Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 18

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 18
18 ÓÐINN meðal samborgara sinna fyrir góða framkomu í hvívetna. Voru honum falin ýms trúnaðar- störf. Fátækrafulltrúi var hann um 20 ár. Einnig í niðurjöfnunarnefnd og bæjarstjórn um skeið. Hann var áhugamaður um bæjarmál og lands- mál, þó varla mætti telja hann til hinna fram- sæknustu. Hann fór sjálfur jafnan varlega og vildi láta fara varlega, ekki síður í fjármálum en öðru, og hafði óbeit á öllu skuldabraski. Þessi eru oft einkenni samviskusamra heiðursmanna, og slíkur var Gunnlaugur Pjetursson. Bjarni Loftsson. Þórður Davíðsson frá Vörðufelli var fæddur að Litlasandi á H^alfjarðarströnd 8. maí 1871. Þar bjó þá faðir hans Davíð Snæ- bjarnarson, bónda í Bakkakoti í Skorradal, Torfasonar, bónda á Reykjum í Lundarreykjadal, Por- steinssonar. Kona Torfa var Magðalena Snæbj.dóttir, prests á Lundi, Þorvarðssonar í Brautar- holti, Einarssonar. Móðir Davíðs var Guðrún Jónsdóttir frá Drag- hálsi, Klemenssonar. Kona Da- viðs og móðir Þórðar var Ingi- björg Davíðsdóttir, Björnssonar, fyr bónda á Miðsandi, og konu hans Sigríðar Sveinsdóttur (f. 17. ágúst 1799 d. 13. ágúst 1885), bónda Jónssonar í Kalastaðakoti. Var henni (Sigríði) á sínum tíma við brugðið fyrir mannkosti.gáfur og aðra hæfileika. Gegndi hún um langt skeið ljósmóðurstörfum i Hvalfjarðar- strandarhreppi, auk þess sem hennar oft var vitjað til sjúkra og þegar ýmsan vanda bar að höndum, — með góðum árangri. Foreldrar Davíðs, manns Sigríðar, voru: Björn Ólafsson, síðast á Tungufelli í Lundar- reykjadal, og fyrri kona hans Ingibjörg eldri Jónsdóttir, bónda lsleifssonar í Stórabotni. Hálf- bróðir Davíðs Björnssonar, samfeðra, var Björn á Breiðabólsstöðum á Álptanesi, faðir Érlendar bónda á Breiðabólsstöðum og sjera Björns í Laufási (d. 1923). Dætur Davíðs Björnssonar og Sigríðar Sveins- dóttur voru, auk Ingibjargar móður Þórðar Daviðssonar: Kristín, gift Sigurði Halldórssyni, siðast á Heynesi. — Þau hjón önduðust i hárri elli, nær samtímis (sumarið 1921) — og Sigriður (d. 22. ágúst 1929) á Brjánslæk, móðir Bjarna prófasts Símonarsonar (d. 16. mars 1930). Þórður Davíðsson ólst að mestu leyti upp heima hjá foreldrum sínum, lengst af i Vörðu- felli — nýbýli, er faðir hans reisti norðanvert við Eiriksvatn. Liggur það fram af Skorradal, en tilheyrir Lundarreykjadalshreppi. Ungur fór Éórður að stunda sjó á ver- tíðum. Fyrstu árin hjá Gunn- laugi Pjeturssyni á Háaleitií Rvík. Snemmá var Þórður bók- hneigður og lagði sig eftir ýms- um fróðleik. Dönsku, ensku og þýsku lærði hann að mestu til- sagnarlaust og varð allvel fær í þeim málum. Hneigðist hann mikið að söng og hljóðfæraslætti og náði furðanlegri leikni í orgel- og fiðlu-spili. Sund nam hann ungur og kendi þá íþrótt öðrum síðar. Vorið 1895 mun hann hafa fliilt vestur að Brjánslæk á Barða- strönd og kvongaðist þar Bjarg- hildi Jónsdóttur ljósmóður, ágætri konu. Fluttu þau siðan til Arnar- fjarðar og reistu bú að ári liðnu á Skeiði í Selárdal. Þau eignuðust 4 börn, er öll náðu fullorðins aldri, vel gefin og mannvænleg. Hið elsta þeirra, Davíð að nafni, andaðist rúmlega tvitugur. Á lífi eru: Ingibjörg, gift ólafi M. Waage — búa þau á Húsum í Selárdal —, Guðrún, gift Stefáni Jónssyni, skólastjóra í Slykkishólmi, og Sigurður prestur í Vallanesi. Skömmu eftir fermingu fór Éórður að leggja fyrir sig barna- og ungmenna-fræðslu á vetrum og hjelt þvi starfi síðan. Var hann vel til þess fallinn. Einbeittur og ákveðinn trúmaður, og fyrirmynd að háttprýði og reglusemi, en nokkuð strangur og siðavandur. Sjálfur tók hann þátt í leikjum nemendanna og leiðbeindi einnig í þeim greinum, og var hann sjerlega vel látinn sem kennari. Þórður Davíðsson var hár vexti og karlmann- legur, enda vel sterkur. Ljúft var honum að Pórður Davíðsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.