Óðinn - 01.01.1920, Síða 38

Óðinn - 01.01.1920, Síða 38
38 ÓÐINN komst í þær skuldir er hann ekki gat losað sig við allan þann tíma (um 20 ár), sem hann bjó á Búlandsnesi. Annað, sem studdi að því að efna- hagurinn ekki gat rjett við og að hagurinn var jafnan erfiður, var það að jörðin lá i þjóðbraut, og að á Djúpavog sólti ekki að eins Álftafjörður verslun heldur einnig sveitirnar sunnan Lónsheið- ar. Flestir gistu á Búlandsnesi, en gestrisnin og höfðingslyndi húsbændanna langtum meiri en efnin leyfðu, og aldrei tekin borgun af nokkrum manni fyrir góðgerðir eða annan greiða. Þá voru og margir fátæklingar í Hálsþinghá og sáust þau hjón ekki fyrir að gefa meðan nokkuð var til. Hið þriðja, sem jók á erfiðleikana, var margvíslegt aðkall sem varð til þess að draga Harald sál. frá umsjón heimilisins. Viðskifti urðu hjer stórum víðtækari en á Rannveigarstöðum. Menn leituðu til hans í veikindum sem áður, lagði hann hjer oft saman daga og nætur til að vera yfir sjúkum, mest endurgjaldslaust, því að það voru helst fátæklingar sem áttu þar hlut að máli. Bættist enn við sá starfi að sækja og verja mál fyrir fjölda manna fjær og nær. Hafði almenningur nær og fjær mikið traust á honum i því efni. Tók þetta ekki minstan tíma frá nauðsynlegri umsjón með heimilinu, en í þeim málatriðum rjetti hann hlut margs lítilmagnans gegn hinum sterkari, en jafn- framt vöktust honum upp fleiri mótstöðumenn en ella hefði orðið. Yfir höfuð tókst honum þó oft- ast með sjerlegri lipurð og Iagi að sætta máls- parta, svo báðir undu vel við, enda gerði hann sjer mikið far um það. En gengi málið til dóms, sem að vísu var sjaldan, var sigurinn hans meginn. Tveir hreppar deildu um sveitfesti þurfalings. Annar hreppanna fjekk Harald í lið með sjer. Hann var tregur til, ljet þó tilleiðast og vann málið. Haraldur sagði oddvitanum, að hann vildi fá borgun fyrir að vinna svo vafasamt mál. Odd- viti hafði ekki búist við því, að Haraldur færi i þetta skifti að taka borgun fyrir liðsinni sitt, brást hann illa við, sagði málið hefði eins unnist án hans tilhlutunar og afsagði alla greiðslu. Haraldur kvað hann ekki skyldu græða á því að snúast svo við kröfu sinni. Fór hann svo til hins odd- vitans og sagði honum að þeir hefðu tapað mál- inu fyrir klaufaskap, sem enn mætti laga ef rjett væri upptekið. Samdist svo með þeim, að Har- aldur tæki við málinu og fengi 100 kr. ef hann ynni það, annars ekkert. Haraldur fjekk málið tekið upp að nýju og vann það. Eins og það var ekki eftir skapi Haralds að leggjast á lítilmagnann, eins þoldi hann það illa að nokkrir gengju á rjett hans. Fengu lánar- drottnar hans og aðrir, er honum þótti beita sig of hörðum skuldakröfum eða annari ósanngirni og ekki vildu taka tillits til erfiðra kringumstæðna, oft sárlega að kenna á því að hann var ekki neitt »lamb að leika við«. í þeirri viðureign hafði hann jafnan krók á móti bragði, og sá þar leik á borði er þá sist grunaði, en fengu ekki upp á talið eða brugðið honum um óorðheldni. Eru til ýmsar sögur um þau viðskifti. Fegar Haraldur bjó á Rannveigarstöðum hafði hann beðin kaup- mann nokkurn — góðkunningja sinn — að útvega sjer húsavið og ýmsa búslóð, eitt sinn er kaup- maðurinn fór utan. Viðurinn kom og reikningur litlu seinna. f'ótti H. viðurinn óhœfilega dýr. Fór hann þá á fund kaupm. að semja um greiðsluna. Varð það að samningum, að viðurinn skyldi greið- ast með 100 sauðum gömlum á næsta hausti. Um haustið brá H. sjer suður í Hornafjörð og keypti þar 100 sauði fullorna. Voru þeir sem lömb hjá hans eigin sauðum því sjálfur var Haraldur fjár- maður ágætur og átti rígvænt fje. Var kaupm. vel kunnugt um það. Hafði kaupm. búist við að fá sauði Haralds en um það stóð ekkert í samn- ingnum hvaðan sauðirnir ættu að vera eða hví- líkir, utan það eitt, að enginn mætti yngri vera en 3 vetra. Dæmi þau, sem tilfærð eru hjer að framan, verða naumast skoðuð öðruvísi en eins- konar nauðvörn gegn ágengd og yfirgangi annara og geta þvi siður talist Haraldi til vansa sem hann var fljótastur manna til sátta við mótstöðumenn sína. Það er ætíð svo um frumlega og mikilhæfa gáfumenn, að þeir »binda ekki bagga sína með sömu bnútum og samferðamenmc. Eitt verður maður hinsvegar að kannast við, að þar sem Halaldur bjó á Búlandsnesi í nánd við fjölsótt kauptún, þar sem mikið var um drykkjuslark á þeim tímum, en Haraldur fjelagslyndur gleðimað- ur og hrókur alls fagnaðar, þó aldrei væri hann talinn drykkjumaður sjálfur — drakk að eins öl og mild vín — hafi þó fjör hans og fjelagslyndi ura eitt skeið borið hann út af hinni rjettu leið og í einu atriði hafi líf hans birtst sem hjáróma tónn í fögru sönglagi, en um það hæfir vægt að dæma og láta hið ágæta i fari þessa manns, kærleikann og miskunnsemdina við alla bágstadda og umkomulitla, líknarlundina og hjálpfýsina — þetta sem var áreiðanlega höfuðgrunntónninn í

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.