Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 3
ÓÐIN N 3 Grænlandsför Arnljóts Ólafssonar alþm. sumarið 1860. Pann 29. júní 1860 vóru þeir hr. löjtenant Th. Zeilau, præmierlöjtenant í Infanteriet, og alþm. Arnljótur Ólafsson, sem þá var í Kaup- mannahöfn, útnefndir af fjármálaráðuneytinu til þess að vera fulltrúar dönsku stjórnarinnar í leiðangri þeim, er ofursti Tal. P. Shaffner, frá frírikjum Norður-Ameríku, ætlaði að fara á eim- skipinu »Fox«, skipstjóri Allan Young, til að rannsaka hvort framkvæmanlegt mundi vera, að leggja simalínu frá Norður-Ameríku um Græn- land, Island, Færeyjar og Hjaltland til Evrópu. En ShafTner hafði áður, 16. ágúst 1854, fengið kgl. leyfisbrjef til að leggja síma þessa leið fyrir eigin reikning og áhættu, yfir þau lönd og höf, sem heyrðu til Danaveldi. Er þeir fjelagar höfðu fengið þetta skipunar- brjef, lögðu þeir á stað frá Kaupmannahöfn þegar næsta dag, 30. júní 1860, suður um Þýskaland og Frakkland til Lundúna. »Fox« átti að fara frá Southampton þann 16. júlí, svo þeir fjelagar fengu hæfilegan tima til að búa sig út til fararinnar, bæði líkamlega og andlega, og kom þeim það vel, þar eð þeir höfðu farið frá K.höfn fyrirvaralaust og því al- gerlega óundirbúnir. Arnljótur Ólafsson hafði sjer til minnis skrifað í hefti helstu atburði á sjóferðinni, og er það hefti enn til og verður prentað hjer, en áður þykir rjett að skýra nokkuð frá tildrögum farar- innar og undirbúningi, og er það gert eftir ferða- bók præmierlöjtenants Th. Zeilau’s, sem rit- aði itarlega um ferðina, og kom bók hans út í K.höfn 1861. Er ferðasaga Zeilau’s að mörgu leyti merkileg, því hann skýrir greinilega frá jafnvel þvi, sem aðrir mundu telja smámuni, og er þá nokkuð langorður, en með þessu tekst honum einmitt að gera lýsingu sína skýra. Aðal-maður leiðangursins var Taliaferro Pre- ston ShafTner; hann var fæddur í Smithfield, JefFerson County í fylkinu eða ríkinu Virginia í Bandaríkjunum og þar ólst hann upp. Þó hann væri lærður maður hafði hann á uppvaxtar- árunum lagt margt á gjörva hönd. Hann las lög eða rjettara sagt gekk málafærslumanni á hönd og fjekk 1843 leyfi til að flytja mál í Mary- land, varð síðar blaðamaður og ritstjóri. í fjelagi með öðrum fleirum stóð hann fyrir simalagningu viðsvegar i Ameriku, og fjekk mikla reynslu í þeim efnum, gerðist hann þá brátt leiðandi maður í ýmsum fjelögum, sem fengust við slíkt. Hann var ofursti i landvarnarliðinu í Kentu- cky. Á þessum árum voru miklar bollalegging- ar meðal manna bæði i Ameríku og Evrópu um að koma á simasambandi milli álfanna; voru aðallega tvær stefnur uppi. Önnur að fara með símann beint yfir Atlandshafið frá New- York til Englands. Hin að fara frá Cap St. Ro- gue í Suður-Ameríku yfir St. Pauls-klettinn og Cap Verdi eyjarnar yfir á Pyrenea-skagann. Þá línu aðhyltist Suður-Evrópa og sjerstaklega Frakkar, en England og Bandamenn beinu lín- una. Ofursti Shaffner hafði verið norður í La- brador; hann gerði þá tillögu, að leggja símann frá Labrador yfir Grænland, Island, Færeyjar og Hjaltland til Skotlands, en þessi þriðja Iína fjekk minstan byr. 4. uppástungan var reyndar nefnd, en varla í alvöru, hún var sú, að leggja símann frá vesturströnd Ameriku yfir Aleuta- eyjarnar, Síberíu og Rússland, og á þeim dögum þótti það hin auðveldasta og tryggasta leið, en jafnframt hin kostnaðarmesta vegna vegalengd- arinnar. En Shaffner hafði víkingslund. Árið 1854 er hann kominn til Kaupmannahafnar og hefur fengið einkaleyfi um 100 ára skeið til að leggja síma hina áður umgetnu Ieið, hvað það svæði snerti, sem var innan veldis Danakonungs. t*ó var það skilyrði sett, að Shaffner skyldi á eigin kostnað og ábyrgð hafa lokið þessu innan 10 ára, ella fjelli Ieyfið niður. Á næstu árum ferðaðist ofursti Shaffner mikið um Evrópu og varð ráðunautur ýmsra fjelaga og jafnvel ríkja um símalagningar, og 1859 gaf hann út handbók um símalagningar, sem út kom í New-York í júlí 1859. Með bók þessari sýndi hann að hann var hinn fjölfróðasti maður í þessari grein og varð útkoma hennar til að auka álit hans hjá ýmsum málsmetandi mönnum. Ofursti Shaffner hafði átt mjög erfitt upp- dráttar með Norður-Atlantshafslínu sína. Fiestir hölluðust helst að beinni línu milli Englands og Bandaríkjanna. Stórfje var safnað, og á ár-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.