Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 33

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 33
ÓÐINN 33 Ungfrú Uppgerð. Þú þykist þig hafa »mannað«, en þú hefur framið synd, því þú ert ekkert annað en — uppgerðar skrípamynd! Vertu á græskuna gleytninn. Vertu á græskuna gleyminn og glópanna spár! Láttu ei helvítis »heiminn« þig hræða. Vertu knár! Og vona glaðan geisla lát glampa þjer um brár. Og mundu það, maður: ei markið er lágt. Hitt þvogl er og þvaður, að þú ei hafir mátt. Þó aðrir skríði í skítnum, þú skalt — í sólarátt! Og hafðu það í huga á hrjóstrugri leið, að altaf er einhver smuga út úr hverri neyð. »Per ardua ad astra*.1) Loks endar vel þitt skeið! Rógberinn. Aðgætinn hefur hann altaf verið: eftir misfellum þefað og hnusað! Ur reiðiskálum hans fleytifullum er flóði óhróðurs skvett og gusað! Með spekingssvip hann horfir í húmið, því hann er um rökkurlöndin fróður. Þar vex svo margt, sem er hans yndi, þó öðrum sýnist það kyrkingsgróður. Hans mesta yndi það virðisti vera að væflast fyrir og hefta og tefja og kasta grjóti á knáa drengi, — á kostnað annara sig að hefja. 1) „hnginn vevður óbarinn biskup'1. En hitt er þó ennþá hræðilegra: það húm, sem hann starir svo lengi’ í, því veldur, að vesalings maðurinn sjer ekki sólina seinast, ef þessu ’hann áfram heldur! Ðrahmavidya í Ásatrúnni. Eftir Sig. Kristófer Pjetursson. Hann ... hefur leyft öllum þjóðum að ganga vegu þeirra, og þó hefur hann ehki látið sjálfan sig án vitnisburðar. Postulas. XIV, 17. Formáli. Kæru vinir. Jeg ætla að segja ykkur, að þið gerðuð mjer óafvitandi heldur en ekki ógreiða, er þið báðuð mig að svara spurning- unni, hvort nokkurt samræmi væti á milli Guðspeki og Asa- trúar}) Svo er mál með vexti, að jeg á fugl einn í búri, er Hugur heitir. Hefur hann verið mjer löngum „baldinn, ólmur og óstýri- !átur“, eins og segir í Bhagavad-gita. En þegar hann heyrði þessa orðsendingu ykkar, gerði hann sjer lítið fyrir og brautst út úr búrinu og flaug yfir láð, er Rúm heitir og lög, er heitir Tími. Ekki dró hann þó arnsúg í flugnum, eins og Þjazi forðum, er hann flaug í arnarham, en hann nam hvergi staðar, fyr en hann settist í við einn mikinn, er fræðimenn okkar mundu vilja kalla Ficus religiosa borealis, en við mun- um kalla: hinn fornnorræna viskumeið. Þar flögraði fuglinn Hugur og hoppaði grein af grein. Loksins tókst mjer þó að handsama hann og ná því af honum, sem hann hafði þá í nef- inu. Því miður var það helst til lítið, en jeg sendi ykkur það eins og það var. Með kærri kveðju. S. Kr. P. Uppruni Ásatrúarinnar. Hver er uppruni Asatrúarinnar? Þetta er sú spurning, er verður ekki svarað hjer, svo að tekin verði af öll tvímæli, enda er — mjer vitanlega — engin viðurkend fræðikenning til, er fjallar ítarlega um uppruna Ásatrúarinnar. Hinsvegar munu ýmsir fræðimenn vera þeirrar skoðunar, að hugmyndir hennar megi rekja eitthvað austur á bóginn. Það er sem forsjónin, eða eigum vjer heldur að segja nornin Urður, hafi hlaðið þoku- múr umhverfis hana eftir að hún var komin norður á slóðir feðra vorra. Og yfir þann múr hafa tiltölulega fáir komist nema „fuglinn fljúgandi", eins og komist er að orði í Þjóð- sögunum. Þess vegna stöndum vjer nú og virðum fyrir oss mynni þessarar trúarmóðu, þar sem hún veltur fram kolmórauð 1) Erindi þetta var ritað fyrir öuðspekisfjelagið hjer í Reykja* vík um jólin 1920. Höfðu menn beint þessari spurningu til höf.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.