Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 9
ÓÐINN 9 rúminu. Vjer, sem vorum á þiljum uppi, höfð- um glögt yfirlit yfir hætturnar sem ógnuðu, en það má mæta og búast til varnar gegn þeirri hættu, er maður sjer. Þannig er það ekki vjelarúminu. Þar niðri var hávaðinn enn þá geigvænlegri af þvi orsakirnar sáust ekki. Þeir, sem þar voru, vissu að eins að ógnir dauðans umkringdu skip- ið á allar hliðar, en hættuna var hvorki hægt að mæla nje vigta, og þó voru þar einmilt öfl- in, hin glóandi öfl, sem ef til vill alt reið á að væru í sem besfu lagi. Aldrei hefur vjelsfjóri haft erfiðari stöðu en hr. Kindler á þessum degi, og aldrei hefur meistarasætið verið betur skip- að. Skipstjóri Young hrósar líka hr. Kindler sjer- staklega í skýrslu sinni. Hærra og hærra flóði vatnið í vjelarúminu, full 2 fet, — sjórinn tók kyndurunum í hje — og heitara og heitara varð það. Við veltuna á skipinu skolaðist vatnið upp á eldopin eða á hlerana og alt fyllist af gufumekki. Kl. 5 Ijet Kindler skipsljórann vita, að hann gæti ekki lengur haldið gufu á, sem þyrfti til að halda aftur af skipiuu. Ofviðrið hjeltst með sama ofs- anum og sjórinn hækkaði. Vjelkrafturinn sneri skrúfunni á vjelunum að eins 20 snúninga á mínútu og engin vissa var fyrir því, að geta hald- ið þeim hraða, og enn á ný varð vjelameistari að gera þá skyldu sína, að tilkynna skipstjóra allar ástæður. En svo nauðugur gerði hann þetta, að helst virtist sem hann áliti sjálfan sig i sökinni- Skipsfjóri fól honum að ráða fram úr þessu sem best hann gæli og hann sem sjerfræðingur gæti varið. (Þeim til skýringar, sem ekki eru fróðir í þessum sökum, er rjett að geta þess, að ketilsprenging gat orðið, ef varúðar var ekki gætt). Vjelameistari sendi þá kyndara sina upp á þiljur. — Þeir höfðu bólgna fætur og voru orðnir svo illa haldnir í heita vatninu, að þeir mistu neglurnar af tánum. Kindler var nú einn eftir í vjelarúminu, og hjelt sjálfur áfram að kynda þangað til klukkan rúmlega sjö, að hann var leystur frá þessu langa, erfiða og óttalega starfa, eftir að hafa verið á verði allan timann, frá því óveðrið skall á. Sjórinn hafði loks náð eldunum og slökkt þá. Myrkrið færðist nú yfir, loftið var skýjað og engin norðurljós sáust þetta kvöld. Vjelin hafði stöðvast, engin skrúfa dreif skipið áfram svo það ljet ekki að stjórn, en eins og áður var íult af isjökum, ísbjörgum og ísfjöllum á víð og dreif í kringum oss, og enn þá var sama öskrandi rokið í fullum æðisgangi. Pá kom skipstjórinn loks niður í lyftinguna og sagði: »Nú er alt vort ráð í Drottins hendi I Man can do no more«. Það var geigvænlegt ástand. Engin stjórn á skútunni, sem flaug áfram með sama brunandi hraða. ísbjörg, hörð eins og klettaveggur Nor- egs, á sveimi allt í kring. Níðdimm nóttin. Þetta var útlitið. Því var ekki undarlegt, að einn og annar yrði alvarlegur í huga og færi að hugsa um sinn hag, eftir því sem horfurnar gáfu til- efni til. Þá, eins skyndilega og þetta suðaustanrok skall á, eins skyndilega sletti í logn um kl. 8 um kvöldið. Þetta varð alt í einu — eitt augnablik blæjalogn — en síðan rann á bramseglskæla af norðri, er gekk til vesturs þegar leið að nótt. Sjógangur var mikill og auður sjór. Vjer vor- um lausir úr hafísnum. Nú voru að eins á dreif- ingu borgarisjakar, sem í ár var svo mikið um í Davissundi að sunnan. Þetta var alveg öfugt við árið 1859, þegar Shaffner á »Wyman« hafði farið sína farsælu glæfraför og hitt á gott tsár við vesturströnd Grænlands. Hann hafði nú feng- ið kynni af hafísnum og breytt skoðun sinni á »þeim hjegóma«. Þótt vjer værum lausir úr isnum, og öll ó- sköpin um garð gengin, þá var enn þá tölu- verður geigur í mönnum, sem hvarf fyrst smám saman. 1 nælurmyrkrinu gat árekstur auðveld- lega orðið og að komast í kast við ísfjall í svona brimi var enginn leikur. Á hættustundinni, með- an æsingin er og glímuskjálftinn í manni, kemst engin hugsun að og þess vegna heldur ekki öm- urleikinn, hann kemur fyrst — eftir bardagann — um leið og slenið kemur eftir æsinguna. Vjer leituðum í rekkjur vorar, til að njóta þeirrar hvíldar sem líkaminn þarfnaðist. Jeg þakkaði guði í kvöldbæn minni fyrir frelsun vora og fól mig hans vernd og miskunn á hendur nú og æfinlega, en fjelagi minn var á þeirri skoðun, að það hefði aldrei verið hið eiginlega takmark og tilgangur ferðarinnar að liggja hjer og farast í ísnum út í miðju Davissundi, og þetta sagði hann með sem næst kæruleysislegri rósemi, sem Islendingum er svo eiginleg«. Það er nokkru síðar í frásögninni um dvöl- ina í Grænlandi, að Zeilau fær tækifæri til að minnast á fjelaga sinn. Hann segir svo frá: »Frá Irpsumiak voru sendir tveir flokkar í land-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.