörkálfur. Hann ærslaðist í heyflekkjunum, þegar verið var að dreifa, fór síðan að reka kýrnar í haga með Dísu litlu og þau klóruðu þeim á kverkinni og á bak við eyrun. Bokki litli visaði svo kúnum á væna grastoppa. Og svo flýttu þau sjer heim. Dísa hljóp og söng með golunni, en Bokki »steypti stömpum« og ljek á alls oddi. »Kusur koma sjálfar heim á kvöldin«, sögðu karl og kerling. »En þær kæmu nú kannske seint heim stundum«, sagði Bokki, »ef jeg sækti þær ekki.« Og Bokki hafði nóg að gera allan daginn: benda hrífunni hennar Dísu litlu á strá, sem ætluðu að verða eftir, og eins ljánum hans pabba hennar, ef hann ætlaði að skilja topp eftir ein- hverstaðar. Og svo varð hann að gæta að því að enginn skepna kæmi nálægt orfinu, þegar það stóð með ljánum i. Bokki var auðvitað í og með alstaðar. Fólkið sagði, að nú væri búskapurinn farinn að blómgast vel í kotinu, síðan Dísa komst á legg og fór að hjálpa foreldrum sínum. En Bokki sagði, að það væri ekki víst að hann blómgaðist svo vel, ef hann væri ekki. En það tók svo sem enginn eftir Bokka. Og hann var svo sem aldrei talinn með heimilisfólkinu. Enginn virti hann viðlits — nema Dísa. Þau voru mestu mátar eins og góð leiksystkin alla tíð síðan amma heitin hafði sýnt Dísu hann og kynt þau hvort öðru. Og mest var það Bokka að þakka, hversu dugleg Dísa var og þrifin og áhugasöm. Nú rikti þarna i kotinu inni í fjalladalnum látlaus fegurð, friður og einlæg gleði. Og Dísa var elskuð af öllum — kannske mest af Bokka. En svo var það einhvern sumardaginn, þegar Dísa var ein að raka — Bokki hjá pabba hennar — að hún settist alt í einu niður og fanst hún vera þreytt. Henni fanst þá skyndilega alt þetta strit vera svo fánýtt og vitlaust, fanst henni. Sólin stafaði niður geislunum í stefnu yfir höfuðstaðinn. Vindblærinn kom og úr sömu átt og bar með sjer ósýnilegar smá-mentagyðjur á háum og mjóum stígvjelahælum, reyrðar um mittið og búnar eftir nýustu tísku. Með lituð andlit og yndislegar ljetu þær blæinn bera sig út eftir

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.