Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 27

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 27
ÓÐI N N 27 gefa mjer hugboð um hana. Eigum vjer þá ekki að fagna, er vinir vorir eru kvaddir þangað heim eftir trúlega unnið starf? Flýt þjer, vinur! í fegra heim; krjúptu að fótum friðarboðans, fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Hallgr. Thorlacius. Daöi Daníelsson og María Andrjesdóttir. Daði Daníelsson er fæddur að Lilla-Langadal á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu 10. okt. 1850. Foreldrar Daða voru Daníel bóndi í Litla-Langa- dal Sigurðsson, bónda samastaðar, Sigurðssonar bónda að Straumi í sömu sveit, Daðasonar, og er sá æltleggur kominn frá Daða i Snóksdal. Móðir Daða var Ingibjörg Daðadóttir, bónda að Stóra-Hrauni í Kolbeinsstaðabreppi, og var sá Daði líka kominn frá Daða í Snóksdal. Móðir Ingibjargar hjet Halldóra. Daði ólst upp hjá foreldrum sínum og vann að heimilisstörfum á sumrin, en stundaði sjó- róðra á vetrum á Suðurnesjum og stundum undir Jökli. Á æskuárum var Daði fríður sýnum og tígu- legur, hár vexti og beinvaxinn. Hann hefur jafnan verið ráðdeildarmaður og hinn ábyggilegasti í öllum viðskiftum. Sjera Guðmundur Einarsson að Breiðabóls- stað, hinn alkunni búnaðarfrömuður, taldi Daða glæsilegasta bóndaeíni hjer í sveit á þeim árum, og sýndi það, að hugur fylgdi máli, að bann gaf honum uppeldisdóttur sína og frænku. — Tímarnir hafa leitt það í ljós, að Daði hefur ekki brugðist vonum prests. Vorið 1880 tók Daði til ábúðar part af jörð- inni hjá föður sínum og kvæntist þá um vorið. Vorið 1882 flulti hann búferlum að Dröngum og bjó þar til 1901, að hann lók hálfa Narfeyri. Þar bjó hann til 1906. En þá fluttist hann að Setbergi. Árið 1881 fluttist bóndinn frá Dröngum til Ameríku. En þá var komið svo langt á sumar, að of seint var að hafa bústaðaskifti í sveit, svo hann setti mann yfir jörðina til næstu fardaga. Telur Daði það eitt sitt stærsta óhapp, að hafa ekki getað náð Dröngunum það vor. Vorið 1882 var hið alkunna fellisvor og harðinda. Misti Daði Danielsson og María Andrjesdótlir. Daði þá mestan hluta fjár sins. En á Dröngum telur hann líklegt, að hann hefði haldið mestum hluta þess, því þar er miklu vorbetra. Þannig fór ávöxtur af iðju hans fram um þrítugs ár. Seinna misti Daði fje sitt í sjó, er hann bjó á Dröngum. En þann skaða bættu sveitungar hans honum að einhverju leyti. Drangar eru heldur landljett jörð og lítil. Byrjaði Daði þar með tvær hendur tómar, að heita mátti, og hlóðst óðum á hann ómegðin. Enda bjó hann lengst af við erfið kjör og þröng- van kost. En þá voru þau hjón á ljettasta skeiði æfinnar. Eftir að börnin fóru að komast upp, fór honum að líða betur. Daði var ágætur verk- maður og prýðilega verki farinn. Hann hefur jafnan unnið mikið að jarðabótum, þar sem hann hefur verið. Eru túnasljettur hans svo vel gerðar, að slíks finnast vart dæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.