Óðinn - 01.01.1920, Síða 30

Óðinn - 01.01.1920, Síða 30
ÓÐINN 30 Kennir hann sjerstaklega raddskipunarfræði (har- mony) og að æfa röddina (vocal training). Hjá honum hafa lært flestir þeir íslendingar í Winnipeg er best syngja, þar á meðal hin nafnkunna afbragðs söngkona frú S. Hall. Sjeð hef jeg líka lofsamlegan ritdóm um lag eftir Jón Friðfinnsson (Vögguvísur) eftir Jónas Pálsson, sem er einn lærðasti og besti söngfræð- ingur meðal Vestur-íslendinga. Jón Friðfinnsson er meðalmaður að vexti og þjettvaxinn. Fremur fríðum sýnum, sviphreinn og glaðlegur. Hann er vel greindur, og Ijóðelskur mjög og liefur næma tilfinningu fyrir því sem fag- urt er í skáldskap, og er hagmæltur sjálfur, þó hann láti lítið á því bera. Hann er mjög látlaus í allri framkomu, gleðimaður og skemtilegur að ræða við liann. íslendingur er hann með lífi og sál, og einn af þeim mörgu sem þrá að sjá gamla landið, ef ástæður og efnahagur leyfðu. Pó jeg kunni ekki dóm á það að leggja, hvort Jón Friðfinnsson verður hátt eða lágt settur að dómi þeirra er söngvit hafa, þá vil jeg það eitt segja, að þegar Jón Friðfinnsson setst við hljóðfærið, og spilar og syngur, með sinni hreinu og skýru rödd, lög þau er hann hefur samið við sum fegurstu íslensk kvæði, þá er hann úr »skrýtnum steini« sá íslendingur, sem ekki finnur leggja lilýjan íslenskan yl að hjartarótum sínum. Enda jeg svo þessar línur með þeirri ósk, að Jóni Friðfinnssyni endist sem lengst aldur og hamingja til að vinna að hjartans máli sínu, að auðga og efla íslenska sönglist. Mynd sú af Jóni er hjer fylgir, er nokkuð alvar- legri á svip (»þyngra yfir honum« eins og við segjum), en honum er eðlilegt. Kemur það af því, að hann er lasinn er myndin var tekin. En á annari mynd var ei kostur. Jón Jónsson frá Sleðbrjót. * Gráu augun. ’ Þegar augu geisla grá, grun jeg í það renni, að innifyrir ólgi þrá, sem einhverntíma hrenni. Fnjóskur. Baldvin Sigurðsson í Garði og Guðný Jónsdóttir kona hans. »Óðinn« á skilið alþjóðar þakklæti fyrir það, hve mikla stund hann hefur lagt á að halda uppi orðstír góðra manna og eftirbreylnisverðra af bændastjett í landi hjer, og varðveita andlitsmynd- ir þeirra. Er vonandi að hann haldi þar upptekn- um hætti. — Mun þá mörgum þykja vel til hlýða, að hann geymi einnig svipmót og minningu merk- ishjóna þeirra, er hjer verður frá sagt. Baldvin Sigurðsson í Garði var fæddur á Hálsi í Köldukinn í Suður-Þingeyjarsýslu 16. júlí 1837. Þar bjuggu þá foreldrar hans: Sigurður Oddsson og Guðrún Vigfúsdóllir. — Sigurður var sonur Odds bónda á Hóli í Kinn, Benediktssonar bónda á Finnsslöðum í sömu sveit. En móðir Sigurðar var Guðrún Þorvaldsdóttir og Ingiríðar Jónsdótt- ur, systur hinna þjóðkunnu bræðra i Fnjóskadal, Krisljáns á Illugaslöðum og Björns í Lundi. Faðir Guðrúnar, móður Baldvins, var Vigfús, bóndi að Þverá í Reykjahverfi en síðast á Syðrafjalli, Þor- kelsson bónda i Neslöndum við Mývatn. En móð- ir Guðrúnar og kona Vigfúss var Guðrún Aradólt- ir bónda á Skútustöðum, er var sonur Jórunnar Þorleifsdóttur stiftsprófasts í Múla (1724—1748) Skaftasonar. Móðurætt Jórunnar má rekja aftur í forneskju (til Guðmundar ríka á Möðruvöllum), en eigí skal nú lengra farið út i þá sálma. Baldvin ólst upp með foreldrum sínum á Hálsi við fremur þröngvan efnahag lil 9 ára aldurs, en fluttist þaðan með þeim 1846, er þau fóru búferl- um að Ivaupangi í Eyjafirði. Þar var hann enn hjá þeim 6 ár, eða fram yfir fermingu. En vorið 1852 fiuttist hann 15 ára gamall, alfarinn úr for- eldrahúsum, norður að Grímsstöðum við Mývatn, sem vinnupiltur til Sigurgeirs Pálssonar, er þar bjó þá, föður þeirra Bardals-bræðra í Winnipeg. Hjá Sigurgeir dvaldist hann á Grímsstöðum og í Svartárkoti til vorsins 1859. En þá gerðist hann sjálfs sín maður, tók til sín foreldra sína, er brugðu búi um það leyti, og mun hafa dvalið í Víðikeri og á Lundarbrekku í Bárðardal við einhver jarð- arafnot til vorsins J863. Þá fjekk hann til ábúðar Kálfborgará í sömu sveit, fluttist þangað og bjó þar með móður sinni i 6 ár. Brátt kom það í ljós að Baldvin var nýtur bú-

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.