Óðinn - 01.01.1920, Page 36

Óðinn - 01.01.1920, Page 36
36 ÓÐINN Haraldur Ó. Briem. Sunnudaginn 9. febr. 1919 andaðist á Reyðar- firði hinn nafnkunni merkismaður Haraldur Ó. Briem, 78 ára gamall, þrotinn að heilsu og kröft- um síðustu 16 ár æfi sinnar, í skjóli hjónanna — tengdasonar síns Björns R. Stefánssonar, nú alþing- ismanns Suðurmýlinga, og dóttur sinnar Guðnýar Briem. Fór tengdasonur hans með líkið á vjelbáti suður til Beiðdals og fór jarðarförin fram á Hey- dölum hinn 17. febr. og hvílir Haraldur þar við hlið konu sinnar, Frúðar Þórarinsdóttur, er burt kall- aðist tæpum 11 árum áður, 20. apríl 1908 á Búðum í Fáskrúðsfirði, i skjóli Valgerð- ar dóttur þeirra og manns hennar, myndasmiðs Ólafs Oddssonar. Var hún, á líkan hátt og maður hennar nú, flutt sjóveg þaðan til Breiðdals og í Heydalakirkjugarð, til þess að hann, sem þá var á Breið- dalsvík hjá hinni dótturinni, og eigi var orðinn ferðafær, gæti kvatt hana þar eftir 44 hjúskaparár. Sýnir þetta ijóst þann fyrirmyndar ástar og rækarhug, sem börn þeirra hjóna ásamt tengdabörnum báru til foreldranna, og þau ómök og fyrirhöfn sem þau gera sjer til þess, að þau, sem svo lengi höfðu fylgst að í lífinu gegnum blítt og strítt, skyldu halda sem best saman á vettvangi dauða og grafar. Haraldur sálugi Briem var fæddur á Grund í Eyjafirði 3. sept. 1841; einn af 14 börnum hins þjóðkunna timburmeistara og skálds Ólafs G. Briem á Grund og konu hans Dómhildar Þor- steinsdóttur, bónda og fræðimanns á Stokkahlöð- um, og því albróðir hinna þjóðkunnustu meðal þeirra barna, síra Eggerts Briem, mikils menta- rnanns, er fyrst var prestur að Hofi í Álftafirði og síðar á Höskuldsstöðum á Skagaströnd, og sálmaskáldsins síra Valdimars Briem. Ólst Har- aldur sálugi upp í föðurgarði til 19 ára aldurs, en er foreldrar hans voru bæði dáin — móðirin andaðist 1858 og faðirinn hálfu ári síðar, 51 árs að aldri — kaus hann — heldur en að taka við búinu eins og fólk hans hvatti hann eindregið til, þó svona ungur væri — að fara næsta ár til merkisprestins síra Einars Thorlacíus i Saur- bæ, en frá Saurbæ fór hann litlu síðar til Akur- eyrar að læra trjesmíði, og að því námi loknu fór hann utanbúðarmaður til Tuliníusar konsúls og kaupmanns á Eskifirði. Árið eftir að hann kom austur, fauk Hálskirkja — annexíukirkja frá Hofi í Álftafirði — ásamt fleiri kirkjum hjer eystra, í svo nefndum »kirkjubil«. Fjekk þá pró- fasturinn síra Þórarinn Erlendsson á Hofi, eftir bendingu tengdasonar síns, Tuliniusar, Harald til að taka að sjer endur-bygg- ingu kirkjunnar. Leiddi það til þess, að hann trúlofaðist dóttur prófastins og kvæntist hann henni 12. nóv. 1864, og voru þeir þannig svilar hann og Tuliníus kaupmaður. Það sama ár byrjuðu þau bú- skap á kirkjujörðinni Rann- veigarstöðum í Álftafirði. Þau 16 ár, er Haraldur sál. bjó þar, kom það fyrst fyllilega í ljós að hann var enginn aukvisi ættar sínnar, — Briemsættarinnar, — hvorki að líkamlegu nje að andlegu atgervi. Var það álit sumra er annaðhvort höfðu þekt föður hans eða haft ljósar spurnir af honum, að Haraldi mundi hvað mest hafa svip- að til hans af börnum Ólafs Briem að gafnafari og skaplyndi, ekki minst í skáldskaparlistinni. Á þessum æsku- og fjörárum sínum kastaði hann við ýms tækifæri, líkt og faðir hans, margri kýmnisbögunni af munni fram, þó ekki nema í sinn hóp, og má um þá kviðlinga segja; »Sumt var gaman, sumt var þarft, sumt vjer ekki um tölum«. Brá hann þessari hvefsnu skáldskapar- tegund oft fyrir sig meðan lífsfjörið entist, en er alvara lífsins, veikindi og vanheilsa, tók á seinni árum að heimsækja hann, mun hann að mestu leyti hafa lagt niður lausavísukveðskapinn. Flest af því, sem hann þá orti, var alvarlegra efnis, svo sem erfiljóð fyrir aðra og huggunarljóð, sem hann i kyrþei og ótilkvaddur sendi ekkjum og munað- arleysingjum í söknuði þeirra og einstæðingsskap. Likt og átti sjer stað um föðir hans, var skáld- Haralclur Ó. Briem.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.