Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 15
ÓÐINN 15 Læknarnir Magnús Pjetursson og Quðm. Björnson landlæknir. Myndin er tekin á utanlandsför þeirra sumarið 1920, og fóru þeir hana til að kynna sjer meðferð á berklasjúklingum erlendis. III. Alt það raknar upp mjer hjá er jeg sakna’ og þrái. Æskan vaknar, augum frá ísinn slaknar grái. Vetur gleymast allir í æsku heimi mínum. Sumur geymast sæluhlý, sveit, í hreimum þínum. Æskuheitin eru nú ýmsri breyting slegin. Annars leitar afl og trú, annað skreytir veginn. Söm er iðjan — ætíð ný — óskagyðja mannsins; hann að styðja sterkust í stormum hryðjulandsins. Heljumaki’ er surtur sá, sem hún hrakið getur, því hún tak við elli á afl við klakavetur. ]eg skal neyta alls er á afls við þreytuhlekki. Gleðin skreytir helg og há heita sveitaflekki. IV. Engin bíður æfistund, óðum líður dagur. Röðul blíðan rjóðri mund reifar víðir fagur. Svæfir þjóðir þýðri hönd þögn á slóðum fjalla. Nóttin hljóða legst á lönd, læt jeg óðinn falla. Jón Magnússon & W. Heydenreich. »Óðinn« flytur að þessu sinni mynd af próf. dr. U/. tieyden- reich í Eisenach á Þýskalandi. Er hann ritstjóri tímaritsþess, er þýsku íslandsvin- irnir gefa út, »Mit- teilungen derlsland- freunde*, og all- kunnugt er orðið hjer á landi. Vmsa íslendinga ber að garði hjá próf. Hey- denreich, tekur hann þeim opnum örm- um og greiðir götu þeirra í hvívetna og hefur reynst svo hingað til, að nægilegt hefur verið að skrifa próf. Heydenreich, ef koma hefur þurft fyrir ungum íslendingum á Þýskalandi. Sjálfur er hann manna kunnugastur öllum högum íslendinga, mönnum og málefnum; á hann allmyndarlegt íslenskt bókasafn og hefur undir höndum bókasafn Islandsvin- anna og les flestar þær bækur, er á íslensku birtast. Hann lagði í æsku (f. 6. febr. 1875 í Wurzburg) stund á fornbókmentirnar og varð dr. phil. 1900 við háskólann í Erlaugen. Lagði hann stund á þessi fræði m. a. við háskólana í Miinchen og Berlín, og varð þá vinur próf. Gust. Neckels, sem nú er nor- rænuprófessor í Berlín, eftirmaður Heuslers. Kyntist hann þá nokkuð íslenskum fræðum, en hjelt áfram fornfræðaiðkunum sínum. Las hann þá einn dag ritdóm um bók eftir B. Kahle (svonefnda matbók). Snerist nú öll athygli hans að nýíslenskum fræðum, og er hann var orðinn latínuskólakennari í Eisenach 1907, bauð hann íslenskum stúdent (Sig. Nordal) heim til sín til þess að kynnast nánar ís- W. Hevdenrich.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.