Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 8
8 OÐINN Einar Benediktsson. Þar næst flutti rektor Háskól- ans, Guðm. Finnbogason, ræðu til konungs fyrir hönd íslenskra stúdenta, en Einar Benediktsson flutti drápu til konungs. Konungur flutti ræðu og þakkaði. Land- búnaðarsýning var opnuð hjer þennan dag í Gróðrar- stöðinni og kom konungur þangað. Þriðja daginn var haldið til Þingvalla í bílum og komið þangað kl. 12. Var veður sjerlega fagurt þann dag og fjölmenni mik- ið á ÞingvöIIum. Var þar skemt með söng og fimleikasýningum. Flokkur ungra manna glímdi þar, og hlaut Guðm. Kr. Guð- mundsson verðlaun, en konungur afhenti, og sömuleiðis glímu- kongurinn Hermann Jónasson stúdent. — Við samkomuna á Lögbergi flutti for- sætisráðherra stutta ræðu, en kvæði var sungið eftir Sig. Sig- urðsson. Undir borð- um um daginn flutti Matthías Þórðarson þjóðmenjavörður fyr- irlestur um Þingvöll og sögu hans. Fjórða daginn var farið til Geysis. Þar voru steinar reistir með áletrunum til minn- ingar um hinar fyrri konungskomur, og nú var þar afhjúpaður þriðji konungssteinninn og við það tækifæri flutt stutt kvæði eftir Þ. G. Veður var enn hið besta og gekk ferðin vel. Var einn dag haldið kyrru fyrir við Geysi. Loftskeyta- stöð hafði verið reist við Geysi til notkunar þennan dag, og var þá hægt að talast við milli Rvíkur og Geysis. Sjötta daginn var farið frá Geysi að Olfusárbrú, og tók sú ferð 10 kl.tíma, fyrst á hestum, síðan á bílum. Við Olfusá var margt manna saman komið. Þaðan var farið morguninn eftir upp að Sogsfossum, en síðan til Reykja- víkur um kvöldið. Stóð landferðin yfir fimm daga, en hafði tekist vel og þótt hin skemtilegasta. Eftir landferðina dvöldu konungshjónin aðeins einn dag í Reykjavík. Það var sunnudagur. Þá heimsóttu þau um morguninn spítalana í nágrenninu, voru síðan við messu í dómkirkjunni og prjedikaði þar sjera Bjarni Jónsson. Kl. 1 buðu þau ýmsum bæjarmönn- um til veitslu í Mentaskólanum, en síðan voru þau við fimleikasýningar á íþróttavellinum. Formaður íþróttasambands Islands, Axel V. Tulinius, lýsti yfir, að konungur yrði verndari í. S. í. og afhenti honum að gjöf skrautlegan, íslenskan fána frá því. Konungur útbýtti verðlaunum þeim,sem veitt voru um dag- inn. Um kvöldið var kveðjuveitsla í Iðnað- armannahúsinu, sem bærinn hjelt. Voru í henni 5—6 hundruð manna. ]ón Þorláks- son verkfræðingur tók á móti konungsfjöl- skyldunni fyrir bæj- arins hönd í forföll- um borgarstjóra, sem lá veikur, og flutti ræðu. Mintist hann þar þeirra framfara, sem Rvíkurbær hefði tekið frá því er Frið- rik konungur VIII. kom hjer fyrir 14 ár- um. Þá hefði engin vatnsveita verið í bæn - um, engin holræsi, engin fullgerð gata, engin gasstöð, engin höfn og engin raf- magnsstöð. — Allar þessar umbætur hefði bærinn fengið á tímabilinu, sem liðið væri síðan, þótt fullgerðar götur sjeu enn eigi nema í nokkrum hluta bæjarins. Sagði hann að Friðrik VIII. hefði átt persónulega úrslitaatkvæðið að því, að mesta mannvirki bæjarins, Reykjavíkurhöfn, hefði komist í fram- kvæmd. í þessari veitslu var standandi borðhald og dans. Kl. 10 næsta morgun fóru konungshjónin út á skip sitt, >Valkyrjuna«, og þar höfðu þau boð, er hófst kl. 2 um daginn og stóð til kl. 5. Þá hjelt skipið á stað og inn í Hafnarfjörð, og þar stigu kon- ungshjónin ásamt fylgdarliði sínu yfir á skipið »ís- land«, er flutti þau til Grænlands. 1

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.