Óðinn - 01.01.1920, Page 29

Óðinn - 01.01.1920, Page 29
ÓÐINN 29 og eina stúlku. Þau búa skamt frá »Lundar« í Álftavatnsbygð. 2. Vilhjálmur, fæddur 7. jan. 1889. Ogiftur, hefur unnið um mörg ár á pósthúsinu í Winnipeg. 3. Friðsteinn, fæddur 29. apr. 1896, ógiftur, vinnur við verslun. 4. Kristján, fæddur 14. júní 1898, ógiftur, gjald- keri við Domionbankann í Winnipeg. 5. Wolfgang, fæddur 6. mars 1902, ógiftur, bankaritari við Unionbankann í Winnipeg. 6. Jónína Lilja, fædd 6. okt. 1892, gift Guðmundi R. Stefánssyni blýsmið (Plomber) í Winnipeg. 7. Emilía, fædd 26. nóv. 1894, gift Halldóri Baldvin gullsmið í Winnipeg, hafa þau eignast eina dóttur. 8. Halldóra, fædd 26. okt. 1893, ógift, vinnur í hljóðfærasölubúð í Winnipeg, og nemur sönglist líka. Jeg hef beðið Jón Friðíinnsson að segja mjer eitthvað um æfiferil sinn, og lífsstarf, að þvi er söngfræðina snertir. Svar hans er sem hjer á eftir segir: »Pegar jeg kom til þessa lands var jeg allvel læs, og ofurlítið byrjaður að draga til slafs. Dálít- inn hluta úr vetrinum 1879 gekk jeg á frískóla, sem Sigtryggur Jónasson stofnaði við íslendinga- fljót, og um tveggja mánaða tíma geklc jeg á skóla i Winnipeg 1882, sem íslendingar veittu forstöðu. Pað er öll mín skólaganga. Jeg var þegar i æsku bókhneigður, sjerstaklega hafði jeg gaman af skáldskap, og las alt, sem jeg gat náð í, af því tægi. En mest af öllu þráði jeg að læra söngfræði, en það gat jeg ei þá. Jeg varð að »vinna úl« til þess að hjálpa foreldrum mínum eftir mætti. Pó tókst mjer að komast niður í almennum söngfræðisreglum, og 1888 eignaðist jeg lítið orgel og notaði nú hverja stund, er jeg gat til þess mist, til að læra að spila á það, þó enginn væri kennarinn, og árangurinn varð sá, að jeg var kosinn orgaristi við kirkju Argylesafnaðar árið 1896, og hjelt því starfi þar til jeg fluttist til Winnipeg 1905. Um 1895 byrjaði jeg að læra hina hærri söngfræði (harmony) og hjelt því áfram mörg ár, tók jeg þá af og til »lexíur« með pósti hjá tónfræðingum, bæði i Canada og Randaríkjun- um, er sú kensluaðferð, eins og þú veitst, notuð hjer í ýmsum greinum, af mörgum sem skortir efni til skólagöngu. Og síðast var jeg hálft annað ár hjá hinum ágæta og víðfræga tónsnillingi Rhys Thomas í Winnipeg, og á jeg honum margt og mikið að þakka fyrir hans ágætu kenslu og leið- beiningar. Lög þau, er jeg hef samið, munu vera um 60 að tölu og hafa 25 af þeim verið prentuð, og eru þau þessi: »12 sönglög« 1904. »Vögguljóð« 1913. »Jólavísur til íslands« 1916. »Þótt þú langförull legðir« 1917, öll prentuð sjerstök. í blöðum og tímaritum hafa verið prentuð: »Vorvísur« og »Þú litli fugl á laufgri grein«, í Eimreiðinni. »Herför« og »Þú nafnkunna landið«, í Lögbergi. »Sumar«, »Vor- dísin« og »Canada«, í Heimskringlu. »Jól«, í Freyju. »Vormenn íslands«, í Framtíðinni. »Hver er altaf uppgeíinn«, í Voröld. Ekki má jeg gleyma því, þegar um þetta efní er að ræða, að geta þess, að konan min hefur ált ekki svo lítinn þált í því, að hjálpa til þess að mjer væri unt að gefa mig eins mikið við sönglistinni eins og jeg hef gert. Hún hefur tekið af mjer svo margt verkið sem jeg hefði átt að gera og aukið því við önnur störf sín, og fæ jeg henni það aldrei að fullu þakkað nje launað«. Pví skal hjer við bætt, að Jón hefur nú um nokkur ár sagt unglingum til í söng og hljóðfæra- slætti, bæði í Álltavatnsbygð, Sigluness og Nar- rowsbygð og Nýja íslandi, og hefur þessi kensla hans eflaust orðið til þess að auka og efla bæði þekkingu og fegurðartilfrnningu nemendanna, þeirra er kunna að færa sjer það í nyt. Jón mun hafa i hyggju, að láta prenta lög þan er hann á óprentuð, svo fljótt sem ástæður leyfa, og munu í því safni eflaust vera mörg lrans fegurstu lög. Af því jeg hef enga söngfræðisþekkingu, til að dæma um tónskáldskap Jóns Friðfinnssonar, þá hef jeg beðið Rhys Thomas kennara hans að láta mjer í tje skoðun sína um tónskáldskap Jóns, og fjekk jeg frá honum svohljóðandi svar: »Herra Jón Friðfinnsson hefur ágæta tónskálds- gáfu. Mörg lög hans bera vott um mikinn frum- leik og fegurðarlilfinningu. Ef hann hefði átt þess kost að beita öllu lífsstarfi sínu óskiftu í þarfir sönglistarinnar, er jeg þess fullviss að honurni hefði verið skipað á bekk með þeim lónsnilling- um, sem skapáð liafa þau verk er langt eru fyrir ofan það sem alment er framleitt í tónlistinni. Rhys Thomas.a Pess vil jeg geta að Rhys Thomas er útskrif- aður frá söngskóla í Suður-Wales á Englandi, og hefur unnið sjer verðlaun sem tónskáld. Hann er talinn einn hinn allra besti söngkennari hjer um slóðir. Ilefur kent söngfræði í Winnipeg um 20 ár.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.