Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 13

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 13
OÐINN 13 Fálkaorðan. 1. er kross stórriddara, II. riddarakrossinn að framan, III. riddarakrossinn að aftan, IV. innsiglið, V. band stórkrossriddara, VI. stórkrossstjarnan, VII. partur úr keðju stórmeistarans og kross stórriddara. aldrei dottið í hug, að landar hegðuðu sjer svona crlendis. I. Ó. sagði, að þess háttar væri mikið að lærast í vöxt. »]eg er alveg viss um, að hann segir mjer langa raunasögu, þegar jeg kem aftur«, sagði hún. »Mig skyldi ekki undra, þótt hann segði mjer, að hann hefði mist alt dótið sitt, að öllum peningum hans hafi verið stolið, að hann hafi legið úti í fleiri nætur og ekki bragðað mat í 2 daga. Það komu einu sinni fjórir landar til mín, hver á fætur öðrum, og sögðu mjer alveg sömu söguna. ]eg sagði við þann, sem kom síðast, að það væri undarlegt, að allir þessir menn hefðu orðið fyrir sama óhappi, og varð hann þá hálf skömmustulegur«. ]eg spurði I. Ó., hvort ís- lenskt kvenfólk hagaði sjer svona líka. Hún neitaði því; sagðist aðeins þekkja eina íslenska stúlku, sem ekki vildi vinna, en gengi um og bæði fólk um að lána sjer peninga. Þegar jeg kvaddi Ingibjörgu, hugsaði jeg hlýlega til »hinnar ljóshærðu«. ]eg skil það vel, þótt sam- verkakonum I. Ó. þykt stundum nóg um átroðning fólks. I- Ó. er mjög vel ritfær, eins og kunnugt er. Ágæt «r t. d. grein hennar í Ársriti fræðafjelagsins um >Natalie Zahle«. í dönsku blaði hef jeg lesið mjög skemtilega og vel ritaða grein eftir hana, um Hall- grím Pjetursson. Það er það besta, sem jeg hef sjeð skrifað um hann, í það heila tekið. 1917 og 1918 skrifaði hún margar greinar í »Ho- vedstaden« og í ýms sveitablöðin dönsku um stjórnmálabaráttu okkar, og leitaðist hún við að koma lesend- um þessara blaða í skilning um, að krafa' okkar íslendinga um fána og frjálsræði væri rjettmæt, og að það væri sómi fyrir Danmörku, að verða við kröfum okkar. Hinn nafnkunni læknir dr. med. Kjer Petersen og Ingibjörg áttu talsverðar umræður út af þessu í »Hovedstaden«, og voru þar fleiri, sem lögðu orð í belg. Hún skrifar oft um uppeldismál, gagnrýnir nýjar bækur o. s. frv. Ingibjörg heldur oft ræður og fyrirlestra, bæði kristilegs efnis og einnig sögulegs og bókmentalegs. Danska fólkinu þykir mikið til koma, að hlusta á hana. ]eg hef aðeins einu sinni haft tækifæri til að vera á fyrirlestri hjá henni. Það var í hin- um stóra samkomusal K. F. U. K. Þegar jeg kom þangað, var þar alveg troðfult af fólki. ]eg sneri mjer að stúlku einni og spurði, hvort hjer væri nokkuð sjerstakt um að vera. »Nei«, svaraði hún, »en hjer er æfinlega húsfyllir, þegar fröken Ólafsson talar«. Ingibjörg hefur ágætan framburð, talar hátt og skýrt, og hefur mjög þægilegan málróm. Hún brúkar mörg dænii úr daglega lífinu. Það var bæði skemti- legt og fróðlegt, að hlusta á hana. Frá kristilegu sjónarmiði var þessi fyrirlestur bæði alvarlegur og innilegur, eftir því litla viti að dæma, sem jeg hef á þeim hlutum. Eftir því, sem þessi danska kona — sem jeg nefndi í byrjun greinarinnar — hefur sagt mjer, þá kvað það lengi hafa verið í ráði, að K. F. U. K. á Norð- urlöndum — sem nú hefur hjer um bil 100,000 með- limi — hefðu sameiginlegan framkvæmdarstjóra, sem ferðaðist um í þessum löndum, og væri einskonar samband á milli þeirra. Fyrst var í ráði, að fela barónsfrú einni þennan starfa á hendur, en ekki gátu fjelögin orðið sammála um það. í fyrra sumar höfðu Norðurlandafjelögin mikinn fund með Sjer á »Nyborg Strand* í Danmörku. Á meðal þeirra, sem fundinn sátu, voru tvær konur frá alheimsstjórn K. F. U. K. (sem hefur bækistöð sína

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.