Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 17
ÓÐINN 17 Gunnlaugur Pjetursson á Háaleiti, faðir Ásgeirs G. Gunnlaugssonar kaupmanns og þeirra bræðra, andaðist að heimili sínu, Fram- nesveg 1 — líka nefnt Háaleiti — 14. febr. 1933, nær 82 ára að aldri. Hann var fæddur að Ána- naustum í Reykjavík 10. apríl 1851. Faðir hans var Pjetur Þórðarson, borgara, en móðir Guð- rún Gunnlaugsdóttir, er lengi bjó í Oddgeirsbæ. Hún var systir Yalgerðar í Nesi við Seltjörn. — Gunnlaugur ól allan sinn aldur í Reykjavík. Fyrst hjá foreldrumsín- um, en sjö ára gamall misti hann föður sinn og fór þá i fóstur til Sig- urðar Þórðarson- ar, föðurbróður síns, og ólst upp hjá honum til fullorðinsára, en lengst af æfi sinni, og til dauðadags, bjó hann á Háaleiti, eða Framnesveg 1. — Hann var sannur Reykvíkingur, enda mátti sjá þess merki við jarðarför hans, að hann átti marga vini og góðkunningja hjer í bænum, því hún var með hinum allra fjölmennustu. Gunnlaugur Pjetursson var vel greindur, fróður og minnugur, enda mjög bókhneigður. Aflaði hann sjer mentunar á eigin spýtur. Lærði t. d. dönsku og ensku af sjálfsdáðum, svo að hann las bæði þau mál og talaði vel. Kom hon- um það að góðu haldi, þvi um langt skeið var hann leiðsögumaður útlendinga, sem dvöldu hjer á sumrum við laxveiðar og ferðuðust um landið. Annars stundaði hann sjómensku sem aðal-atvinnugrein, bæði sem stýrimaður á þil- skipum og formaður á opnum skipum. Var hann einkar-laginn og gætinn sjómaður og hið mesta prúðmenni í framkomu við háseta sína. Minnist jeg þessa frá yngri árum mínum, er jeg stundaði sjó með Gunnlaugi, ásamt fleiri Borg- firðingum. Man jeg einkum eftir þeim frændum mínum: Sveinbirni Þorsteinssyni frá Reykjum — nú f Sauðagerði — og Þórði Daviðssyni frá Vörðufelli. Báðir voru þeir prúðir og skemti- legir í umgengni. Þórður var sjerlega vel gefinn og bráðþroska atgervismaður, þó sjálfmentaður. Hann flutti síðar vestur til Arnarfjarðar og reisti þar bú, en druknaði skömmu síðar, ungur að aldri — 29 ára — í aftaka mannskaðaveðri 20. sept. 1900, sárt tregaður af þeim, er hann þektu. Hann var bróðursonur konu Gunulaugs og systrungur sjera Bjarna Símonarsonar á Brjáns- Iæk, en börn Þórðar eru: Ingi- björg, kona Ólafs M. Waage í Hús- um í Selárdal, Guðrún, gift Stef. Jónssyni, skólastj. í Stykkishólmi, og Sigurður, prestur í Vallanesi. Jeg minnistþess frá árunum 1880 —1890, að mörg voru smáhýsi i Reykjavík, eink- um í útjöðrum bæjarins, og var Háaleitis-húsið eitt þeirra. Þar vóru hvorki stór nje mörg herbergi og lítið um skrautlega húsmuni, en þar dvaldi þó löngum aðkomufólk, sem stundaði nám um lengri eða skemri tíma, þar á meðal sjera Bjarni heitinn Símonarson, á skólaárum sínum. Getur hann þess í æfiminningum sínum, að þau Gunn- laugur Pjetursson og kona hans hafi átt drýgstan hlut í því að hann gæti byrjað skólanám, með því að bjóða honum frítt uppihald veturinn 1882—1883. — Heimilið var gott, þar var »unnið og spunnið« og þar ríkti siðprýði, ró og friður. Húsbóndinn var sannur öðlingur í umgengni, og kona hans, Margrjet Jónsdóttir frá Bakka- koti (f. 11. mars 1851, d. 19. ágúst 1917), var fyrirmyndar húsmóðir og ávann sjer traust og virðingu þeirra, er henni kyntust. Hún var prýðilega greind og las bækur eftir því sem ástæður leyfðu. Var hún með afbrigðum skarp- læs og minnug, og mátti með sanni segja, að hún gæti hugsað og talað um fleira en fötin og matinn. Gunnlaugur var að verðleikum vel metinn Gunnlaugur Pielursson. Margrjet Jónsdótlir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.