Óðinn - 01.01.1920, Síða 42

Óðinn - 01.01.1920, Síða 42
42 ÓÐINN hafa ýmsir Danir m. a. þráttað mjög um síðari myndina. Einn listdómari danskur fullyrðir, að hann sjái dansmeyna gangandi á þilfarinu vinslra inegin; annar þykist sjá vinstra inegin á myndinni danspils og fótleggi konu og bætir við, að máske sjeu aðrir líkamshlutar dansmeyjarinnar annarstaðar á myndinni! Óþaifi er að athuga fleiri innsýn inálverk, því að öll eru þau að meira eða minna leyti vansköpuð. Merkilegast er við þessar lista- stefnur, að þær hafa breiðst út uin nær alla Evrópu, frá París, Ítalíu, Spáni hafa þær farið um Þýska- land til Norðurlanda og er til fjöldi tímarita á ýmsum Evrópumálum, er prjedika liinn nýja boð- skap (»Der Sturm«, »Dada«, »Anlhologie Dada«, »Klingen« o. fl.) auk ritskýringa for- vígismanna innsýn- islistarinnarogand- stæðinga þeirra.1) Listfræðingar og listskýrendur hafa rej'nt að lýsa eðli og uppruna inn- sýnislistarinnar og ber helst á eftir- farandi skýringum: Listamennirnir eru að gera að gamni sínu, þeir eru að draga lýðinn á tálar eða þeir eru orðnir sinnisveikir og öll þessi stefna er ekki annað en sálsýki og hefur eink- um Salomonsen, sem er frægur læknir, reynt að sýna fram á, að sálsjúkir menn máli afmyndaðar mann- eskjur og dýr. En innsýnismennirnir sjálfir fullyrða, að lýðurinn beri ekki skyn á þessa nýju list, þeir sjeu sjálfir eins og afburðasnillingarnir, að þegar ný stefna komi fram í listinni, sjeu höfundar þeirra ekki metnir að verðleikum fyr en löngu seinna, sbr. t. d. Victor Hugo og Beelhoven. Loks hefur Englendingur einn Sir Hercules Read, sem er forseti fyrir »Royal anthropological Institute« í 1) Er Iijer vitnaö í nokkur rit í'yrir þá, er kynnast vilja listasteín- um þessuin: — Heinar-Schilling: I)ie schöne neue Kunst 1918. — Otto tirautoíí: P'ornizertruminerung u. Formaufbau in der bildenden Kunst. Berlin 1919. — Carl Jul. Salomonsen: Dc. nyeste Kunstretninger og smitsomme Sindslidelser. Kbh. 1919. — Otto Gelsted : Expressionisme Kbh. 1919. — Carl Jul. Salomonsen: Dysmoi phismens sygelige Natur. Kbh. 192ft. — Martin Minden: Die moderne Kunst an der Grenze und im Bereiche des Verrtickten. 1920. — Hermann Balier: Expressionismus Miinchen 1920. London, nýlega í fyrirlestri einum: »Primitive Art and its modern development« frá mannfræðilegu sjónarmiði reynt að skýra innsýnislistina. Niður- slaða hans er sú, að mikill hluli listaverkanna sje gerður af sinnisveikum mönnum, en ýmsir listamenn, sem ekki geti talist sálsjúkir, elski »primitivisma« og »naivisma«, hið frumlega og einfalda. I hverri mannssál liggi frækorn falið, óskin um að hrista af sjer alla hlekki menningar- innar og lifa hinu upprunalega lífi mannsins. Þeim fari líkt og ameríkönskum nýbyggjum, er börðust við Indíána á 17. og 18. öld og voru teknir til fanga; er þeim var slept lausum hrygðust þeir yfir að yfirgefa frelsi skóganna og laka á sig hlekki menningarinnar. Málaralist innsýnismanna sje þvi löngun mannssálarinnar til að hverfa aftur til villimensku og hrista af sjer klafa menningarinnar. Loks eru þeir, sem setja list þessa í samband við stórbyltingar síðari ára og hyggja, að stefna þessi sje lík og stjórnbyltingar, skrílsæði og hverskyns ódöngun í mannkyninu: bolsjevíkalist! Foringi futurisla Marinetti stakk upp á því að eyðileggja öll listasöfn og bókasöfn, afmá smán endurreisnar- timabilsins og losa Ítalíu við þá Lionardo, Michel Angelo og Rafael, svo að nýja stefnan gæti betur dafnað! Þeim kom saman um að nota vatn og eld til þessa eyðileggingarverks, futuristum og kub- istum Ítalíu, er hjeldu fundi sína í 1. fl. biðstofu á járnbrautarstöðinni i Flórenz kl. 12—1 á nótt- unni, þegar hraðlestirnar frá Róm og Milano mættust. Þýskur listdómari einn Otto Grauloll' er þeirrar skoðunar, að þessi nýja list og bolsjevisim- inn sjeu einnar og sömu tegundar; list þessi er að áliti hans einn strengur í þeim reginstraum, er nú flýtur yfir Evrópu og sem einu nafni er nefndur bolsjevismi — sem vill rífa niður alt sem er, en um leið í óljósri hugarþrá keppir eftir endurnýjun alls mannkynsins. Önnur starfandi öfl þessarar endurnýjunarstefnu eru samkv. skoðunum GrautolTs skátalíf Baden-Powells, í uppeldismálum hreyfing sú, er kend er við Wickersdorff, í stjórnmálum bolsjevismi og í listinni futurismi og þýskir lista- menn þeir, er nefndir eru myndbrjótar (Bildstúrmer), er neita því að málverk sjeu listaverk, er eigi sjer tilverurjett. Ennfremur hefur verið bent á það, að helstu frömuðir þessarar nýju listastefnu eru bolsjevíkar: kubistiski málarinn Petter á Rúss- landi, Olto Freundlich á Þýskalandi, er teiknar vanalega kápumyndir á »Der rote Hahn«; Lunats- charski, er stofnað hefur Proletkult, stofnun fyrir

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.