Óðinn - 01.01.1920, Síða 32

Óðinn - 01.01.1920, Síða 32
82 ÓÐINN forsjálasta húsmóðir. — Efnuðust þau skjótt og varð vel til hjúa. Jarðabætur Baldvins eru mestar i girðingum og vatnsveitingum. Eru afarmiklar vörslugirðingar eftir hann í Garði um engi og tún og hlaut hann fyrir þær verðlaun úr Ræklunarsjóði íslands. — Engjar þær frá Garði, er liggja vestur við Skjálf- andafljót, en neðan við Aðaldalshraun, svonefndar Garðsflögur, tók hann að bæta með áveitu þegar á fyrstu árum sínum í Garði og kostaði þar miklu til, enda eru þær nú margfaldar orðnar að gagni og gæðum við það sem var, er hann tók við. Sömuleiðis lánaðist honum á síðustu árum að ná vatni úr Laxá á heimaengið i Garði, og má með fullum rökum telja hann einhvern hinn fyrsta og áhugamesta hvatamann að áveituframkvæmdum þeim úr Laxá, sein á síðustu árum hafa komist á góðan rekspöl hjer í dalnum og virðast munu verða til mikilla hagsbóta, ef rjett er á haldið. Ennfremur liggja eltir Baldvin miklar og kostn- aðarsamar byggingar þar í Garði. Mun hann hafa bygt þar af nýju hvert hús, jafnt úthýsi sem bæjarhús, og voru þær byggingar flestar vandaðri og fullkomnari en þá gerðist víðast hvar á bænda- býlum hjer um slóðir. — Þó kveður mest að þeirri byggingarframkvæmd hans, er hann vetur- inn 1888—89 keypti timburhús á Hjalteyri við Eyjafjörð af norsku síldveiðafjelagi, Ijet draga það þar í sundur og flytja viðuna austur yfir Eyjafjörð, en síðan á sleðum norður að Garði. (Sbr. Þjóð- sagnir og þjóðtrú, safn Odds Björnssonar I, bls. 33). Bygði hann síðan úr viðunum timburhús allvandað, sem enn stendur í Garði litt hrörnað. Yfir höfuð var Baldvin framkvæmamaður mikill og framfaramaður. þykist sá, er þelta ritar, eigi hafa kjmst öðrum manni á hans aldri, er jafn laus hafi verið við íhaldsemi þá og nýunga-varygð, sem einkennir svo oft eldri menn. — Hann fylgd- ist jafnan manna best með ýmsum frarnfaranýung- um, bjerlendum sem erlendum, varð hugfanginn af þeim og tók löngum áslfóstri við slíkar hug- sjónir löngu áður en þær komust í framkvæmd. Enda var hann jafnan reiðubúinn að styðja þá granna sína með ráðum og dáð, er sýndu af sjer einhverja framfaraviðleitni. Eftir að Helgastaðahreppi hinum forna var skift í tvö sveitarfjelög, var leitað lil Baldvins um hús- rúm til þinghalda og annara sveitarfunda fyrir Aðaldælahrepp, og var þingstaður sveitarfjelagsins í Garði um nokkur ár, eða þar til hreppurinn eignaðist stofu til slíkra afnota. Auk þess lánaði Baldvin þrásinnis, fyr og síðar, hús sín til almennra samkvæma, bæði til gagns og skemtunar. Hefur Iengi þótt einna hentugastur samkvæmisstaður fyrir Aðaldæli í Garði, fyrir húsrýmis sakir og afstöðu í sveitinni. — Baldvin ljet opinber mál ekki mjög til sin taka. Vildi hann t. d. helst vera laus við sveitarstjórnar- störf. — í>ó fylgdist hann vel með þar sem annarstaðar. í landsmálum fylgdi hann jafnan stefnu Heimastjórnarmanna og var þar ákveðinn flokksmaður. Sáttamaður var Baldvin um mörg ár og til dauðadags og sóknarnefndarmaður lengst af árum sínum í Garði. Stóð hann mjög fyrir byggingu á Neskirkju, er reist var af nýju árið 1903, hinu veglegasta húsi; lagði hann sig mjög fram um og vildi að í engu væri til sparað, að sú bygging yrði söfnuðinum til sóma. Baldvin var trúhneigður maður og kirkjurækinn, en þó frjálslyndur mjög í trúarefnum, svo að sumum þótti nóg um fyr á árum, meðan bókstaf- urinn var meir deyðandi í landinu en nú er orðið. Dró hann heldur enga dul á frjálslyndi sitt, því að maðurinn var hinn hreinlyndasti við hvern sem hann átti. Gestrisni þeirra Garðshjóna er víðfræg orðin bjer nyðra; enda getur varla örlátari gestgjafa en Baldvin var, og nærgætnari um þarfir og liðan þeirra, sem bar að garði hans, — nje hibýlaprúðari og ástúðlegri húsfreyju en Guðnýju, þegar inn í bæinn kom. Þeim var báðum jafnt sýnt um að fagna gestum og gangandi, og nutu þess jafnt háir og lágir, ungir og gamlir. Er það varla ofmælt að fátæklingar og lítilmagnar úr grendinni ættu athvarf á heimili þeirra sem í foreldrahúsum. Enda var og til engra leilað jafnt oft sem þeirra hjóna um skjól handa þurfamönnum þessarar sveitar, því að alkunnugt var að þeir, sem þangað voru teknir, áttu vísl aðdáunarvert atlæti og viður- gjörning allan. Síðast, en ekki síst, verður að minnast annars aðalþáttarins af lífsstaríi Baldvins og þeirra hjóna, raunar beggja, — en þar á jeg við lækningarnar. Síra Magnús læknir Jónsson frá Grenjaðarstað dvaldi í Garði hjá þeiin hjónum síðustu ár æfi sinnar, eftir að hann ljet af prestsskap, og dó þar 1889. Mun Baldvin enn hafa fræðst nokkuð af honum um lækningar og aukist áhugi til slíkra hluta. Gerðist hann nafnkunnur hjer í sýslu og þó víðar hjer nyrðra fyrir heppni við lækningar og

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.