Óðinn - 01.01.1920, Side 37

Óðinn - 01.01.1920, Side 37
ÓÐINN 37 skapur hans fremur í gamaldagssniði en nýtýsku búningi, en frumleikinn kom því betur fram, meiri áhersla lögð á kjarna og kraft en form og fágun. Petta var Haraldi sáluga sjálfum vel ljóst, og hitt líka, að hann hafði aldrei verið til bók- anna settur, og mun því hafa látið fátt af Ijóðum sínum ganga á prent, en til eru þau samt, því þegar síra Eggert bróðir hans var aðstoðarprest- ur á Hofi, skrifaði hann upp alt það, sem þá var ort, og síðan hefur Ólafur sonur Haralds skrifað upp alt, sem hann hefur náð í. Haraldur sjálfur hirti ekkert um að halda þvi saman sem hann orti. Atgervi Haralds sáluga lýsir síra Pjetur sálugi Þorsteinsson (það var síðasta embættisverk hans að jarðsyngja Harald sáluga. Hann andaðist 11 mars, 23 dögum eftir jarðarför Haralds) á þessa leið: »Haraldur sál. var hár maður og karlmann- legur, höfðinglegur, bjartur yfirlits og fríður sýn- um. Augun fögur, gáfuleg, skær og skarpleg; hann var sannarlegt glæsimenni, er hann stóð á besta skeiði sínu. Gáfurnar voru miklar og marghæfar, fljótar að skilja og fljótar að álykta; hann var leiftursnöggur i svörum1), fyndinn og meinyrtur, er hann átti við mótstöðumenn sína, og bar jafnan hærri hlut, en skemtilegur, innilegur og inndæll i viðræðum, einkum í fámennum vina hóp, og vel skáldmæltur«. Á Rannveigarstöðum eignuðust þau hjón 9 börn. Af þeim dóu 5 í æsku, en 4 lifa, nl. þessi: Guðný, kona Björns R. Stefánssonar, nú alþingisfulltrúa Suður-Múlasýslu; Valgerður, kona Ölafs Oddssonar myndasmiðs, áður á Fáskrúðsfirði, nú í Reykjavik; Dómhildur, ógift, á víxl til heimilis hjá systkinum sínum, og Ólafur óðalsbóndi í Eyjum í Breiðdal. Hafa þessi börn jafnan sýnt óviðjafnlegt dæmi ræktar og ástrikis í breytni við foreldra sína. Og hefur nokkuð verið á það vikið í upphafi þessar- ar greinar. Haraldur sálugi hafði verið uppalinn á fyrir- myndar stórbúi í föðurgarði. Sjálfur var hann stórhuga, hagsýnn, hraustur og víkingur til vinnu. Hann setti sjer fyrir mark og mið, að koma upp 1) Nægir aö færa þar til eitt dæmi. Kaupm. nokkur kærði fyrir skuldir vinnumann Haralds, en Ilaraldur sló vernd sinni yfir málið, og komst svo langt að kaupm. kvaddi sýslumann til að gera rann- sókn um fjáreign vinnumannsins, er enga þóttist kindina eiga. Gekk sýslumaður hart að, en er kaupm. á þessu þingi vildi fara að leggja orð i belg, vatt Haraldur sjer að honum snögt og snúðugt með þess- um orðum: »Jeg held þjer væri nú skammar minna að þegja, þvi það er injer sagt að prófasturinn, sem fermdi þig, hafi mælt að þú værir það heimsknsta barn, sem hann hefði fermt. stórbúi á Rannveigarstöðum. þó jörðin væri til- tölulega lítil, var hún affarasæl að öðru leyti. Þetta lánaðist. Hann komst þar í ágæt efni, og heimili þeirra hjónanna varð fljótt eitt af þeim mestu rausnarheimilum sveitarinnar. Fyrir hinar marg- hæfu gáfur mátti segja að hann bæri höfuð og herðar yfir sveitunga sína, enda varð hann brátt fulltrúi þeirra og forgöngumaður í hvívetna, innan sveitar og út á við, og eigi ráð svo ráðin að hann væri þar ekki til kvaddur. Hann var oddviti þeirra, hreppstjóri og sýslunefndarmaður, og við kon- ungskomuna, þjóðhátíðarrárið 1*74, kjörinn full- trúi til að mæta á Þingvelli. Er mjer ekki annað kunnugra en hann hafi með sæmd rækt þessar trúnaðarstöður sínar. Um þetta skeið var lítið um læknishjálp í sýslunni. Aðeins einn settur læknir uppi á Hjeraði. Var þá í Álftafirði og Hálsþinghá helst til Haralds að leita í sjúkdómum manna og málleysingja. Er óhætt að segja að honum hafi í líknarstörfum þessum ekki farist mikið ver en lærðum læknum, enda brast hann ekki kjark, vilja nje áræði til að hjálpa þeim, sem liðu, og þó þar væri fáum öðrum meðölum að dreifa en gömlum íslenskum húsráðum, þá voru handtök hans við útvortis meinsemdir góð og lipur, svo hjálp hans og ráð komu að góðu liði. Sjerstaklega var hans oft vitjað til kvenna í barnsnauð, og er mjer sagt, að engin kona hafi dáið er hans var vitjað til. Á Rönnveigarstöðum bjó hann 16 ár. Síðasta árið þar veiktist hann í taugaveiki og lá rómfastur 11 vikur, oft svo þungt haldinn að enginn hugði honum líf. Varð hann eftir þá legu aldrei samur maður. Lá hann síðan stórlegur sem eðlilega veikluðu hann og drógu mjög úr vinnuþoli hans. Sálarfjörið og sterk líkamsbygging virðast hafa hjálpað honum til að lifa þær af. Á Rannveigarstöðum var þó blómaskeiðið hans, en svo fluttist hann að Búlandsnesi 1880. En þó það væri álitleg jörð og hlunnindamikil, skifti samt um til lakara; búskapurinn fór hnignandi og efnin gengu til þurðar. Bar margt til þess. Olánið byrjaði á því, að hann nær kollfeldi þar skepnur sínar vorið eftir frostaveturinn mikla 1881. Margar af skepnum hans voru þennan vetur fóðraðar á heyleifum sem eftir voru á Rannveig- arstöðum og sættu ekki sem bestri hirðing, enda ódrjúglega með heyið farið. Auk þess brást nú útigangurinn á Búlandsnesi, sem áður tæplega þektist dæmi til. Þessi stórhnekkir olli því að hann varð að taka stórlán hjá kaupmönnum og

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.