Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 20

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 20
20 ÓÐINN svo jeg noti enn orð Halldórs frá Laxnesi — mylkja brjóst þýskra mæðra handa sjer, nú þegar Þjóðverjar eru þjóð, sem hangir á krossinum, og allir hugsandi menn hafa upp fyrir sjer orð kjörfurstans af Brandenburg, þegar búið var að afskifta hann í westfalska friðn- um: »Exoriar’ aliquis nostris ex ossibus ultor«. En jeg geri ráð fyrir að Þjóðverjar bíði ekki eftir því að afkomendurnir hefni þeirra, ef þeir fá engu um þokað, heldur að núlifandi menn þeirra vilji hefna sín sjálfir. Prófessor H. hefur nýlega ritað grein um Island, sem hingað og þangað lýsir betur skoðunum hans, en nokkuð sem jeg hef sjeð frá hans hendi. Hann lýsir ástandinu hjer á 18. öld, sem eftir reykjarmóðu- harðindin hafi verið orðið svo, að danska stjórnin hafi verið farin að hugsa um það í alvöru, að flytja landsmenn alla yfir á Jótlandsheiðar. Þá tóku íslend- ingar að lesa sögurnar sínar, og sáu hve fræga forn- öld þeir höfðu átt; þær uppörfuðu þá í þá daga, og þær uppörfa þá enn, og vegna lestrarlöngunar þeirra og skólafyrirkomulags er almenningur betur mentaður á Islandi, en á Frakklandi, Englandi og jafnvel á Þýskalandi. Nú er þetta fámenna »aðalsfólk langt norður* í skáldskap og mentun það í smáum stíl, sem Þýskaland var á dögum Goethes og Schillers, en það hefur gert þá ópraktiska. Þegar menn tala með ákafa um að Þjóðverjar ættu að fara eins að, og verða skáldskapar- og mentaþjóð fyrst og fremst, þá er það óhugsandi í framkvæmdinni, því að Þýska- land liggur í miðri Evrópu, og hefur ekki efni nje afla til þess, að vera tvent í einu: hrein og bein mentaþjóð, og halda uppi þjóðlegu sjálfstæði. En Þjóðverjar geta annað, segir hann. Á Þýskalandi eru komin út 11 bindi af íslendingasögum. Útgáfurnar eru hinar prýðilegustu, með myndum og útlistunum. Á þessum dögum, þegar alt er að fara í rústir og vanvirðu, þá mundi hver teigur úr þessum stálupp- sprettum styrkja Þjóðverja og hressa og gefa þeim aftur — það sem er hættast við að þeir missi — ger- mönsku sjerkennin sín ómenguð af sjerkennum aust- urlanda og rómanskra þjóða, — og kraft til að vera þjóðin, sem Tacitus lofaði fyrir að hún væri engum lík nema sjálfri sjer, og gefa þeim þýska þjóðernis- tilfinning. Próf. H. segir í sömu ritgerðinni, að hefðu íslend- ingar og Edda ekki verið, þá mundu Þjóðverjar hafa mjög ófullkomna þekkingu á hetjuljóðum Forn-Ger- mana. Af hinum einkennilegu kvæðum Vestgota er nú ekki ein einasta lína geymd, segir próf. H. En ís- lenskur sagnaritari hefur á 12. eða 13. öld tekið upp í eina af sögunum kvæðið um orrustuna við Húna á Dunheiði (Dónársljettu). í frásögninni eru rjett ör- nefni í gotneska ríkinu á 4. öld á stöðum fyrir norðan Dóná, og blærinn er frá þjóðaflakkinu. í þessu vest- gotneska kvæði er í fyrsta sinni slegið á þann streng, að barist sje um frelsi og föðurland, ómurinn frá þeim streng var voldugur og ósigrandi í frelsisstyrj- öld Þjóðverja 1813 og 1814. — Niflungaljóð enda með veikum grátstaf í kverkunum, en Eddukvæðin lofa hefndar- og hernaðarsiðafræðina, sem báðar eru vaxnar upp af einni rót. »Hlæjandi skal jeg deyja«, segja þessir talandi vottar um heiðna hetjulund, sem hvorki nefnir á nafn alþjóðabróðerni nje þjóðarvor. Rjett á eftir vitnar próf. H. i forna saxneska Heli- and-kvæðið, sem heldur fram, að lífið sje ekki hið æðsta góða, heldur sje það heiðurinn, eða orðstírinn. Það er sama skoðunin, sem kemur fram í Hávamál- um, 76. vísu. Alt lifandi deyr o. s. frv., en orðslír deyr aldrigi hveims sjer góðan getur, og síðan bætir hann við: »Þetta var skoðun Ger- mana alt til 9. nóvember 1918«. Það er engin fjarstæða, að vilja vekja gamla til- finningalífið aftur. Þjóðirnar skifta um skoðanir, eins og maður skiftir um flík. Maðurinn er hinn sami í nýju flíkinni, sem hann var áður, og tilfinningalíf þjóð- anna helst hjer um bil óbreytt, þrátt fyrir hinar nýju skoðanir. Af öllum hinum miklu skáldum Forn-Grikkja mun Euripides lýsa kveneðlinu best. Medea drepur börn sín og manns síns, þegar hann er búinn að svíkja hana. Guðrún Ósvífursdóttir var ekki blíð Kjartani, þegar hann var búinn að svíkja hana. Phædra Evrpidesar fær ást á stjúpsyni sínum, og mun það koma fyrir enn hjá konum í kristnum sið. Alkestis deyr fyrir manninn sinn, en hve margar konur deyja ekki nú á dögum að þumlungi eftir þumlung fyrir tilverknað manna sinna. — Saffo, skáld- konan gríska, fyrirfór sjer af óhamingjusamri ást. Hún var heiðin og lifði löngu fyrir Krists daga, en hið sama hafa 100000 kristnar konur gert. Tilfinninga- lífið er óbreytt, hverjar sem skoðanirnar eru orðnar. Prófessor Paul Herrmann er 56 ára og ennþá á besta aldri. Hann berst við heilsubrest, sykursýki sækir á hann, en starfsþrek hans verður ekki bugað. Um leið og honum er óskað góðs gengis framvegis, vonum vjer að hann eigi eftir að rita eitt mikilhæft verkið enn, sjer og vísindaheiminum til gagns og sóma. Indr. Eínarsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.