Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 38

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 38
38 OÐINN kunnanlegra að geta lagt einhvern skynsamlegan skilning í hlutina. Þá má og benda á það, að þar sem skýrt er frá sköpun hinna fyrstu foreldra, Asks og Emblu, er sagt að mannkynið eigi alt kyn sitt að rekja til þeirra. „Olsk þaðan af mannkindin", segir í Snorra Eddu, „sú er bygðin var gefin urtdir Miðgarði". Hjer virðist sagt að mannkynið hafi bygt það tilverustig, sem er undir Miðgarði, en ekki sjálfan Miðgarð. Ef vjer gætum skoðan Eddu sem áreiðanlegt heimildarrit, mætli segja að þessi ummæli tæki af tvímælin, nema því aðeins að hjer ætti Miðgarður ekki að tákna bygð, heldur aðeins vegg, er goðin hefðu hlaðið. Mjer vitanlega er ekkert það í Eddu, er sýnir skýlaust, að forfeður vorir hafi skoðað Miðgarð sem vegg, í stað þess að skoða hann sem bygð. Man jeg ekki til að jeg hafi nokkurs- staðar sjeð minst á för nokkurs upp yfir Miðgarð, eða gegnum hlið á honum, og er þó sagt frá för til Útgarðs, og til Ásgarðs var iðulega farið. En Ásgarður gat alveg eins verið á himnum uppi, þar sem hugmyndirnar um bústað guðanna voru nokkuð á reiki með forfeðrum vorum. Síðastur, eða neðsfur, er Útgarður. Þar er blekkingin mest. Hann samsvarar hinu jarðneska tilverustigi, sem kallað er blekkingarheimur í Austurlöndum eða „maya“-veröld. í augum viturra manna er ekki aðeins: „ekki alt sem sýnist" heldur er enginn hlutur hjer á jarðríki eins og hann sýnist. Þess vegna er hið jarðneska tilverustig sann-nefnd „blekkingarveröld". Og í Útgarði fer alt fram með blekkingum, eins og síðar mun sýnt verða. Leiðin til fullkomnunar. Ein af grundvallarkenningum guðspekinnar er kenningin um þroskun mannssálarinnar eða vitundarlifsins. En maðurinn getur ekki tekið neinum þroska, nema því aðeins, að hann leggi meira eða minna á sig, eigi annað veifið í harðri baráttu. Og baráttan á að leiða til sigurs. Hann á að sigrast á þeirr tak- mörkun, sem hann á við að búa, því að takmörkunin er upp- runi hins „illa“, sem vjer köllum, og jafnframt skilyrði og hjálparmeðal til þroskunar. Maðurinn verður því að ganga ákveðna þroskabraut, til þess að komast að þvf takmarki, sem honum er ætlað að ná. Það má svo heita, að öll trúarbrögð sýni fylgismönnum sín- um fram á, hvernig þessari þroskunarbraut er farið. Það hefði því verið mjög líklegt, að Ásatrúin hafi haft upprunalega ein- hverja slíka kenningu eða frásagnir, sem sýndu hvernig mann- inum er ætlað að ná hinu fyrirhugaða takmarki. En eru slíkar frásagnir að finna í þessum litlu leifum hennar, sem vjer höfum handa á milli? Um það geta, ef til vill, verið skiftar skoðanir. Það er þó aðgætandi, að flest trúarbrögð Iýsa þroskabraut vit- undarlífsins í líkingum og dæmisögum, og um merkingu þeirra má lengi deila. Það vill nú svo til, að til er líkingarfrásögn ein í Snorra Eddu, sem gæti virtst fela í sjer lýsingu á þeim hlutum, sem mannssálin eða mannsandinn á við að búa, þar sem „harðfærast þykir" og hann stendur verst að vígi, sökum blekkingarinnar. Frásaga þessi er um för Þórs til Útgarða-Loka. Áleiðis til Útgarðs. Qylfi konungur eða Qangleri hefur heyrt margar hreysti- sögur um Þór, son Alföður og Jarðar. Hann fýsir því að heyra, hvort hann hafi hvergi farið halloka. Þess vegna spyrhann: „Hvárt hefir Þórr hvergi svá farit, at hann hafi hitt fyrir sjer svo ríkt eða ramt, at honum hafi ofurefli verið fyrir afls sakar eða fjölkyngi?" Hárr sýnist helst vilja fara undan í flæmingi, því að þótt svo hafi verið, að Þór hafi fengið sig fullreyndan, þá er eigi, segir Hárr, skylt að segja frá, „fyrir því at mörg dæmi eru til þess ok þvi eru allir skyldir at trúa, at Þórr er máttkastr". En Gangleri vill ekki láta sjer þetta lynda og þykist nú hafa spurt Æsi þeirra hluta, er þeir sjeu ekki færir um að leysa úr. Það verður því úr, að Þriði þykir „auðsýnt at hann vilji þessi tíðendi vita“ og segir honum söguna. Er hún í sem fæst- um orðum á þessa leið: Þór tók hafra sína og reið og lagði af stað úr Ásgarði. Með honum var áss sá, er Loki heitir. Þeir gistu hjá bónda einum hið fyrra kvöld. Þar skar Þór hafra sína og hafði til matar og bauð bónda að neyta þeirra með sjer og konu hans og börnum. Sonur bónda hjet Þjálíi, en dóttir Röskva. Þó tók Þór öllum vara við því að brjóta bein hafranna. Þjálfi hirti ekki um það, en braut einn lærlegg hafranna til mergjar. Um morguninn vígði Þór hafurstökurnar, sem beinunum hafði verið kastað í, og stóðu þá báðir hafrarnir upp, sem ekkert hefði í skorist. Þó var annar hafurinn haltur á eftra fæti. Þá reiddist Þór og Ijet brýr síga. En bóndi bað sjer griða og fjekk þau, og fjekk Þór bæði börn bónda sem þjónustumenn sína, og eru þau jafnan í fylgd með honum. Þór ljet eftir hafra sína, er hann kom að „hafinu hinu djúpa“. Þegar þau komu yfir hafið, varð fyrir þeim mörk. Þau ganga hana alt til kvölds. Þá fundu þau skála einn mikinn og lögðust þar til svefns. En um miðja nótt var landskjálfti mikill, svo að húsið skalf og jörðin gekk í öldum eða skykkjum, eins og það er orðað í Eddu. Þór og lagsmönnum hans fór ekki að lítast á blikuna. Þau gengu því innar í húsið og fundu afhús eitt hægra megin í skálanum. Þar bjuggust fjelagar Þórs fyrir, en hann sjálfur settist í afhúsdyrnar og hugði að verja sig, ef á hann yrði Ieitað. En þegar hann kom út um morguninn, sjer hann hvar maður einn liggur, „og var sá eigi lítill“. Hann hraut sferklega, og þóttist Þór þá skilja hvernig stóð á þessum láfum, sem hann hafði heyrt um nóttina. Þór ætlaði þá að Ijósta hann hamrin- um Mjölni, en hikaði við og spyr hann að heiti. Maðurinn kvaðst Skrýmir heita. Kvaðst hann kenna Þór, og spurði hvort hann hefði dregið bur hanska sinn. Sjer Þór þá, að hann og fjelagar hans höfðu sofið í hanska jötunsins, og að afhúsið hægra megin var þumlungur eða þumall hanskans. Þór og fjelagar hans slóust í fylgd með jötninum, og nóttina eftir sváfu þeir allir saman undir eik einni mikilli. Skrýmir hafði borið nesti þeirra allra og bundið í einn bagga. Þór ætl- aði að fá sjer snæðing, áður en hann legðist til hvíldar, en fjekk ekki leyst baggann. ]öfuninn var þá sofnaður. Þór reidd- ist og greip hamarinn Mjölni og Iýstur jötuninn í höfuðið. Skrýmir vaknaði við höggið og spyr hvort laufblað fjelli í höfuð honum. Þór gaf lítið út á það og gekk undir aðra eik og lagðist til svefns. Jötuninn sofnaði svo aftur, þegar komið var undir miðnætti, og hraut svo að dunar í skóginum. Þá læddist Þór að jötninum og Iýstur Mjölni í miðjan hvirfil Skrými og finnur, að hamarinn sekkur djúpt í höfuðið. En í sama bili vaknar Skrýmir, sem vænta mátti, ok mælti: „Hvat er nú? Fjell akarn nokkut í höfuð mjer, eða hvat er títt um þig, Þór?“ En Þór gekk skyndiiega aftur til hvílustaðar síns, og sagðist vera nývaknaður, að komið væri aðeins miðnætti og að enn væri mál að sofa. jjötuninn sofnaði svo hið þriðja sinn, þegar

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.