Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 42

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 42
42 ÓÐINN lega að vetrinum. Þau voru látin ganga milli helstu manna sýslunnar, er rituðu í þau margar góðar greinar og nytsamar. Hafði ]. P. alla ritstjórnina á hendi og sendi þau lesendum sínum ókeypis. Það er talið víst, að margt af því, er stóð í blöðum þessum, hafi orðið til þess að hrinda af stað margskonar fyrirtækjum þar í sýslunni, eða orðið að minsta kosti til þess að vekja menn til umhugsunar um margt. Þar var t. d. rætt um járnbrautarmál, áveitu, kaup á jarðeignum. En aðallega var rætt um sjávarútveg og ýms bjarg- ráð hans. Þá stofnaði ]. P. hinn' svo nefnda «Sjó- mannasjóð Arnessýslu«, sem mun vera enn þá til. Var lengi vel einn fiskur lagður til hans af hverjum hlut, eða þá fiskvirði. En sjóðnum var ætlað að styrkja fjölskyldur þeirra manna, er í sjó drukna þar í veiðistöðvunum. Verst er, ef þessi tillög hafa fallið niður að mestu eftir að ]. P. fluttist til Rvíkur. ]. P. sat í stjórn »Sparisjóðs Arnessýslu« full 10 ár, og var kennari á Stokkseyri og Eyrarbakka í fimtán vetur. Þegar svo Stokkseyri var skift í tvo hreppa (Stokks- eyrarhr. og Eyrarbakkahr.) árið 1897, var ]. P. kos- inn oddviti Eyrarbakkahrepps. En honum voru odd- vitastörfin mjög ógeðfeld, og reyndi hann þess vegna að losna við þau sem fyrst. Þegar minst er á æfiatriði ]. P., hefði ef til vill verið rjettast að gera nokkra grein fyrir stærsta opin- bera málinu, sem hann hefur verið við riðinn; er það Landsbankamálið, eða hið svo nefnda »Landsbanka- fargan« árið 1916. En höf. þessara lína brestur nægilega þekkingu að dæma nokkuð um það máli. Bar ]. P. þar sigur úr býtum, eins og kunnugt er. Annars er skýrt frá þessu máli í hinni svo nefndu »Bláu bók«, eða »Skjölum viðvíkjandi Landsbankanum«, er birt voru að ráð- stöfum stjórnarinnar. Þess skal getið, að enginn þeirra manna, er þá voru í bankastjórninni, eru í henni nú, og hefur ekki síðan, svo kunnugt sje, borið á neinum erjum milli gjaldkera og bankastjórnarinnar. ]ón Pálsson er einn af þeim, er stofnuðu fyrsta bindindisfjelagið þar eystra. Var það nefnt »Ðræðra- fjelagið« og var í rauninni undirbúningsfjelag eða fyrirrennari Good-templarreglunnar. Fjelag þetta var stofnað 4. okt. 1885, en Good-templarstúkan var ekki stofnuð fyr en 13. júní 1886. Bjarni bróðir ]. P. var hinn helsti forvígismaður hennar, meðan hans naut við. En þegar hann fjell frá, óttaðist móðir þeirra bræðra, að þá mundi bresta kjark til að halda bind- indisstarfseminni áfram með eins mikilli festu og Bjarni hafði gert. Og var þá sem hún vildi eggja þá lögeggjan, er hún gekk sjálf í fjelagið, þótt hún væri þá komin fast að sextugu. Var hún þá spurð að því, hví hún, svo öldruð kona, gengi í stúkuna. »]eg veit«, svaraði hún, að drengirnir mínir minnast hans Bjarna míns og þess, er hann vildi gera öllum gott, er þeir sjá mig sitja á fundum með þeim«. Hún mun og hafa átt kollgátuna. Bræðurnir munu hafa átt henni ekki hvað síst að þakka, hve lengi þeir gátu haldið fje- lagsskapnum saman. Þar kom, að ]. P. gekk úr fje- laginu, og hneigðist til víndrykkju, jafnvel þótt það gæti ekki heitið úr hófi fram. En hann áttaði sig brátt, og segir hann sjálfur að það hafi hann verst gert um sína daga, er hann gekk úr reglunni. Þegar hann gekk aftur í hana, var sem hann reyndi að bæta sem mest hann mátti fyrir burtför sína með því að vinna alt hvað hann gat, bæði í undirstúk- unni á Eyrarbakka og þó enn þá meira í barnastúk- unni. Það eitt er víst, að starfið í barnastúkunni átti afarvel við hann, sökum þess að hann er frábærlega barngóður. Þegar hann fluttisi til Rvíkur, gekk hann í G.-T.-stúkuna »Verðandi« nr. 9, og er enn í dag fjelagsmaður hennar. Hann var stórritari reglunnar hjer á landi frá 1909 og stórtemplar frá 1911 —1913. ]. P. gekk einnig í Oddfellow-regluna, árið 1905. Starfsemi hans innan þeirrar reglu er þeim, sem þetta ritar, ekki kunnug, nema hvað nokkuð má marka á því, hve hlýjan hug fjelagsbræður hans bera til hans. Mun því óhætt að gera ráð fyrir, að hann muni hafa haft þar verk að vinna og ekki legið á liði sínu fremur en annarstaðar. Það hef jeg fyrir satt, að margir fátæklingar, og ekki síst fátækra manna börn, hafi oft haft ástæðu til að fagna komu hans og skoða hann sem erindreka göfugs málefnis, er hann hefur sjest leita uppi fátækustu hreysin og kjallaraholurnar í Rvík. Mætti eflaust segja hið sama um fleiri fjelags- menn þessarar göfugu reglu. Þeir menn, er hafa átt því að fagna, að kynnast ]. P. og spjalla við hann í góðu tómi, finna brátt inn á að hann er fræðimaður mikill. Hann á að öllum líkind- um langstærsta skrítlu- og kýmnisafn hjer á landi, og væri æskilegt, að eitthvað af því kæmist á prent. Hann hefur sömuleiðis safnað miklu af sígildum og ramíslenskum orðum, sem sjást óvíða í ritum eða ekki, en hafa samt lifað á vörum alþýðunnar alt fram á þennan dag. Hefur hann lánað eða gefið sr. ]ó- hannesi L. L. ]óhannessyni frá Kvennabrekku bók eina með slíkum orðum. Heitir hún »Ranamosk«. Spurði jeg sr. ]óhannes, hvernig honum litist á þetta orðasafn ]. P. Kvað hann sjer væri ánægja að segja, að orðasafn þetta hefði »inni að halda mörg ágæt orð, sem eru mjög fágæt og flest eflaust forn, þótt eigi finnist í fornritum«. Og hvergi munu gömlu, ís-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.