Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 46

Óðinn - 01.01.1922, Blaðsíða 46
46 Ó ÐJIN N um. Hús jarðarinnar hefur Qunnar bygt öll upp. íbúðarhús úr steinsteypu (stærð 14 X 12 al.), með •kjallara, og þaki úr bárujárni, og er húsið mjög vandað. Fjós fyrir 12 nautgripi og 4 hesta, með steinsteypuveggjum og bárujárnsþaki. Utieldhús og smiðju, sömuleiðis með steinsteypuveggjum og járn- þaki. Safnhús (fyrir áburð), steinlímdur botn og veggir, en þak úr járni. Fjárhús fyrir c. 600 fjár. Hesthús fyrir 16—18 hesta, og heyhlöður yfir c. 900 hesta af heyi, sumar með járnþaki, og eru húsin öll vönduð og vel bygð. Þrátt fyrir öll hin mikilvirku störf sín á heimilinu hefur Gunnar ekki dregið sig í hlje frá al- mennum og opinberum störfum. Sat hann í hrepps- nefnd Vallnahrepps yfir 20 ár, en hrepp- stjóri síðan 1893 og sýslunefndarmaður síðan 1906, og hafa tillögur hans í nefnd- um þessum jafnan haft mikið gildi. Framfaramál sveit- arinnar og hjeraðsins hefur Gunnar jafnan látið mikið til sín taka, og verið stuðnings- maður þeirra, og haft trúnaðarstörfum að gegna. T. d. sat hann um mörg ár í stjórn Búnaðarfjelags Vallnahrepps, sömuleiðis í stjórn Bún- aðarsambands Austurlands. Aðalstofnandi hrossarækt- unarfjelags Fljótsdalshjeraðs, ásamt Jóni Bergssyni á Egilsstöðum, og má svo heita, að þeir hafi haldið uppi þeim fjelagsskap frá byrjun. Ennfremur sat Gunnar um mörg ár í stjórn búnaðarskólans á Eið- um, sem formaður skólastjórnarinnar. Allmikið hefur Gunnar látið landsmál til sín taka, einkum við undirbúning alþingiskosninga, og jafnan haft þar drjúg áhrif. Var hann frá fyrstu eindreginn fylgismaðurinn Benedikts sál. Sveinssonar, og síðan heimastjórnarmanna. Aldrei hefur hann boðið sig fram til þingsetu, og mundi þó sæti hans þar hafa verið eins vel skipað og mörg önnur; en boðið var honum sæti á bændalistanum við síðustu landskosningar, sem hann af skiljanlegum ástæðum afþakkaði. Sumarið 1907 var Gunnar sæmdur heiðursmerki dannebrogs- manna, og nokkrum árum síðar hlaut hann verðlaun úr verðlaunasjóði Kristjáns konungs IX., og var hvort- tveggja vel verðskuldað. Gunnar Pálsson er nú nær sjötugur að aldri. Starfs- þrekið er enn hið sama, áhuginn hinn sami og fjörið hið sama. Enn gengur hann fyrir verkum á sínu stóra heimili, altaf fyrstur og fremstur, þar sem við þarf karlmensku og hagsýni. Betur að ísland ætti marga slíka syni, þá ætti bændastjettin íslenska meiri fram- tíð og hefði meira gildi en hún enn hefur. Sigríður Árnabjörnsdóttir er fædd í Skriðuklaustri í Fljótsdal 22. mars 1842. Foreldrar hennar voru Árnibjörn Mulemann Stefánsson prófasts Árnasonar á Valþjófsstað1) og Soffía Hallgrímsdóttir. Ólst Sig- rígríður upp með foreldrum sínum, fyrst á Skriðu- klaustri og Geitagerði, þar sem þau hjón bjuggu nokkur ár, og síðast allmörg ár á Ási í Fellum, hjá mági Árnabjörns, sjera Vig- fúsi Guttormssyni. Þar stundaði Árnibjörn handverk sitt, söðla- smíði. Vorið 1863 fluttust þau hjón með dóttur sína að Ketilsstöðum á Völlum til Hall- gríms hreppstjóra Eyj- ólfssonar og Þorbjarg- ar jónsdóttur vefara, og sumarið 1866 giftist Sigríður syni þeirra, Þórarni. Bjuggu þau saman í ástríku hjónabandi, þar til hann andaðist í október 1878. I hjónabandi þessu eignað- ist hún tvö börn: Hallgrím bónda á Ketilsstöðum og Þorbjörgu. Eftir að hafa mist mann sinn bjó Sig- ríður sem ekkja á Ketilsstöðum, þar til hún sumarið 1884 giftist aftur, Gunnari Pálssyni. Hafa þau hjón síðan búið í hálflendi Ketilsstaða, þar til hún andað- ist í ágúst 1920. Sigríður sál. var jarðsett í heima- grafreit á Ketilsstöðum, að viðstöddu miklu fjölmenni úr öllum nærliggjandi sveitum. Hafði hún lagt svo fyrir, að enginn prestur talaði yfir sjer, en í þess stað flutti maður hennar yfir gröfinni mjög snotra skilnaðar- eg þakklætisræðu. Þegar Sigríður sál. giftist Þórarni, tók hún þegar við bústjórn á Ketilsstöðum, undir umsjón tengda- móður sinnar, sem tekin var að eldast og þreytast, á 1) Árnibjörn lærði söðlasmíði og dýnugerð í Kaupm.höfn. Dvaldi þar 7 eða 8 ár. Þar nefndi hann sig Mulemann.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.