Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 17
17 ÓÐINN skepnur, sem margur hefði haft gott af að breyta eftir, enda reyndi hann til að fá hreppsbúa sína til að setja skynsamlega á fóður og að öllu leyti breyta vel við allar skepnur; regla og þrifnaður á heimili þeirra hjóna gat líka verið mörgum til fyrirmyndar. Auk hreppstjórnarinnar hafði Páll ýmsum öðrum opin- berum störfum að gegna; sáttanefndamaður var hann í 40 ár, mörg ár í stjórn Búnaðarfjelagsins, Lestrar- fjelagsins og Kaupfjelagsins; líka var hann nokkur ár hreppsnefndaroddviti. Af þessu leiddi, að margir þurftu að finna Pál og leita ráða hans; var því oft gest- kvæmt á heimili hans og skorti þá eigi góðgerðir nje annan beina, sem menn þörfnuðust, því þau hjónin voru samhent um að láta gestum sínum líða vel, og í hvívetna leysa vandræði allra, sem til þeirra leituðu. Páll var virtur og elskaður af sveitungum sínum og öllum, sem einhver kynni höfðu af honum, því allir fundu, að hann fylgdi fast fram því, sem hann áleit rjett og sannast, hver sem í hlut átti. Ekki er mjer kunnugt, að hann þyrfti nokkru sinni að stefna manni eða taka lögtaki, utan einu sinni, en hitt er mjer kunnugt, að hann fjekk hrós hjá yfirboðurum sínum fyrir störf sín í þarfir hins opinbera. Hann var mesti starfsmaður, sívinnandi úti og inni, meðan heilsan ekki bilaði. Oft hitti maður hann í smíðahúsinu eða smiðjunni, því hann var vel lagtækur á trje og járn, enda sá hann það fyrir sjer á uppvaxtarárum sín- um, því Þorgrímur stjúpi hans var talinn mestur trje- smiður hjer austanlands. Hann hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og las alt, sem að þeim málum laut, enda var hann vel heima í allri stjórnmálasögu ís- lands að fornu og nýju. Hann hafði líka gott lag á að halda sveitungum sínum saman við þingmanna- kosningar, meðan þær ekki voru leynilegar. Síðari part æfinnar varð Páll heilsutæpur og hætti þá búskap, og fóru þau hjónin ásamt Þorbjörgu dóttur þeirra í húsmensku að Gilsárstekk, til Guðlaugar dóttur sinnar og Guðmundar tengdasonar síns, og dvöldu þar nokkur ár glöð og ánægð, en þegar Þor- björg dóttir þeirra giftist, fluttust þau með henni og manni hennar, Lárusi, að Höskuldsstöðum, þar sem Páll andaðist eftir tveggja ára þungan og erfiðan sjúkdóma, sem hann bar með stakri þolinmæði og stillingu. Hann var jarðsunginn 26. ágúst 1919 að við- stöddu miklu fjölmenni, sem sárt harmaði þennan góða og göfuga sveitarhöfðingja. Páll sál. var meðalmaður á allan vöxt, karlmann- legur og bar sig vel, áður en sjúkdómar og elli bug- uðu hann. Hann var kurteis í framkomu við alla, æðri sem lægri, síglaður og skemtinn í viðræðu, en laus við glens, hjegómaskap og tildur. Hann var gæddur góðum og farsælum gáfum, enda vel að sjer af óskólagengnum manni, sjerstaklega í fornum og nýjum lögum. — Myndin hjer er af Páli hreppstjóra og frú hans Ragnhildi Stefánsdóttur. Hann var þá 55 ára gamall, er mynd þessi var tekin. Vinur hins látna. Sí Prófessor dr. Paul Herrmann. Hann er fæddur 10. desbr. 1866 í Burg, var útskrif- aður frá latínuskól- anum sama staðar 1885. Hann stund- aði gömlu málin, þýsku málin, guð- fræði og Austur- landafræði við há- skólana í Berlín og Strassburg. Hann var gerður doktor í Strassburg 1888, og tók yfirkennara- próf 1891. Pró- fessor Herrmann varð yfirkennari Próf- dr- Paul Herrmann. við latínuskólann í Torgau, sem stendur við Elfina (Elben), árið 1894, og kennir þar þýsku, trúfræði og hebresku í efsta bekk, en latínu í þriðja bekk. Hann varð prófessor að nafnbót »fyrir framúrskarandi rit vísindalegs efnis* 1903. 1897 og 1899 ferðaðist hann um Svíþjóð, Lapp- land og Noreg. Eftir uppástungu kenslumálastjórnar- innar í Berlín og með styrk af opinberu fje ferðaðist hann hjer á íslandi árin 1904, 1908, 1911 og 1914. Frá þeim ferðum stafar viðkynning hans við íslend- inga, og okkar við hann. Paul Herrmann giftist jungfrú Magdalene Huth- mann 1894. Þeim hjónum hefur orðið þriggja barna auðið. Sonur þeirra heitir Siegfred. Svo kalla Þjóð- verjar Sigurð Fáfnisbana. Hann er riddaraforingi í hernum, barðist lengi nálægt Verdun, og er einhver djarfasti veðreiðamaður. Eldri dóttir þeirra hjónanna

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.