Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 10
10 OÐINN þær; »þeim datt ekki í hug, blessuðum«, sagði sögu- kona mín, »að það hlyti að vera einhver munur á tvítugri stúlku og fertugum presti*. Á meðan Ingibjörg dvaldist í Reykjavík, bjó hún hjá frú Þóru Melsted. Þær urðu mjög samrýndar og skildu hvor aðra vel. Heyrt hef jeg Ingibjörgu segja, að fáir hafi skilið hugsjónir hennar betur en frú Mel- sted. Það væri óskandi, að Ingibjörg vildi skrifa um frú Melsted, því hún gæti sjálfsagt gefið okkur rjettari hugmynd um þessa miklu merkiskonu en flestir aðrir. Á meðan Ingibjörg dvaldi í Reykjavík, skrifaði hún ýmislegt; meðal annars ritaði hún grein í »Þjóðólf* um hjúkrunarmál, sem vakti athygli margra. I þessari grein talar hún um, hve mikil van- virða það sje, að hjúkrunarfjelagið í Reykjavík þurfi að ráða hingað útlendar hjúkrunarkonur, af því engar íslenskar hjúkrunarkonur finnist, og skrifar hún um, hve nauðsynlegt það sje, að þjóðin sjái sóma sinn í þessu efni og hvetji duglegar íslenskar stúlkur til þess að læra þennan starfa, og Iauni þeim síðan sómasamlega. Nokkru síðar skrifaði hún um sama mál í »Austra«. Þegar sú grein kom, varð gömlum bónda að orði: »Það er langt síðan jeg hefi lesið jafn skynsamlega grein, alveg dæmalaust, að hún skuli vera eftir kvenmann!« 1912 kom bæklingurinn hennar þjóðkunni, »Um siðferðisástandið á íslandi*. Ærið voru dómarnir misjafnir um þetta rit. »Og þó er það hógværara en þess háttar rit eru vön að vera«, skrifar Guðm. Hjaltason. Orsökin til þess, að fólk varð svona reitt við Ingibjörgu, var sú, að hún var hin fyrsta kona, sem vogaði að segja upphátt, að siðferðisástandi þjóðarinnar væri í mörgum efnum ábótavant. Síðan hafa ýmsir, bæði karlar og konur, talað mikið harðara um ástandið heima en hún, og hefur engum dottið í hug að áfella höfundana. Sá, sem fyrstur þorir að ríða á vaðið, fær æfinlega hnúturnar. »Við íslendingar erum svo fáir«, segir I. Ó. á einum stað, »að við megum ekki við því, að missa einn ein- asta ungling, pilt eða stúlku, niður í forina«. Nú orðið munu flestir skynsamir menn vera henni sam- mála um það. 1912 flutti I. Ó. til Vejle á Jótlandi og var fram- kvæmdarstjóri fjelagsins þar í nokkur ár. Þegar hún hafði verið þar um hríð, kom Koch biskup frá Ribe á visitasíuferð til Vejle. Prófessorinn þar sagði bisk- upi frá þessum ágæta framkvæmdarstjóra, sem K. F. U. K. hefði fengið. »Ekki helst ykkur lengi á henni«, svaraði biskup. »VejIe er of lítill bær fyrir hana«. Prófastshjónunum þótti biskup sannspár, því litlu síðar fjekk aðalstjórn K. F. U. K. í Danmörku bænarskrá með undirritun margra presta og kennara og annars góðs fólks, þess efnis, að biðja um að Ingibjörg yrði látin heimsækja unglingafjelögin úti um alt land. Aðalstjórnin brást vel við þessari bæn, og gerði I. Ó. að aðalferðafulltrúa fjelagsins í Danmörku. Það var ný staða, sem enginn hafði haft á hendi áður. I. Ó. ferðaðist nú í 3 ár um alla Danmörku. »Ekki er slík staða öllum hent«, las jeg í einu blað- inu, »en fröken Ólafsson hefur Ieyst hana prýðilega af hendi. Hún hefur óvanalega hæfileika til þess að umgangast fólk af öllum stjett- um. Oft gisti hún aðra nóttina á herragarði, en hina í fátæku hreysi. Alstaðar var hún jafn ljúf og elsku- leg og alstaðar jafn velkomin*. í byrjun ársins 1919 kom boð frá Suður-Jótlandi til aðalstjórnar K. F. U. K., að þangað þyrfti að senda starfanda, svo sem mánaðar- tíma, sem gæti komið K. F. U. K. á laggirnar, því þar væri öll ung- lingastarfsemi á ringulreið, en það þyrfti að senda starfanda, sem hefði vit á að umgangast bæði Dani og Þjóðverja. Danir sendu Ingibjörgu þangað, og komu bæði Danir og Þjóðverjar jöfnum höndum á fundi hennar. Þjóðverjar lögðu mikla áherslu á það, að hún væri íslendingur, og þyrftu þeir því ekki að óttast neinn pólitískan undirróður af henni. Þegar I. Ó. hafði lokið starfi sínu þar, skrifaði einn af nafnkendustu prestum Suður-Jóta í eitt danska dagblaðið, að hann vildi óska, að allir, sem Danir sendu þangað, bæði embættismenn og starfendur kristilegra málefna, væru jafn skynsamir (viste saadan Takt) í framkomu sinni, og hún hefði verið. Nokkru seinna báðu suður-jótsku fjelögin um, að I. Ó. yrði gerð að aðalframkvæmdarstjóra þeirra, en ekki vildi hún taka það starf að sjer. í ársbyrjun þessa sama árs (1919) leit mikið ískyggi- lega út fyrir aðaldeild K. F. U. K. í Kaupmannahöfn. Smíði hinnar miklu byggingar fjelagsins stóð fyrir

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.