Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 8
8 ÓÐINN esbys og varpa akkerum sinum á bafísjaka á reki innan um ísinn og þó i nánd við hafís- röndina. Að áliðnu miðdegi — kl. 1—2 — rendi Fox sjer þó á flak af vatnaís (Vatnaísinn berst úr fjarðarmynnunum út í hafísinn og er mikið fastari i sjer og harðari en rekísinn), sem ekki Ijet undan hinu meitil-hvassa stefni skipsins, en svo skarpt varð höggið, að skipið hrökk aftur á bak, sig’urnar skulfu frá toppi niður í kjöl, og klukkan fram á hringdi í ákafa. — Fox tók dýfu en lyfti sjer siðan hátt upp eins og sterkur maður mundi gera, ef hann fengi hnefahögg fyrir bringsmalirnar, saup síðan á að aftan, þó skjólborðin sjeu há. Þeir sem voru við stýris- hjólið köstuðust langt til og meiddust, og í öllu skipinu var enginn, sem ekki hentist til. En Fox stóð sig vel og fljótlega jafnaði hann gang- inn og rendi sjer eins og áður á milli ísjakanna eða á þá, sem oftast urðu að víkja eða klofna eða þá siga hægt undan þessu voru góða skipi, sem var pínt áfram af flögðum Hræsvelgs. Nokkru seinna dags fjekk »Fox« aftur ámóta skell og hjeldu þá sumir, að nú væri úti um hann, því í þetla sinn losnaði hann ekki frá jakanum, en halði höggvið sig fastan í hanu og lægði skriðið; hlóðust þá ísflökin alt í kringum skipið. Nokkrir háir jakar hrúguðust að skutn- um og stýrinu og stöðvuðu skrúfuna. Þeir sem voru þá við stýrishjólið hentust á öldustokkinn, og þrátt fyrir, að Fox var á fullri 10 milna ferð, þegar áreksturinn varð, þá hreyfðist hann nú ekki, og var ekkert útlit á, að hann myndi losna i bráðina, því isinn hlóðst að meir og meir og myndaði breilt rif, sem Fox riðiaði á. — Isinn hrúgaðist og þrýstist upp með skipinu á báðar hliðar með ógurlegum gný. Það brakaði og marraði i öllu, og undir þiijum var hljóðið eins og skipið væri að brotna. Nú reið á að koma gangi á, til að losast út úr þessari klipu, en skrúfan hreyfðist ekki. f*á bauð skipstjórinn að vinda upp segl. Reynt var að draga skonnortu- seglið á stórsiglunni lítið eitt upp, framar þorði enginn eða gat hreyft neitt á skipinu. Allir hjálpuðust að, og nú má marka vindþróttinn á því, að er vjer loks með sameinuðum kröftum höfðum halað hornið á seglinu örlítið upp fyrir borðstokkinn, og hjer um bil 4 ferálnir höfðu með- mestu erfiðismunum komist svo hált, að vindurinn tók í það, þá fundum vjer strax, að skipið fór að þrýsta á ísinn og hafði á skammri stund rifið sig fram úr honum, sem þó lá svo þjett að hliðunum á »Fox«, að hann hafði lyftst töluvert. Við þetta tækifæri kom greinilega í ljós, að einhver alira dýrmætasti eiginleiki þessa góða skips var: að frá vatnsborði niður að kjöl var halli byrðingsins svo mikill, að isinn fjekk hann ekki í klepimu við vaxandi þrýsting, heldur lyfti honum upp. En fái borgarjakar, líkir þeim, sem þrengdu að Fox i þessum svifum, skipsskrokk- inn i fasta klemmu, þá stenst það ekkert skip í slíku hafróti, jafnvel ekki Fox, en sem sagt, hann var með svo hallandi súð, að þrýstingur- inn lyfti honum fyrr upp en klemdi hann fast- an, og því losnaði hann nú og náði aftur sinum vana gangi. — Eilt sinn skreið Fox inn á milli tveggja stórjaka, í svo þröngt sund, að báðar hliðarnar nerust við isinn, en svo vel var stýrl, að ekkert laskaðist nema fáeinir plankar i öldu- stokknum lítið eitt. Á þessum hættustundum með torlíminguna beint fyrir augunum, held jeg þó að ein hugs- un hafi verið ríkust í huga allra og það var að- dáunin á vorum litla »Fox« — áreiðanlega þótti öllum innilega vænt um skipið. Loftvogin hafði fallið allt í einu um nóttina, þó fyrst eftir að veðrið skall á, og enn hafði hún aftur fallið um 1 ’/a þuml. Sjórinn æddi nú inn um öldustokk- inn framarlega og braut hann meir og meir. Hann flæddi eftir þilfarinu og niður í vjelar- rúmið, en þar hafði verið unnið ósleitilega all- an daginn; nú fylltist það alt af gufu við það að vatnið skvettist á sjóðheitar plöturnar, fór þá að ganga erfitt með kolamoksturinn, svo kynd- ararnir urðu að þreifa fyrir sjer með höndun- um til að ná í kolin, og henda þeim á glæð- urnar, eftir því sem best gat gengið. En vjela- rúmið fyllist meir og meir af sjó og skipið valt svo mjög, að kl. 3 hafði vjelameistarinn orðið að Iáta skipstjórann vita, að ekki væri lengur hægt að smyrja vjelina. Skipstjóri áleit að björg- un skipsins væri undir vjelinni komin og vildi að meistarinn hjeldi henni í gangi. Vjelameistar- inn var landi minn, og þannig voru tveir land- ar mínir, hann og pilturinn frá Fanö, sem glöddu mig þennan dag með vasklegri framgöngu sinni. Vjelameislari Kindler vann á þessum degi af- reksverk í vjelarúminu, þvi afreksverk vinna menn viðar en á vigvellinum. Hvergi var verra að vera, eins og nú stóð á, en einmitt í vjela-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.