Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 40

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 40
40 OÐINN hvar, en að líkindum hefur hann ekki breylt henni neitt til muna. Vjer viljum nú reyna að sjá hvað draga má út úr henni, sjá hvað lesa má á milli línanna, í geislum þeim, er stafa af hinum guðspekilegu fræðum. (Frh.). SL Völvustef. Kemur sunna, svanni, sjáðu roða fjalla. Gunnreif gakk í ranni, gleður sólfar alla. Ment er máttur alda, mannvit Viðars aldur. Freyr mun vori valda og vaskur tímans Baldur. Guðm. Jónsson. SL Jón Pálsson bankagjaldkeri. ]ón bankagjaldkeri Pálsson er fæddur 3. ágúst árið 1865 að Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi. For- eldrar hans voru þau hjónin: Páll hreppstjóri ]óns- son Sturlaugssonar frá Skipum og Margrjet Gísla- dóttir Þorgilssonar frá Kaðlastöðum. Bjuggu þau hjónin góðu búi að Syðra-Seli yfir þrjátíu ár, þrátt fyrir mikla ómegð. Þau eignuðust tólf börn, tíu syni og tvær dætur. Sjö af börnum þessum kom- ust á fullorðinsaldur. Meðal þeirra voru bræð- urnir ]ón eldri, er dó 1905 — orðlagður hæfileika- maður — og Bjarni organleikari og tónskáld, er var barnakennari á Stokkseyri. Var hann nafnkunnur fyrir hina miklu hæfileika sína og starfsemi í þjónustu bindindismála, sönglistar og margra annara framfara, er miðuðu til góðs. Hann druknaði með föður sínum í sjóróðri í Þorlákshöfn 24. febr. 1887. Eru nú að- eins fimm af þessum »Selsbræðrum«, eins og þeir voru nefndir í æsku, enn á lífi. Eru það þeir Pálmar bóndi á Stokkseyri, ]úníus bóndi og sýslunefndar- maður að Syðra-Seli, Gísli óðalsbóndi á Kakkarhjá- leigu, ísólfur, hinn alþekti hljóðfærasmiður, hugvits- maður og tónskáld hjer í Rvík, og ]ón bankagjaldkeri. ]ón ólst upp í föðurgarði, uns hann rjeði sig sem vinnumann hjá Ðjarna bróður sínum, er bjó í Götu. Eftir að bróðir hans druknaði var hann tvö ár fyrir- vinna hjá ekkjunni. Síðan fluttist hann til Eyrarbakka og gerðist lausamaður. Tók hann þá við kennara- starfinu við barnaskólann og sömuleiðis við organ- leikarastarfinu við Eyrarbakkakirkju eftir að hún var reist, en það var árið 1890. Þó gegndi hann jafnframt um hríð organleikarastarfinu við Stokkseyrarkirkju. ]. P. hefur verið stakur starfsmaður og afkasta- rnaður að hverju sem hann hefur gengið. Þegar hann var orðinn lausamaður, vann hann jöfnum höndum að barnakenslu, kenslu í söng og hljóðfæraslætti, stundaði sjóróðra, fjekst við skrifstofustörf við Lefolii- verslun og vöruafgreiðslu við verslunina á Stokkseyri. Stundum fór hann í vegavinnu, og á sumrin fór hann venjulega í kaupavinnu. A þeim árunum var ekki til mikils að sækjast eftir háu kaupgjaldi. Þá var aldrei borgað meira þar eystra fyrir skrifstofustörf en 20 aurar um kl.st., og jafnmikið fyrir barnakensluna, og var þar ekki úr að aka. Það sýnir einna ljósast hve mikill eljumaður ]. P. var, að honum tókst að draga saman 150 kr. fyrir skrifstofustörf sín fyrir veturinn, og annað eins fyrir barnakenslu. Árið 1895, hinn 19. okt., giftist ]. P. heitmey sifmi, Onnu Sigríði Adólfsdóttur. Er hún fædd 23. febrúar 1874. Foreldrar hennar voru þau Adólf Adólfsson bóndi á Stokkseyri og Ingveldur Ásgrímsdóttir Eyj- ólfssonar frá Litlu-Háeyri á Eyrarbakka. Þau voru öll þremenningar að frændsemi: Selshjónin, Páll og Margrjet, Einar »borgari« á Eyrarbakka, faðir Sig- fúsar tónskálds og dómkirkjuorganleikara, Sigríður gamla á Stokkseyri, dóttir ]óns ríka í Móhúsum og móðir Adólfs á Stokkseyri. Er ætt þessi einhver hin mesta söngætt landsins nú í seinni tíð. Langafi þess- ara þremenninga var Ðergur Sturlaugsson bóndi í Brattsholti, er var annálaður söngmaður á sinni tíð. Og síðan hefur verið óslitin söngmannaröðin í ætt- inni fram á þennan dag. Eru þeir frændurnir ]. P. og Sigfús Einarsson hinir fimtu í niðjaröðinni frá Bergi og þremenningar að frændsemi. Mætti telja hjer marga frábæra söngmenn; t. d. voru þeir af- burðamiklir söngmenn, annar fyrir 40 árum, Guð- mundur Þorgilsson afabróðir ]óns, og hinn fyrir fáum árum síðan, móðurbróðir hans, Gísli á Stóra-Hrauni. Hin ríka hneigð til sönglistarinnar hefir fylgt ættinni kynlið eftir kynlið. Þeim hjónunum, ]. P. og frú Onnu, hefur ekki orðið barna auðið. En þegar »spánska« veikin gekk 1918, urðu þau fyrst manna til þess að bjóðast til að taka að sjer börn til uppfósturs. Tóku þau tvö systkini frá einhverju allra bágstaddasta heimili þessa

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.