Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 11

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 11
OÐINN 11 Konungur útbýtir verölaunum á íþróttavellinum. landi þeirra. Danir vildu gjarnan hjálpa, en ekki fyr en þeir hefðu sannar sögur um ástandið; og þar eð kristilegu unglingafje- lögin höfðu tekið að sjer að gangast fyrir samskotunum, var Ingibjörg send til Þýska* lands til að rannsaka þetta mál. Hún fór til Berlínar í byrjun martsmán- aðar 1920; hún hafði aðeins verið þar viku- tíma, þegar uppreisnin brautst út, og var hún um tíma tept þar í borginni af þeim ástæð- um. Margt bar fyrir hana á þeirri ferð, sem er í frásögur færandi. I. O. hefur sjálf skrif- að um þessa ferð sína í »Kristeligt Dagblad«. ]eg hef einnig lesið um hana í »National- tidende« og »Berlingske tidende«. Þegar Ingi- björg kom heim, gekst hún fyrir stórfeldum matargjöfum til Þýskalands. Sendiherra Dana í Berlín, Moltke greifi, stóð fyrir úthlutun gjafanna til landa sinna þar í borginni. Sá eini íslendingur, sem þá var búsettur í Ðerlín, naut líka góðs af þessum gjöfum. Þar fyrir utan gekst Ingibjörg líka fyrír matargjöfum handa Þjóðverjum. A meðan Ingibjörg bjó í Vejle, kom merkiskona norðan úr Skagafirði til Kaupm.hafnar. Þessa konu langaði til þess að sjá Ingibjörgu, hún hafði heyrt svo mikið um hana talað. Hún gerði sjer því ferð á hendur til Vejle. Hún hefur sagt frá því síðan, að hún ætlaði varla að trúa sínum eigin augum, þegar hún hitti fyrir unga, myndarlega stúlku, káta og Konungshjónin kvödd á bæjarbryggjunni. dyrum; þar við bættist, að margir erfiðleikar voru innan fjelagsins, og vantaði það mjög duglegan fram- kvæmdarstjóra. Stjórn fjelagsins kom þá saman um, að biðja Ingi- björgu Ólafsson að taka þetta starf að sjer. Þá bjó I. Ó. í Árósum, og lá hún veik, þá er hún fjekk brjefið. Hún svaraði, að henni fyndist ekki, að hún hefði þrek til þess að taka þetta vandasama starf að sjer. Þegar stjórn fjelagsins fjekk þetta svar, brá for- maður fjelagsins, prófessorsfrú Ulbricht, strax við og fór til Árósa, og sat þar, þangað til I. Ó. lofaði henni, að gerast aðalframkvæmdarstjóri fjelagsins í Höfn. Ekki hafði Ingibjörg starfað lengi í aðaldeildinni fyr en alt var í besta lag, og þar ríkti friður og eining. Oft hef jeg hugsað til þess, þegar jeg hef gengið fram hjá by9SÍngunni miklu í St. Kannike- stræde, að sómi er það fyrir okk- ur, að nafn hennar — íslendings- ins — er á meðal þeirra, sem rituð voru á það skjal, sem lagt var niður í steinþró undir hyrn- ingarsteini þessa mikla stórhýsis. I byrjun vetrarins 1920 gengu miklar sögur um neyðina og hungr- ið í Þýskalandi. Það komu bæn- arbrjef frá Dönum, sem búsettir voru í Berlín, um hjálp frá föður-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.