Óðinn - 01.01.1920, Page 44

Óðinn - 01.01.1920, Page 44
44 ÖÐINN alsælunni) og barnakrossferðir, en eins og kunnugt er flyktust heilir skarar af börnum á 12. og 13. öld saman til þess að leita að gröf Krists. Flestum kemur saman um, að list þessara manna sje ljót og höfum vjer nú kyntst áliti ýmsra manna á uppruna og eðli þessarar listar. Er nú vert að kynnast expressionistum sjálfum og heyra, hversu þeir lýsa stefnu sinní og list.1) í stuttu máli er samkv. skoðunum innsýnismál- aranna aðalmunurinn þessi: Öll málaralist er fram til síðustu tíma eftirlíking náttúrunnar að meira eða minna leyti. Hámarkinu nær gamla listin með impressionismanum (áhrifastefnunni), áhrif náttúr- unnar eru gerð eins sterk og unt er. Listamaður- inn lýtur í lægra haldi fyrir náttúrunni, ér þræll hennar, en »expressionistar« vilja slíta alla hlekki gömlu listarinnar og mála eítir innri sýn sinni, hugarsýn; andans sýnir eiga að birtast í listinni (þar af dregið nafnið expressionismus). Skal þetta nú skýrt nokkru nánar. Allar myndir, alt, er við sjáum, verður til við samstarf náttúrunnar og skoð- andans. Sjónaráhrifin lenda á nethimnunni, en þá tekur tilfinningin, hugsanastarfsemin við. Ef við sjáum trje, verðum við að hugsa um leið, annars væri trjeð ekki annað en eitthvað grænt; hugsana- starfsemin segir mjer fyrst, að þetta sje trje, eik, fura eða hvað það nú er. Myndin verður því til við samstarf, ytri áhrif og ásigkomulag viðtakandans. Er nú bersýnilegt, að ýmislegt hefir áhrif á, hversu mynd þessi birtist í raun og veru, eftirtekt, þekk- ing og reynsla, hugsunarstyrkleiki. Breytist þetta breytist myndin um leið. AUir nútíðarmenn (að undanskildum »expressionistum«) horfa á heiminn með augum Forngrikkja: upprunalega skóp mað- urinn í frumástandi guð sinn í eigin brjósti af hræðslu við náttúruna, í meðvitund þess, að eitt- hvað væri honum æðra og allri veröldinni æðra, guð. Forngrikkir í list sinni og lifnaði sættu manninn við náttúruna og »klassiski« maðurinn varð til, er Goethe sagði um, að »fyndi sig í fullu samræmi við náttúruna«. Utanaðkomandi áhrif náttúrunnar eru því ekkert framandi, er bætist við innri heim mannsins, heldur aðeins samsvarandi myndir til- finninga hans. Maðurinn treysti síðan nátlúrunni æ meira og meira, hann varð fráhverfur innra manni sínum, augað varð viljalaust, listin ekki annað en bergmál náttúrunnar. Innsýnisstefnu- mennirnir segja, að Goethe svari rjettilega, hvert sje 1) Verður lijer stuðst við rit fíalirs hins þýskn, ýmsar greinar í »Klingen« o. fl. eðli áhrifastefnunnar (impressionismans); hún sje skoðun án ígrundunar. Áhrifastefnan er tilraun til þess að skilja ekkert eftir af manninum sjálfum nema nethimnuna! Allur maðurinn verður að einni nethimnu! Þýski heimspekingurinn Schopenhauer segir: Ef maður einn, er liti yfir fagra og mikla víðáttu, alt i einu misti vitið, myndi hann ekki verða ann- arar kendar var en að sjóntaugar hans yrðu fyrir margvíslegum áhrifum, ekki ósvipað margskonar litaflekkjum á litaspjaldi málarans — þetta er hráefnið, er skilningur hans skapar myndina úr. »Impressionistarnir« halda sjer að orðum Goethes: skilningarvitin svíkja ekki, en skynsemin gerir það. Þessir menn mála eftir ytri sýn, »expressionistar« mála eftir innri sýn og eru því sjónarmöguleikarn- ir þrír: listamaðurinn sjer hlutina með augum lík- amans, með augum sálarinnar (Augen des Geistes nefnir Goethe það) eða með augum líkams og sál- ar. Fer listaverkið eftir hlutföllum þessara sjónar- möguleika. Athugum nú þessa innri sjón. Maður er nefndur Sir Francis Galton (-[- 1911), frægur vísindamaður, höfundur kynbótafræði manna (eu- genik). Eitt af aðalritum hans er: Incjuiries into human faculty and ils development (1883). Par er kafli um innri sjón, þann liæfileika manna að geta með lokuðum augum sjeð hluti, er þeir þekkja. Spurðist hann fyrir meðal margra manna og fjekk það svar hjá allmörgum, að þeir gætu sjeð hlut- ina greinilega í raun og veru, og neituðu þeir því, að nokkur munur væri á raunverulegu hlutunum séðum með líkamsaugunum og með lokuðum aug- um (innri sjón). Ræðumaður einn tamdi sjer að skrifa fyrirlestra sína, en flulti þá blaðalaust. Kom þá fyrir að hann rak i vörðurnar, ef skriftin var ógreinileg í handritinu, er var fjarverandi. Maður, er Ijek á hljóðfæri utanbókar, kvaðst sjá fyrir sjer nóturnar í huganum og jafnvel fletta við blöðun- um. Pó er munur á ytri og innri sjón sá, að innri augun (ef svo má að orði komast) sjá meira en ytri augun. Innri augun sjá ekki aðeins flöt, held- ur hringinn í kring, þau sjá allar hliðar tenings og kúluna alt í kring. Menn sjá jafnvel sjálfa sig, geta sjeð sig og fjölda aðra í herbergi við borð t. d., og sjeð um leið myndirnar, er hanga á veggnum bak við þá. Leiðir af þessu að innri sjónin er ekki aðeins endurnýjun ylri sjónarinnar, heldur er sjálfstætt innra afl, er lítur á heiminn á ann- an hált en ytri sjónin. Hlutirnir, virtir fyrir sjer með ytri augum, eru afmyndaðir, vanskapaðir (dys-

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.