Óðinn - 01.01.1920, Side 27

Óðinn - 01.01.1920, Side 27
ÓÐINN 27 inn. (Það er hringt — hann hrekkur saman). Pað er líklega Hildur. — Lofaðu okkur að vera einum. Kristin: Guð gefi þjer styrk, sonur minn! (Fer). Ragnar (opnar dyrnar): Er það Hildur? Hildur (kemur — fleygir sjer i faðrn hans): En hvað þú er vondur, Ragnar! Rví ertu svona vondur? Pú lætur mig ganga eftir þjer með að koma til mín! Og þú bannar mjer að heimsækja þig! Hvað á þetta að þýða? O, jeg er svo óhamingjusöm — mjer þykir svo óendanlega vænt um þig! Ertu hættur að elska mig? Ragnar: Jeg hef verið svo veikur! Hildur: Þú hefðir þó getað lofað mjer að líta inn til þín. En það gerir ekkert til. Jeg skal fyrirgefa þjer. Jeg er svo glöð af þvi að þjer er batnað! Ragnar: Mjer er ekki batnað! (Sterkara). Mjer batnar ef til vill aldrei! Hildur: Guð minn góður — hvað ertu að segja. Pú hefur óráð. Pjer er batnað! Pú þarft bara að vera úti í hreina loftinu. Pú verður sinnisveikur af að sitja svona inni. O, þú veitst ekki hvað jeg heli orðið að líða vegna þín! Bæjarþvaðrið er alveg óþolandi! Ragnar: Veslings fólkið! Pað hefur haft nóg til þcss að tala nm — fær þó líklega ennþá meira. Hildur: Pað er ógnun í hverju orði, sem þú segir. Ertu nokkuð óánægður við mig? Ragnar: Nei, Hildur! Hildur: Ó, hvað jeg lilakka til í vor, þegar þú tekur fullnaðarprófið. Pú verður efstur — og svo opinberum við. Ó, hvað jeg er stolt af þjer! Pað segja allir, að þú verðir svo mikill maður! Svo ferðu utan til þess að fullnuma þig í skurðlistinni. Guði sje lof, að jeg er svo rík að geta hjálpað þjer! Ragnar — heyrirðu ekki hvað jeg er að segja. Ragnar (röddin skelfur af sársauka): Jú, jeg heyri. Haltu áfram! Jeg læt mig dreyma um að þelta eigi alt að rætast! Hildur: Svo kemurðu heim. Pú verður besti augnlækn- irinn á öllu landinu — það hefurðu altaf sagst ætla að verða. Pú hjálpar aumingjunum, sem til þín leita — og aRir blessa nafn þitt! Ragnar (hlær sárum — þungum hlátri). Hildur: Svona hef jeg ekki heyrt þig hlæja fyr! Elsku, reyndu að vera glaður! Hlustaðu bara á mig! Við búum í litlu húsi með garði í kringum! Og við eigum bifreið! Jeg hlakka til að sitja við hliðina á þjer! Allir stansa á götunni og horfa á eftir okkur! En jeg lít hvorki til hægri nje vinstri. Jeg verð svo hreykin af að sitja við hliðina á þjer, þegar þú ert orðinn mikill maður. Ragnar: Jeg þoli ekki að hlusta á þig lengur! Hildur: Elsku, komdu nú út með mjer! Sjáðu, það er eins bjart og um hádag. Komdu, lofaðu mjer að sjá inn í djúpu augun þín. (Vill færa sig nær glugganum). Jeg ætla að sjá, hvort þú ert hættur að elska mig. Ragnar (rótar sjer ekki): Jeg þarf að tala við þig — já, Hildur! Pað er ekki eftir neinu betra að býða. Jeg hef kviðið fyrir þessum tundi. Hildur: Enga leiðinlega alvöru núna! Vertu góður og komdu út. Hvernig geturðu fengið af þjer að vera svona harðbrjósta við mig? Jeg sem elslca þig svo óumræðilega. Ragnar (hvíslandi — ákaft): Segðu aftur að þú elskir mig! Hildur: Já, jeg elska þig! Jeg sver að jeg elska þig til dauðans! Ragnar: Og það gæti ekkert það komið fyrir, sem skygði á ást þína til mín? Hildur: Nei! Ragnar (ákaft): Hugsaðu þig vel um — ekkert? Hildur: Jeg sver, jeg sver að elska þig til dauðans! Ragnar: Pað er gott — það er nú gott! Hildur: Nú veit jeg af hverju Þú ert svona þunglyndur! Pú hefur heyrt eitthvert þvaður um mlg og Ottó! Hahaha! Ragnar (rok í röddinní): Pað gæti samt komið sú skelfing yfir mig, að þú yrðir hrædd og yfirgæfir mig! Hildur: Nú kom sama ógnunin í röddina og áður! Ragnar (æstur): Hugsaðu þjer að jörðin springi undir fótum mínum. Pú sjerð tvo handleggi teygja sig upp úr djúpinu og draga mig með sjer niður í myrkrið! Pú sjerð mig hrapa dýpra og dýpra! Heldurðu að þú vildir lylgja mjer? Hildur: Pú gerir mig svo hrædda með þessu Ijóta tali. Jeg ætlaði að bjóða þjer heim ef þú værir vænn! Nei — Ragnar! Hlakkarðu ekki til skautakvöldsins? Ó, hvað það verður gamán! (Pögn). Pú lieyrir ekkert af því, sem jeg er að segja. Pú titrar eins og hrísla! Pú ert veikur! Talaðu, Ragnar! Talaðu við mig! Ragnar (með þrumandi rödd): Jeg skal tala þau ótta- legustu orð sem nokkru sinni hafa verið sögð. (Röddin er hás og hvíslandi). Ef til vill verð jeg aldrei læknir — geng aldrei inn i litla húsið með garðinum í kringum — sit aldrei við htiðina á þjer i bifreiðinni — verð aldrei mikill maður eins og þú segir! Pví — nú er jörðin að springa! Hildur: Guð hjálpi mjer — hefurðu gert nokkuð voða- legt — framið glæp? Ragnar (með dauðri rödd): Kveyktu! Hildur (kveykir). Ragnar (í því hún kveykir — snýr hann sjer að ljósinu — hann er vart þekkjanlegur — hárið snjóhvítt — með skelfilegri rödd): Jeg er blindur! (Hæglátlega). Jeg er blindur! Hildur (rekur upp angistarvein — hnígur niður i stól — grætur): Jesús minn góður — Jesús minn almáttugur! Ragnar: Nú veitstu það — nú hrapa jeg niður í djúpið. Hildur: Ó, þetta er óttalegt. Petta er óttalegt! Nei, nei. Pað getur ekki verið satt! Pað er ómögulegt, að það geti verið satl! Ragnar, segðu, að það sje ekki satt! Ragnar: Jeg sje þig ekki þarna i stólnum — jeg sje ekki ljósið sem þú kveyktir! Pvi ætti hann að hlífa mjer frekar en liinum? Jeg gat ekki búist við að hann yrði rjettlátari við mig en við þau! Hildur: Og jeg, sem hjelt, að þú yrðir svo mikill maður! Ó, hvað jeg er óhamingjusöm! Ragnar (tekur Hildi i faðm sinn — hún virðist vera hrædd við hann): Hildur — þú manst, hvað þú sagðir áðan! Hildur: Já — jeg elska þig — en hvernig gat mjer dottið þetta í hug? Ragnar: Ef þú hefur elskað mig, ætti það sem skeð hefur, ekki að geta breytt neinu. Hildur: Pað er óttalegt að sjá á þjer höfuðið! Ó, hvað

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.