Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 25

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 25
Nokkur kvæöi eftir Gutt. J. Guttormsson. Atlantis. Þeir Kain og Abel af Edens grund til Atlantis fluttust um mar, því kunnugt var um þess eylands fund og afbragðs landkostl þar, og þar mundi verða um vonir rúmt, um vellina bjart og fjöll, en þröngt var í Eden og harla húmt um hamingjufylgsnin öll. Um kaupsýslu gefið og kynja-feng var Kain, en Abel lítt, og gullfjall nam Kain, en Abel eng og akurland frjótt og vítt. Og þá hugði Kain sjer vátrygð völd í veröld, sem staðið gat. Við plógstrenginn Abel kvað fram á kvöld, en Kain á gullfjalli sat. En svangur varð hann af að sitja þar og sárkalt varð honum og ilt, því fjallið hans ófrjótt og arðlaust var, þó alt væri logagylt. Og svo var það eitt, að engin jurt þar umhverfis festi rót, því gullið það flæmdi gróður burt með geislum, sem voru spjót. Og eflaust að bæta Abels kjör (!) hann ofan af fjalli stökk og bauð honum gull fyrir brauð og smjör, en beinlínis enga þökk; sem kaupmaður verðinu vildi samt í viðskiftum ráða einn. En Abel fanst bragð að hans bruggi ramt og bikarinn ekki hreinn. Og síður án kvikfjár en Kains gulls hann kvaðst geta sjálfur sig átt, sem vitnaði um, svo hann vissi til fulls hve verðmæti gullsins er smátt, en játaði, að gull væri gott til skrauts og gekk að hans boði af þægð og gulltypti haglega horn hvers nauts, svo hlautst af því mikil frægð. Á gullfjalli Kain saddur sat, uns sólginn hann varð á ný og kvað á við bróður sinn kauplag á mat og krafðist, að hlýtt væri því. Hann hafði’ ekki meðferðis gull til gjalds, en græna ávísun bauð á eina bjargfasta ögn síns fjalls, — en Abel synjaði’ um brauð. Kom, bróðir, hann mælti, og rækta reit, með rúgi þjer hlöðu fyll, og kaup fyrir þetta þitt gullfjall geit, — nei, gullfjallið enginn vill, þá hordauðans ímynd með áhrif sterk á aljörð, svo hún verði snauð, — lát aðra í friði, vinn fús þitt verk og framleið þitt daglegt brauð. Þá reiddist Kain og kylfu þreif, á kinnina bróður sinn laust svo fast, að höggið það hálsinn reif. En af himni þrumaði raust: Hví hjeldu ei vörð mín eigin orð um alt mitt land og haf? Þú, bölvaða jörð, með bróðurmorð, á burt! í djúpið á kaf! Fosforína. Þú hefur þig sjálfa að lýsandi lampa á leið þinni niður um óræktarmó, er þrungin af mögnuðum maurildisglampa í myrkrinu skríðurðu sjálfri þjer nóg. Og eðli þíns kyns er að krefjast að nóttin sje koldimm og löng, svo þú ein megir sjást, en virðast sem hafirðu viljann og þróttinn að víkja’ enni burtu, svo að þjer sje dást. Þú veitst, þegar morgunn að austan fer eldi og ársól á loftinu hækkandi fer, að hnígur til grunna þitt hræloga-veldi — þú hverfur og ljósið þitt gleymist með þjer. En von er þeim sannleika viljirðu leyna, að veiti þjer fúinn og rotnunin skjól og aðeins í myrkri þig unt sje að greina, en alls ekki’ í birtu frá skínandi sól.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.