Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 24

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 24
24 ÓÐINN hátt síðan á unglingsárum sínum, fyrst að nokkru við lsafjarðardjúp og svo frá heimili sínu, bæði við fiskafla á haustum og síðasta hluta sumra, og við hákarlaveiðar á vetrum, en vanrækti þó aldrei fjárgeymsluna á vetrum, fremur en hey- skapinn á sumrum. Af þessu hefur svo leitt stöðug velmegun á heimili þessara góðu hjóna, sem margir hafa notið góðs af, bæði sem framúrskarandi gest- risni undantekningarlaust fyrir enga borgun og ódýrri björg til efnalítilla heimila af sjávar- afurðunum. Björn var búinn að vera 25 ár hreppstjóri, þegar hann sagði því starfi af sjer, árið 1930, vegna sjóndepru, sýslunefndarmaður hefur hann verið 18 ár, hreppsnefndarmaður í 35 ár, og í stjórn kaupfjelagsins á Hólmavík i 31 ár. Öllum þessum störfum hefur hann gegnt með sæmd, og sjerstaklega get jeg borið um starf hans f sljórn Verslunarfjelags Steingrímsfjarðar. Hann var langmesti styrktarmaður fjelagsins, áhuga- samur, ötull starfsmaður og framúrskarandi ó- eigingjarn, að því er fjármálin snerti, eins og jafnan hefur komið fram í öllum málum, sem hann hefur haft einhver afskifti af. Pað má óhætt fullyrða, að þau Smáhamra- hjón eiga engan óvin, en marga vini; þeirra verður ekki minst á elliárunum, sem nú eru komin yfir þau, nema með óblandinni virðingu og vinsemd fyrir vel unnin störf í þágu hjeraðs sins, og þá vitanlega þjóðarinnar. Björn var 1. des, 1931 sæmdur riddarakrossi Fálkaorðunnar. Gj. G. Árni hreppstjóri Jónsson á Marbæli. (Mynd af Árna er í sept.-blaði »Óðins« 1919, og stutt grein um hann eftir Jón heit. Jacobson landsbókavörð). Árni var fæddur að Sauðá í Skarðshreppi hinn 7. sept. árið 1848. Foreldrar hans voru sæmdar- hjónin Jón Árnason og Ingibjörg Símonardóttir, er þar höfðu reist bú sama ár. Árni, faðir Jóns föður Árna á Marbæli, var hjeraðskunnur merkis- bóndi og bjó lengi á Stóru-Seylu. Jón, faðir Árna á Marbæli, var hinn mesti þjóðhagi á járn og kopar. — Ingibjörg, móðir Árna, var komin af nafnkunnri gáfnaætt. Voru þau Helgi biskup Thordersen, hinn þjóðkunni ræðuskörungur, systkinabörn, og hún alin upp af Bagnheiði systur hans og manni hennar Guðmundi kaup- manni Pjeturssyni. Með foreldrum sínum fluttist Árni ungur að Dæli í Sæmundarhlíð og dvaldi þar æskuárin. Framan af voru foreldrar Árna fremur efnalítil, því börn átlu þau mörg til framfærslu, en er Árna óx þroski fór efnahagur þeirra að lagast. Árni var snemma atgervismaður. Vor og haust tók hann ungur að stunda sjó og draga f bú foreldra sinna, en á vetrum fór hann suður á Iand til sjóróðra. Engan hluta ársins unni hann sjer hvíldar. Flestir dáðu hinn unga og efnilega mann, og margir sægarpar syðra keptu um að ráða hann í skiprúm bjá sjer, en hjá sama manni mun bann stöðugt hafa ráðist, sökum þess að hann var aldrei breytingagjarn. Einn af jafnöldrum hans sagði mjer eitt sinn þessa sögu um frækleik hans á sjó: »Eitt sinn er Árni, ásamt fleirum, reri til fiskjar, gerði ofsastorm, og varð að berja til lands. Tveir menn voru á hvort borð. Árni bauð þegar sinum manni að hjálpa hinurn og komust þeir svo með heilu og höldnu til lands«. Frá æskuárum mínum hef jeg þessa sögu að segja: »Eitt sinn, eftir messu á Beynistað, gengu ungir menn til bændaglímu og smásveinar á öðrum stað. Veitti þá Hlíðarbúum miður í glim- unni. Gengu þeir þá til Árna og báðu hann að rjelta glimuna. Var hann lengi tregur til. Þó gerði hann það að lokum og tók að glíma við kappa hinna. Ekki vanst mjer tími til að sjá, hvort hann glímdi af fimleik, en garpinn tók hann á loft og lagði ofur gætilega niður. Hitt sá jeg, að hann var rammur að afli. Mjer virt- ist eins og allir jafnaldrar hans litu upp til hans með virðingu og aðdáun, og furðaði mig á því, sem þá var smásveinn. Nú skil jeg það vel. Árið 1881 fluttist Árni frá Dæli að Marbæli. Hinn 7. sepl. sama ár kvongaðist hann Sigur- línu Magnúsdóttur, hinni mestu ágætiskonu. Hafði Magnús bóndi Hannesson, faðir hennar, búið á Marbæli um langt skeið og var jörð sú ættaróðal hans, og hlaut Árni þá ágætu jörð með konu sinni. Ekki varð þeim hjónum barna auðið, en hjónaband þeirra var jafnan hið ástúð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.