Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 14

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 14
14 ÓÐINN í Lundúnum). Á þessum fundi hófust umræður um framkvæmdarstjóramálið að nýju. Allir voru sammála um það, að þetta væri mjög vandasöm staða, og mjög erfitt að fá starfanda, sem gæti starfað jöfnum hönd- um í öllum þessum löndum. Þá stóð comtessa Knuth upp (aðalformaður K. F. U. K. í Danmörku) og sagðist þekkja eina konu, sem gæti tekið þetta starf að sjer, og það væri Ingibjörg Ólafsson. Formaður norsku fjelaganna stóð þá strax upp og sagði, að Noregur myndi taka I. Ó. tveim höndum. Svíar og Finnar sögðu það sama fyrir sitt leyti. Þeim kom öllum saman um það, að það væri bæði einkennilegt og vel til fallið, að hinn fyrsti sam- eiginlegi framkvæmdarstjóri K. F. U. K. á Norður- löndum væri íslendingur. I. Ó. var ekki á þeim fundi, þar sem þessar um- ræður fóru fram; hún fjekk fyrst að vita þetta næsta dag. Hún bað um umhugsunarfrest. Hún var hrædd um, að hún hefði ekki heilsu til þess, því hún er farin að finna til hjartabilunar, sem eflaust stafar af of mikilli vinnu. En því lauk svo, að hún lofaði að taka þetta starf að sjer frá 1. janúar þ. á. Aðaldeild K. F. U. K. í Höfn þótti mjög sárt, að verða af með I. Ó., en þótti þó heiður að því, að framkvæmdarstjóri hennar hefði verið valinn í þessa stöðu. Fjelagið hjelt henni mikið samkvæmi að skiln- aði, og tóku þátt í því um 500 manns. ]eg hef eftir einu af dagblöðum borgarinnar, að þar hafi verið ræðuhöld mikil. Fjelagskonur gáfu I. Ó. fallega loð- kápu í minnisgjöf. Fallegustu ræðuna hjelt ein af hefðarkonum borgarinnar. Hún talaði út frá þessari línu í þjóðkvæðinu um Dagmar drotningu: »Hun kom uden Tynge, hun kom med Fred« og endaði ræðu sína með þessum orðum: »Það var vel gert af þjer, að þú komst þá er erfiðleikar fjelagsins voru sem stærstir, og að þú fórst ekki frá okkur, fyr en alt var komið í gott lag«. Ingibjörg er nú flutt búferlum til Helsingjaeyrar, en verður mestan hluta ársins á ferðalagi. Hún hefur starfað í Svíþjóð síðan í byrjun janúar, og núna sem stendur er hún einhverstaðar langt uppi í Svíþjóð eða norður á Finnlandi. Margir munu þeir verða, sem nú sakna vinar í stað, er þeir koma til Hafnar. En sómi er það fyrir okkar fámennu og fátæku þjóð, að ein af dætrum hennar hefur áunnið sjer svo mikinn orðstír meðal annara þjóða, að henni hefur verið trúað fyrir jafn- vandasömu og ábyrgðarmiklu starfi. S. J. Steðjahreimur. I. Svellakeðjur sviftast frá, sumar, kveðjum þínum. Nú skal gleðjast, að jeg á óm í steðja mínum. Hefur snjallan hljóm í dag höggvafall í málmi; er sem gjalli elfarlag undir fjallahjálmi. Geislastraumum glóey hlý glæðir flauma alla. Hljómaglaumi ek jeg í upp til Draumafjalia. Fer jeg hart um fjöllin blá fljettuð skarti sínu. Sveitin bjarta, enn jeg á óð frá hjarta þínu. Hljómasvalli fossins fall fyllir allan dalinn. Ljett um hjalla- lund og stall leikur fjallasvalinn. Glóa vellir, vötn og tún, vikna svellin gráu. Vorsins hellist röðulrún rjóð á fellin bláu. Mjallir fjöllin eiga öll yfir tröllageimi. Halla völlu vatnaföll vaða snjöll í hreimi. Krummi grettinn sólþing sett segir í klettafelli. Glöð í sprettum leika ljett lömb á sljettum velli. II. Á mig kallar heiðin heið heim að fjallabænum. Veginn alla á jeg leið eftir hjalla grænum. Stend jeg hjá og horfi á hjónin knáleik þreyta; aldurhá og hærugrá hrífu’ og ljá þau beita. Ormum lúnum hann og hún hart að túni ganga. Svitanúning römm er rún rist á brún og vanga. Má þar líta óða önn örugt bítur ljárinn. Grasið þýtur grænt í hrönn, glottir hvítur skárinn. Hrundin veikum hrindir strám hratt um bleikar grundir, flekkja- hreykir -bylgjum blám blærinn leikur undir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.