Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 15

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 15
ÓÐINN 15 Systurnar frá Fellsenda, Þórdís og Jóhanna. Ort af Stefáni frá Hvítadal. Jóhanna Pefrína Ólafsdótlir. Fædd 31. Agúst 1890. - Dáin 13.júli 1929. Pórdis Guðriður Ólafsdóllir. Fædd 9. nóv. 1886. — Dáin 9. mars 1929. Yfir mæddri móður morgunljósin brenni. — Strauk hún lausa lokka, lyfti þeim frá enni, fylgdi úti’ og inni ungu meyjavali. “ Sælt var hennar sumar, sól um alla Dali. Utan húss og innan auðna rætur festi — bar þá glæstan blóma bærinn Daia mesti. — Par var ást og yndi, auður dýrra saia — uns þar fjell til foldar fremsti höldur Dala. Auður hennar ástar aliur í veðrum fokinn — svona er gæfan svipul sorg í vökulokin — auður hennar eini endurminning dagsins. — Kaldur margur kvíðir komu sólarlagsins. Sinar mildu meyjar móðurhöndin varði — þáðu ríkan þroska þær i föðurgarði — hagleik munns og handa, hugum þekkast lyndi, — fremstar i meyja flokki, foreldranna yndi. í*á var blóma brugðið, bæinn hljóðan setti — garðsins dýru dætrum dauðinn bikar rjelti. — Sýktust systur báðar — sama meini lutu — uns við dapran endí allir kraftar þrutu. Alt finsl tóm og eyði eftir vegför bjarta — gleðin fyrri gengin — grætur móðurhjarta. — Guð er þroski þjóða þegar stærst er neyðin — Guð er æðsta giftan, gefur blóm á leiðin. Svipinn báðar sýndu sannrar ættardáðar — gjörfugleiki og gifta greri um systur báðar. — Önnur fór í fjariægð, fræddi unga lýði — hin var lieima glöðust, hússins stoð og prýði. Fylgdu þeim tii foldar friður dýrra svanna — æfiiangt þær áttu ást og virðing manna. — Grát ei horflð gengi, Guð er einn i ráðum — Droltins blessan dýrsta drýpur systrum báðum. Lýsi henni’ og lokki ljómi fjallabrúna — öðru framar endist angan bernsku túna. — Pað er eins og þyngi þegar æfi hallar — jörð og himinn hlusti, hljóðni götur allar. Gleði rík á góðvild Guði þekkast liflr — gott er oss að gleðjast giflu slíkri yflr, — þó er stöðug þjáning þeirra fremdarsaga, þegar í miðjum þroska þrýtur æfidaga. Nú er afl og æska undir sverði grænum — nú er hljótt um hana, húsfreyjuna á bænum. — Par var æska, auður, ást og sól i heiði — núna þraut og þjáning — þriggja vina leiði. Guð er öllum góður, græðir hjartasárin — ástin huggar alla eftir saknaðstárin. — Nú er sviphýrt sumar, sól, og vellir grænir. — Himinn blár og heiður heyr þú móðurbænir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.