Óðinn - 01.01.1920, Page 34

Óðinn - 01.01.1920, Page 34
34 ÓÐINN höndum hans. Hjálpaðist þar að verkleg þekking og hvgni, þrek, fjör og áhugi, og var hverju því verki vel borgið, sem hann tók að sjer að leysa af hendi. í æsku vann hann að sveitavinnu og þótti snemma afbragð annara manna að dugnaði og áhuga. Fyrstu 5 árin eftir að hann fór úr foreldra- húsum bjó hann í sveit og blómgaðist hagur hans fljótt. Mun hann þá helst hafa ætlað sjer að stunda áfram sveitabúskap; og vissulega hefði hann orðið sveitarfjelagi sínu til mikillar upp- byggingar, því hann hafði brennandi áhuga á hverskyns framförum, var hjálpsamur og ósjer- plæginn, áræðinn, öruggur og ótrauður til allra gagn- legra framkvæmda. Auk þess varð hann snemma afbrags smiður, sem lagði flest á gjörva hönd. En að ósk konu sinnar, og vegna vanheilsu hennar, varð hann að yfirgefa sveitalífið og fluttist til Reykjavíkur árið 1875, og upp frá því stundaði hann mest trjesmíði. Fyrst vann hann hjá Einari Jónssyni tjesmíða- meistara, til þess sð fá æfingu í húsasmíði, en fór brátt að taka að sjer húsabyggingar og varð síðan um langt skeið einn af helstu bygginga- meisturum Reykjavíkur. Smiðaði hann þar fjölda húsa, sem oflangt yrði upp að telja. Átti hann jafnan meiri kost á húsabyggingum, en hann gæti komist yfir. Auk þess smíðaði hann hús á ýmsum stöðum úti um landið t. d. í Ólafsdal, á Hvann- eyri, Knararnesi, Grímstöðum á Mýrum, Lundi og víðar. Ennfremur strandmannaskýli það er D. Thomsen konsúll og kaupmaður Ijet reisa á Skeiðarársandi. Tvisvar var honum falið að fara til útlanda til byggingarefniskaupa og leysti hann það sem annað vel af hendi. Nafnkunnastur varð Sveinn sál. sem afbragðs- smiður. En um hann var einnig margt fleira að segja, sem eigi var minna um vert. Hann var aldrei til menta settur, en samt mátti hann heita bókhneigður maður, las hann oft mikið í tóm- stundum sínum og varð vel að sjer í mörgu, einkum las hann mikið fornsögurnar og var flesl- um betur heima í þeim, því hann hafði ágætt minni. Líklega hefur það verið þeim lestri mikið að þakka, að hann talaði betra mál en títt er um ómentaða menn og sagði frábærlega vel og skemti- lega frá, enda var honum ljett um mál og hann var f besta Iagi orðhagur, líkt og hans þjóðkunnu bræður, Hallgrímur biskup og Jón Aðalsteinn kennari. Mannkostamaður var hann óvenjulega mikill, hjálpfýsi hans og konu hans mun lengi í minnum höfð hjá þeim er til þektu. Trygglyndari vin er torvelt að finna. Þeim, sem hann eitt sinn hafði tekið trygð við, gleymdi hann aldrei. Heimilisfaðir var hann hinn besti, umhyggjusamur, nærgætinn og ástríkur. Barngóður með afbrigðum. En það, sem við öllum blasti, var hans ljetta og glaða lund, hvernig sem lífskjör hans voru. Fjör, áhugi og glöð lund, en þó jafnframt stilling, voru ein- kenni hans til hinstu stundar. Hann var hjartfólginn öllum ættmennum sínum, vandamönnum og vinum, og velmetinn af öllum, sem einhver kynni höfðu af honum. Guð gefi þjóð vorri marga slíka sem hann var. S. 0 Rögnvaldur i Rjettarholti. Hinn 6. ág. 1918 andaðist á heimili sínu, Rjettarholti í Blönduhlíð, merkisbóndinn Rögn- valdur Bjarnason. Rögnvaldur sál. var fæddur 26. des. 1850 á Auð- ólfsstöðum í Langa- dal í Húnavatnssýslu. Faðir hans, Björn Ólafsson bóndi á Auð- ólfsstöðum, var bróðir síra Arnljóts á Bægisá, og er það alkunn gáfu- ætt. Móðir hans, kona Björns, Filippía, var dóttir síra Hannesar Bjarnasonar á Ríp, og er það hin alkunna Djúpadalsætt, sem tal- ið hefur marga merka menn. Ungur misti Rögn- valdur föður sinn, er druknaði um vorið 1853 í svonefndri Holtskvísl, hjá Eyhildarholti í Hegra- nesi, nýlega fluttur þangað búferlnm. Fór þá Rögn- valdur til móðursystur sinnar, Marlu Hannesdóttur á Stóru-Seylu, og ólst upp hjá henni. Maður Marfu var Magnús bóndi á Seylu, sonur síra Magnúsar í Glaumbæ, en dóttir þeirra var Sigríður, kona Gísla hreppstjóra í*orlákssonar á Frostastöðum, en móðir Magnúsar hreppstjóra, sem þar býr nú.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.