Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 18
heitir Eva, og er hjúkrunarkona. Vngri dóttirin''heitir Wahltraut (Valkyrja) og er nú á kvennaskóla í Halle. Hún kallar ýmsa vini föður síns úti hjer föðurbræður að þýskum sið. Þegar maður heyrir nöfn tveggja barnanna, kemur manni í hug, að það sje langt síðan Herrmann heyrði fyrst töfra »raddirnar úr Niflunga- heim«. Þar eigum við vinarheimili íslendingar, og ís- lenskar stúlkur hafa dvalið þar vetrarlangt, eg pró- fessorinn skrifaði hingað fyrir skömmu, að hjá sjer ætti hver íslendingur vísan »beð, brauð og smjör«, ef hann kæmi til sín, og Halldóri Guðjónssyni frá Laxanesi bauð hann ýms tilliboð að auki, eins og vindil og toddy. Það er auðvitað, að frú Magdalena Herrmann er samhent manni sínum í gestrisninni, enda sýnist svo, sem honum falli erfitt að vera nokkurn tíma án hennar. Prófessor Herrmann hefur verið iðjumaður hinn mesti alla æfi. ]afnframt kenslu við skólann í Torgau, sem fyrir marga hluti hefur svo mikla vinnu í för með sjer, að kennarinn getur litlu öðru sint, hefur hann ritað fjölda af ritgerðum um vísindaleg efni, og fjölda af bókum. Hann hefur þýtt Kaiser og Galilæer eftir Ibsen, sem mun vera einhver besta þýðingin á þýsku af nokkru af ritum Ibsens. ]eg hef lesið þá þýðingu með mesta athygli, því jeg álít það vera besta og mesta verk Ibsens. H. hefur einnig þýtt Dygmester Solnæs, Heliand úr fornsaxnesku og Do- stojewski eftir Brandes. H. hefur Þýtt Nýjársnóttina á þýsku, og það er mesta snildarþýðing, gerð með nákvæmni og samviskusemi, og skörpum skilningi á hvaða hugsun býr undir því, sem sagt er. Sjálfur sagði hann, þegar því verki var lokið, að það væri það besta og vandaðasta verk, sem hann hefði af hendi leyst. Prófessor Herrmann er fagurfræðingur bæði á skáldskap og söng. Hann hefur skrifað þýska og norræna goðafræði, um höfuðstafi hjá Richard Wag- ner, og eitt leikrit hefur hann samið, það heitir Christian Schubert og er í 5 þáttum. Saga Hrólfs Kraka kom út eftir hann 1905. Fyrstu IX bækurnar af þýðingu hans á Hetjusögum Saxa rúnameistara komu út 1901, og 1907—10 kom út ferðasagan hans frá íslandi, sem heitir ísland á fyrri tímum og nú. 1913 kom út Norðaustur ísland og öræfi þess, og 1914 ísland, landið og þjóðin. Á undan tveimur síð- ustu ritunum hafði hann gefið út þætti um og úr Niflungaljóðum. Ferðabækur prófessors H. eru bestu ferðabæk- urnar, sem hafa verið skrifaðar um ísland. Sá, sem les um ferðir hans hjer eftir 500 ár, sjer ísland frá árunum 1900—1910 rísa upp af gröf sinni ungt og blómlegt eins og það var. Hann sjer fólkið við vinnu sína, við laugaþvott, við fiskverkun, á ferðalögum; hann sjer búningana með ljósmyndaranákvæmni; hann kemur í leikhúsið og les um, hvernig þar hafi tekist, og verður þess var, að útlendingum fanst mikið til um. Alstaðar er þessi ferðamaður velkominn, allar dyr standa honum opnar, hann er hvers manns hug- ljúfi hjer, þó hann segi það aldrei. Hann Iítur á flest með umhugsun og velvild; hann segir ávalt satt, og að öllu er frásögnin hugnæm. Hann er ekki kominn út fyrir germanska þjóðflokkinn, þótt hann sje hjer. Alt af er sólskin yfir honum hið innra. Það dregur fyrir þá sól, þegar ofsaveðrið feykir honum af baki sunnanvert á Kili og hann liggur í dvala lengi á eftir í sæluhúskofa. Það dregur fyrir þá sól, þegar hann og samferðamenn hans eru klemdir milli tveggja ófærra áa á Vestfjörðum og sitja í þrjá sólarhringa í fjárhúskofa, en það birtir fljótt yfir aftur, þegar hann er búinn að ná sjer nokkurn veginn eftir bylt- una, og er sloppinn yfir ána með miklum örðugleik- um, og kominn til manna aftur. — Hvílík gullnáma, hvílík þjóðeign væri það fyrir landsmenn nú, ef þeir ættu jafngóða ferðabók frá árinu 1500, sem þessi er frá vorum dögum. — íslendingar sýndu Paul Herr- mann þann sóma, sem þeir gátu; fyrir ferðabókina 1910 var hann gerður að riddara af Dannebrog, eftir undirlagi stjórnarinnar, og 1916 varð hann heiðurs- fjelagi hins ísl. Bókmentafjelags. Próf. H. þýddi Grettissögu, og hún kom út 1913, sem ein af bókum Islandsvinafjelagsins. ]eg hef áður skrifað um þýðingu og útgáfu Grettissögu og dáðst að henni, og það geri jeg enn. H. leysir söguna upp í innganginn, sem er sagan af Onundi trjefót. Skiftir sögunni sjálfri í tvo kafla, þannig að síðari kaflinn byrjar á 47. kapítula. Síðast er Spesarþátturinn, sem er hálflaus aftan við. í sögunni eru 8 myndir. Fremst er myndin af útilegumanni Einars ]ónssonar. Hitt eru myndir af stöðum í sögunni, svo sem Þórisdal, Drangey, Goðafossi o. s. frv. Og að síðustu er landa- brjef af íslandi. Aftan við hefur H. lagt út kvæðið um Gretti eftir Grím Thomsen, og kvæðið úr Grettis- ljóðum Matth. ]ochumssonar, sem byrjar svo: „Hann hlusfar, hann bíöur, hann bærisf ei, heldur í feldinn, og horfir f eldinn og hrærist ei". Mörgum hefur þótt mikið til þýðingarinnar koma suður þar, því önnur útgáfan af henni kom út 1922. Próf. H. vinnur mikið, og er aldrei iðjulaus. Fyrir- farandi ár hefur hann verið að útbúa útgáfu á þýsku

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.