Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 13

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 13
ÓÐINN 13 maður um allmargar vetrarvertíðir á Seltjarnar- nesi og Álftanesi. Meðan hann bjó á Lamba- stöðum var hann hafnsögumaður, um allmörg ár, og fórst honum sá starfi vel úr hendi, sem önnur sjómenskustörf, og hlaut fyrir hann traust og virðingu margra útlendra skipstjóra. Búmaður var Ásgeir allmikill og hinn fram- kvæmdasamasti með bústörf og jarðabætur. Á Lambastöðum gerði hann miklar húsa- og jarða- bætur. Einnig á Lundum; þar sljettaði hann míkið í túni, lagði veg heim túnið, i stað trað- anna gömlu, gerði fleiri jarðabætur og bygði þar reisulegan og traustan hæ. Bar bær sá langt af þvi, er þá gerðist1). Ásgeir kostaði miklu til menningar börnum sínum og fleiri vandamanna. Þorvald son sinn kostaði hann til skólanáms. Lárusi Blöndal, tengdasyni sínum, lagði hann allmikinn fjárstyrk til utanfarar, til laganáms. ólafstjúpson sinn styrkti hann til búnaðarskólanáms á »Stend« í Noregi. Ekki var Ásgeir auðugur, en hafði hinsvegar fje til hlítar. Ásgeir fjekst mikið við opinber störf. Var um nokkur ár hreppstjóri í Seltjarnarneshreppi. — Eftir að hann kom að Lundum var hann um nokkur ár hreppstjóri í Stafholtstungnahreppi, og um langan tíma annar sættamaður í Staf- holtstungum. Störf þessi leysti hann vel af hendi, með samviskusemi og ráðkænsku. Þegar fjárkláðamálsdeilan byrjaði um 1857, gekk Ásgeir í flokk »Iækningamanna« og vann mikið að fjárkláðalækningum með Teiti dýra- lækni, bróður sínum, og hinum dönsku dýra- læknum, sem stjórnin sendi þá lil Islands, og ávann sjer traust og virðingu þeirra. 1) Paö mun varla leika á tveim tungum, að í annan tíma, og alt til pessa dags, hafi ckki önnur eins höfðings- lund búi ráðið á Lundum. Til marks um húsakost og búrisnu þar, má geta pess hjer, að vorið 1869, er E. Tb. Jónassen var settur sýslumaður í Mýrasýslu, pá treyst- ist enginn til að hýsa hann. Varð pað pá úr, að pau Lunda hjón tóku hann á heimili sitt, prátt fyrir pað, að pau höfðu pá nýverið tekið hjeraðslækninn. Dvöldu peir par báðir árlangt, og sýslumaðurinn prjú eða fjögur ár, eða þar til hann reisti bú í Hjarðarholti. Mun pað sjaldgæft, að sveitabændur geti bætt tveimur embættis- mönnum við heimilisfólk sitt, til allrar fyrirgreiðslu, og leyst það af hendi með prýði. En slík var risna þeirra Lunda-hjóna, er stóð með sama blóma alla peirra búskapartíð. — Pað var ekki fyrr en harða vorið 1882, árið eftir druknun Ásgeirs, að búið leið nokkurn hnekki. Ó. Ó. Við, sem nú lifum, álílum lækninga-afstöðuna f fjárkláðamálinu hina einu rjettu afstöðu í því máli. En mjög var það á annan veg, þegar fyrstu lækningatilraunirnar byrjuðu, sem blöðin frá þeim árum ljósast greina. Bykir okkur meira til þeirra manna koma, sem strax í upphafi að- hyltust og framkvæmdu þá stefnu í því máli, sem við nú aðhyllumst. Þann 6. október 1862 var Ásgeir sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna. Að vallarsýn var Ásgeir vel vaxinn, meðal- maður að hæð, nokkuð gildvaxinn, en sómdi sjer vel, þrekinn um herðar, afburðamaður að afli og fimleik, fríður sýnum og hið mesta prúðmenni í allri framgöngu. Skynsemdarmaður mesti og hófsmaður um alla hluti að því skapi. Gestrisnismaður mikill og hinn góðviljaðasti. Ástríkur eiginmaður, hinn besti og umönnunar- samasti faðir og stjúpfaðir, hjelt börnum sínum og stjúphörnum til gildis, og kom þeim til ment- unar og menningar. 1 fám orðum sagt: Ásgeir var atgervis- og sómamaður. Börn Ásgeirs voru, af fyrra bjónabandi: Arndís (d. 23. okt. 1905), sem fyrr átti Þor- stein Egilson kaupmann í Hafnarfirði, og siðar Böðvar Þorláksson sýsluskrifara á Blönduósi. Kristín, ekkja Lárusar Blöndals sýslumanns. Þorvaldur (d. 24. ágúst 1887), síðast prestur á Hjaltabakka. Fyrri kona hans Anna Þorsteins- dóttir. Síðari kona Hansína Þorgrímsdóttir. Af síðara hjónabandi: Sigríður, kona Jóns Tómassonar hreppstjóra í Hjarðarholti í Stafholtstungum. Oddný, kona Hinriks Jónssonar bónda að Sinclair P. O. Man., í Melita-nýlendunni í Manitoba. Guðrún, kona Finns Jónssonar verslunar- manns frá Melum í Hrútafirði, að 668 Mc. Der- mot Ave í Winnipeg í Manitoba. Öll voru börn Ásgeirs vel gefin og mannvæn. Ragnhildur Ólafsdóttir var fædd 2. ág. 1833 i Bakkakoti í Bæjarsveit í Andakílshreppi. For- eldrar hennar voru: ólafur bóndi Sigurðsson og kona lians Oddný (d. 1874) Elíasardóttir. Voru þau myndarhjón mikil. Ragnhildur var barn að aldri, þegar faðir hennar dó. Móðir hennar giftist aftur, Guðmundi (d. 1885) Magnússyni frá Langholti, sem síðar bjó um mörg ár í Langholti. Hjá þeim, móður sinni og stjúpföður, ólst Ragnhildur upp. Gekk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.