Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 16

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 16
16 OÐINN lenskri tungu. Nokkrum árum síðar var íslandsvina- fjelagið þýska stofnað og gerðist hann þá ritstjóri tíma- rits þess og hefur verið síðan í full 9 ár; hefur hann þar ritað margt um íslenska þjóðhagi, bókmentir, stjórnmál o. fl., og unnið að tímariti þessu án nokk- urs endurgjalds; má óhætt fullyrða, að tímarit þetta eigi honum að þakka, að það lifir enn þá, því þröngt hefur verið í búi bæði hjá fjelaginu og honum sjálf- um, einkum meðan á ófriðnum stóð. En fjelögum fer æ fjölgandi og er það hyggja próf. Heydenreichs að víkka verksvið tímaritsins og gera það að málgagni allra þeirra á Þýskalandi og fslandi, er vilja vinna að vináttusambandi milli þjóðanna. íslendingar hafa að nokkru stutt tímarit þetta með bókasendingum og blaða, en æskilegt væri, að fjelag íslandsvinanna fengi sem flest blöð, tímarit og bækur, er út eru gefnar á íslensku, og eru það vinsamleg tilmæli mín til allra hlutaðeigenda, að verða við þessari beiðni (sendist til próf. dr. W. Heydenreich, Karolinenstr. 24, Eise- nach). Fjelagsstofnun Þjóðverjanna er alveg einstök og á varla sinn líka; hún fæddist af ást á fornbókmentum vorum, en próf. Heydenreich er það manna mest að þakka, að tímarit þeirra fjallar nær eingöngu um ný- íslensk fræði og má vona, að þeirra tíma sje ekki langt að bíða, að bestu rithöfundar vorir komi ritum sínum út á þýsku. A. J. Sl Páll hreppstjóri Benediktsson. Páll Benediktsson er fæddur 6. apríl 1850 á Ási í Fellum í Norður-Múlasýslu, en dáinn 19. ágúst 1919. Hann var sonur sjera Ðenedikts, sem síðast var prestur á Eydölum í Breiðdal og dó þar 1856. Faðir sjera Benedikts, en afi Páls, var Þórarinn ]ónsson skáld á Múla í Aðalreykjadal, er orti tíðavísur um aldamótin 1800 o. fl. Bræður sjera Þórarins voru • þeir Benedikt Gröndal eldri og Guðiu Jónsson lang- afi Stefáns G. Stefánssonar skálds í Ameríku. Seinni kona sjera Benedikts, en móðir Páls, var Þórunn Stefánsdóttir prests á Valþjófsstað Árnasonar prests á Kirkjubæ í Tungu. Kona Árna var Björg Pjetursdóttir sýslumanns á Krossavík, og er hún því einn liðurinn í hinni alkunnu Krossavíkurætt, sem margir mætir menn hjer eystra eiga að rekja kyn til. Móðuramma Páls hreppstjóra var Sigríður Vigfús- dóttir Ormssonar prests á Valþjófsstað, en kona sjera Vigfúsar var Bergljót Þorsteinsdóttir prests að Krossi í Landeyjum; hún var afkomandi Guðbrands Hóla- biskups, og var Páll hreppstjóri 10. maður frá hon- um. Albræður Páls eru Gísli og Stefán, báðir í Fjóts- dal, og Halldór bóndi á Skriðuklaustri, nýdáinn; eit hálfsystkini hans voru þau Björg kona L. Schou á Húsavík og ]ón prestur í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd^ Árið 1853 fluttist Páll með foreldrum sínum að- Eydölum í Breiðdal, en eftir lát föður síns fór hann með móður sinni að Osi í sömu sveit, og ári síðar Páll hreppstjóri Benediktsson og fjölskylda hans. að Gilsárstekk. Þar giftist móðir hans Þorgrími snikk- ara bróður sjera Jóns Austmanns prests í Stöð. Þait eignuðust eina dóttur, sem hjet Þórunn Björg Guð- laug; hún dó 16 ára gömul. Árið 1864 fluttist Páll með móður sinni og stjúpa að Gilsá, þar sem hanre dvaldi mestan hluta æfinnar eftir það. Þegar Þorgrímur stjúpi hans dó, tók Páll við að stjórna búi móður sinnar, og fórst það vel úr hendi,, þótt ungur væri. Nokkrum árum síðar tók hann al- gerlega við jörð og búi, þá 28 ára gamall. Var hann þá strax skipaður hreppstjóri, og gegndi hann þeint starfa með lipurð og samviskusemi í fjörutíu ár. Hinn 22. júní 1880 giftist hann Ragnhildi Stefánsdóttur frá Stakkahlíð í Loðmundarfirði, miklum kvenskörungir sem lifir nú rólegu lífi hjá Þorbjörgu dóttur sinni- Þau eignuðust þrjú börn, Benedikt, sem dó 15 ára„ Guðlaugu, sem gift er Guðmundi Árnasyni búfræðing á Gilsárstekk, og Þorbjörgu gifta búfræðing Lárusi Jónssyni á Höskuldsstöðum. Þau hjón bjuggu farsælu búi og að ýmsu leyti öðrum til fyrirmyndar, því Páll var ágætur fjármaður og fór afbragðsvel með allar

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.