Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 37

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 37
ÓÐ ÍNN 37 En það er fleira gert af hræringunni en áþreifanlegir hiutir. Alt tilfinninga- og hugsanalíf er runnið úr skauti hræringarinnar. Vjer finnum að vjer skiftum skapi. Það er hræring. Vér hugs- um. Það er hræring. Hræringin er undirrót alls, og upphaf alis. „Ar vas alda, þars Ymir bygði“, segir Hárr. En jörðin er ekki hið fyrsta, sem verður til. Jafnhárr finnur hvöt hjá sjer til þess að fræða Gylfa konung um það, að Nifl- heimur hafi orðið til iöngu áður en jörðin varð til. Hann tekur því við og segir: „Fyrr var þat mörgum öldum en jörð var sköpuð, er Nifl- heimr var görr“. Eða með öðrum orðum: Niflheimur, þ. e. þokuheimurinn, varð til löngu áður en jörðin var til. Orðið „nifi“ í íslensk- unni, er, eins og margir vita, upprunalega sama orðið og „nebel" á þýsku, er þýðir þoka. Það er því ekki ólíklegt, að Asatrúarmenn hefðu tekið vel hinni svo nefndu Kant-Laplacesku kenningu um uppruna sólkerfisins. Fyrst var stjörnuþokan, segir sú kenning, og úr henni mótuðust öli himintungl sólkerfisins. Guðspekingar aðhyliast, eins og kunnugt er, Kant-Lapiacesku kenninguna um uppruna sólkerfisins, þótt þeir sjeu nokkuð á öðru máli um uppruna jarðarinnar. Kenning Guðspekinnar um uppruna jarðar er fremur í samræmi við hina svo nefndu „meteortheori" eða ioftsteinakenningu, sem margir jarð- og stjörnufræðingar hafa, að því er sagt er, haldið ailríkt fram á seinni árum. Framþróunardeildir. Þeir menn, er hafa kynt sjer vel hin guðspekilegu fræði, munu hafa heyrt getið um framþróunardeildirnar tfu (Evolu- tions-skemaer). Maður skyldi varla ætla að nokkuð væri sveigt aö þeim í hinum fornnorrænu fræðaleifum, og vera má að svo sje ekki. Þó vil jeg leyfa mjer að benda á byrjun Völuspár. Fyrst kemur völvan þar fram og biður sjer hljóðs, biður allar „helgar kindir", meiri- og minniháttar syni guðs, að hafa hægt um sig, á meðan hún þylur þeim hin fornu vísindi, að boði Valföður. Og svo byrjar hún á því að segja hvað hún man, af því, sem fram er komið. Ek man jötna ár of borna, þás forðum mik fædda höfðu; níu mank heima, níu íviði, mjötvið mæra fyr mold neðan. Það hefði verið fróðlegt að heyra einhvern meiriháttar goð- ann útlista þetta erindi, við hátíðahöld, er fóru fram inni í hofunum. Það er ekki ólíklegt, að vjer hefðum grætt sýnu meira á því en hinum og þessum ágiskunum eða tilgátum, jafnvel hinna bestu Eddufræðinga. En nú eigum vjer ekki kost á því, og þess vegna verðum vjer að slaka til á taumum ímyndunar- innar eða innsæisgáfunnar og treysta því, að hún fari ekki með oss út í gönur. Vjer stöndum hjer fyrir framan völundarhús fornra fræða, og þreifum fyrir oss, af því að oss vantar hnoða Ariadne, til þess að hafa hjer að leiðarþræði. Það er minst á konu eina í Eddu, er Gerður hjet. Hún var forkunnar fögur. „Ok er hún tók upp höndunum", segir í Snorra Eddu, „ok lauk hurð fyrir sjer, þá lýsti af höndum hennar, bæði í loft ok á lög ok allir heimar birtusk af henni". Mörgum þykir, sem Guðspekin hafi nokkuð af eðli Gerðar eða náttúru. Það er sem leggi birtu af henni, er hún „tekur upp höndunum" og lýkur upp fyrir nemendum sínum, og í bliki því, er stafar af henni, er sem vjer lesum þetta út í vísu völvunnar: „Jeg, náttúran, man jötnana, hina miklu krafta óskapnaðar- ins, sem ólu mig af sjer í árdögum. Jeg man einnig heimana níu, hinar níu framþróunardeildir sólkerfisins, sem vjer líkjum við ntu veraldarviði og köllum níu „íviði", sökum þess að lífið er þá íklætt þessum „viðum'1. Svo þekki jeg einnig þennan glæsilega mjötvið, veraldarviðinn, sem þjer nefnið Ask Ygg- drasils. Það er tíunda framþróunardeildin. Askur Yggdrasils er mjötviður kallaður eða mefviður, sökum þess að hann er ímynd hinnar jarðnesku tilveru, og þjer verðið að leggja hana sem mælikvarða á alla heima og öll stig tilverunnar, hverju nafni sem þau nefnast.') Heimarnir þrír. Eitt með hinu fyrsta, sem vjer fræðumst um, er vjer tökum að kynna oss guðspekileg fræði, er það, að maðurinn lifir í þremur heimum. Eru heimar þessir kallaðir: hugheimar, geð- heimar og jarðríki. A erlendum málum eru heimar þessir eða tilverustig nefnd „plan“ eða „plane". Það lítur helst út fyrir að forfeður vorir hafi haft eitthvert •veður af þessum heimum eða tilverustigi, og í stað orðsins tilverustig eða „plan“ nota þeir orðið „garður". Æðsti „garðurinn" var kallaður „Ásgarður". Hann sam- svarar Sukhavati eða Devachan í austrænum fræðum, er vjer nú nefnum hugheima eða himneskt tilverustig. Devachan er Sanskritar-orð, sem sagt er að þýði „devaland", en „devi“ er sama sem „tívi“ eða guð f hinni minniháttar merkingu þessa orðs. En ás þýðir einnig guð í minniháttar merkingu orðsins, og þar af leiðandi þýða bæði orðin „Ásgarður" og „Devachan" nákvæmlega hið sama, þ. e. guðheim. Þar næst er „Miðgarður". Hann samsvarar, að því er vjer hyggjum, geðheimum eða miðheimum, sem einnig mætti kalla. Það skal þó tekið fram, að flestir munu hafa skoðað „Mið- garð" sem „mannheima", og þar með sama sem hið jarðneska tilverustig. Það er og ekki heldur loku fyrir það skotið, að Ásatrúarmenn hafi skoðað Miðgarð sem mannheim, eða það tilverustig, sem mennirnir dveldu lengst á. En eins og allir guðspekisnemendur hafa heyrt, er því haldið ríkt fram, að miklir tilfinningamenn og ástríðusamir dvelji lengi í geðheim- um. Fornmenn voru margir tilfinningamenn miklir og dóu líka helst til margir í blóma lífsins. Þess vegna er ekki óhugsandi, að sú hugmynd hafi seitlast inn í meðvitund manna, að Mið- garður, sem vjer nú nefnum geðheima, væri það tilverustig, sem menn hefðu yfirleitt lengsta dvöl á.J Það má gera ráð fyrir, að þeir verði ekki margir, sem fella sig við þessar „útlistanir “, en það gerir þá ekki svo mikið til; menn geta haldið fast við fyrri skoðun sína í þeirri trú, að hún sje hið eina í heiminum, sem ekki er nokkurri breytingu undirorpin, þótt altaf sje við- 1) Mjötviðurinn, þ. e. Askur Yggdrasils, eða veraldarmeiður- inn, er kallaður „Ashvatta" í Austurlöndum. Það er sagt, að „Ashvatta" eigi rætur á himnum uppi og snúi því limar hans niður; er sagt að það eigi að tákna, að tilveran er öll komin af himnum, eigi rætur sínar að rekja til hins ósýnilega og ,æðra. Askurini? hefur þrjár rætur, og er ein á himnum uppi.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.