Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 12

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 12
12 ÓÐINN Ásgeir Finnbogason °s , Ragnhildur Olafsdóttir hjón frá Lundum. Eftir Halld. Daníelsson frá Langholti, fyrv. alþm, í Mýras. Ásgeir Finnbogason var fæddur 1. nóv. 1814 í Finnbogabæ í Reykjavík. Foreldrar hansvoru: Finnbogi Björns- son og kona hans ArndísTeitsdóttir, vel metin sóma- og merkis-hjón. Þau voru fremur fátæk, en báru mikla gæfu til þess, að koma sinum efnilegu börnum til menn- ingar. BræðurÁs- geirs voru þeir: Kristófer á Slóra- Fjalli í Borgar- hreppi, sjera Jak- ob, síðast prestur að Þingeyra- klaustri, og Teitur, dýralæknir og járnsmiður í Reykjavik. En systur þrjár: Guðrún, kona sjera Guðmundar Yigfússonar, prófasts á Mel- stað, og Prúður, kona Einars Jónssonar, járn- smiðs í Belgsholtskoti í Melasveit, og Guðrún, móðir frk. Sigríðar Helgason. Öll voru þau systkin atgerfis- og mannkosta fólk. — Strax eftir fermingu fór Ásgeir úr foreldrahúsum, til hins nafnkunna þjóðskörungs Magnúsar Step- hensen dómstjóra í Viðey, og gerðist þjónn hans. Ásgeir naut hylli þess mikla manns, sem fljótt hefur veitt hæfileikum og kostum hans athygli. I Viðey mentaðist Ásgeir miklu fremur en þá var títt um alþýðumenn. Lærði að skrifa fagra rithönd, einnig reikning og dönsku. Bar hann þeirrar mentunar góðar minjar æ síðan. I Viðey lærði hann einnig bókbandsiðn, og var altaf talinn leikinn og vandvirkur bókbind- ari. Stundaði hann þá iðn i Viðey, fyrst hjá Magnúsi dómstjóra, og síðar hjá syni Magnúsar Ólafi Stephensen sekretera. Eftir að Ásgeir fluttist að Lambastöðum stund- aði bann þar bókbandsiðnina af miklu kappi. Pá gerðist hann útgefandi að nokkrum bókum, sem prentaðar voru í Landsprentsmiðjunni í Reykjavík. í Viðey kvongaðist Ásgeir, í fyrra sinni, 21. febr. 1836 ungfrú Sigríði (f. 15. júlí 1815) Porvalds- dóttur, prófasls Böðvarssonar. Úr Viðey fluttu þau hjón til Reykjavíkur, voru þar 1 ár. Fluttu þaðan að Bráðræði við Reykjavík, bjuggu þar nokkur ár. Þaðan flutlu þau að Lambastöðum á Seltjarnarnesi. Þá jörð, sem ver- ið hafði þjóðjörð, keypti Ásgeir, var hún seld honum með konungs úr- skurði 24. sept. 1850. Á Lamba- stöðum bjuggu þau hjón rausn- arbúi miklu. Þar andaðist Sigríður 23. nóv. 1860. Hún var friðleiks- og atgervis-kona mikil, sem þær systur fleiri. Vorið 1863 flutti Ásgeir frá Lambaslöðum, að Lundum í Staf- holtstungum, og kvongaðist i annað sinni, þá um haustið, 16. okt. 1863, Ragnhildi Ólafsdóttur, ekkju ólafs ólafssonar á Lund- um. Bjuggu þau þar sæmdar- og rausnar-búi þar til Ásgeir andaðist 25. april 1881. Dauða hans bar að með þeim hætti, að hann fór að fyl£Ía gestkomandi manni yfir Pverá, sem er þar skamt frá bænum. ís var á ánni, en ótryggur og með vökum, sem sumar voru þó buldar í ís- hroða. Ásgeir gekk út á ána, til að reyna isinn, en hinn maðurinn beið á árbakkanum. Pegar Ásgeir var kominn skamt frá Iandi, datt hann ofan um blindvök og hvarf þegar. Maðurinn, sem hann var að fylgja, beið á árbakkanum og gat ekki að gert. Lik Ásgeirs fanst þar skamt frá í ánni daginn eftir. Pegar Ásgeir hafði fengið aldursþroska, fór að fara orð af því, að hann væri mikilhæfur maður. Þótti afbragðs sjómaður, áræðinn og snarráður, góður »stjórnari« og mjög aflasæll. Stundaði hann formensku um fjölmargar vertíðir. Einnig eftir að hann flulti að Lundum var hann for- Ásgeir Finnbogason. Ragnhildur Ólafsdóllir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.