Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 34

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 34
34 ÓÐINN Hallgrímur Arnason og Guðrún Egilsdóttir. Hallgrímur Scheving Árnason var fæddur að Narfakoti í Njarðvíkum 1. október 1852. Faðir hans var Árni smiður Hallgrimsson, bróðir sjera Sveinbjarnar Hallgrímssonar ritstjóra. Voru þeir synir Hallgrims prests í Görðum á Akranesi, Jónssonar stiftpró- fasts (bróðurSkúla fógeta), Magnús- sonar prests á Húsavík, Einarss. prests i Garði í Kelduhverfi, Skúlasonar prests hins gamla í Goð- dölum, Magnús- sonar. Móðir Árna í Narfakoti, en amma Hallgríms, var Guðrún Eg- ilsdóttir, systir Sveinbjarnar rekt- ors Egilssonar, og Guörún EgilsdóUir. eru þessar ættir alkunnar. — Kona Árna í Narfakoti og móðir Hallgrims var Elin dóttir Guðmundar Pjeturs- sonar verslunarstjóra í Reykjavík. Kona Guð- mundar og móðir Elínar var Ragnheiður Guð- mundsdóttir, systir Helga biskups Thordersen‘). Hallgrímur ólst upp með foreldrum sínum í Narfakoti til 16 ára aldurs, en fór þá að Aust- urkoti í Vogum til Egils föðurbróður síns, er bjó þar stórbúi. Var Hallgrimur með honum siðan, meðan Egill lifði, tók við búi í Austur- koti, er Egill andaðist, vorið 1883, og kvæntist skömmu síðar Guðrúnu dóttur hans. Þau Hallgrímur og Guðrún giflust 9. nóvem- ber 1883, og voru í hjónabandi 47 ár og 7 mánuði betur. Peim varð 8 barna auðið. Tvær stúlkur dóu í bernsku, Hallbjörg og Lára, en sex komust til fullorðinsára og eru enn á lifi. Pau eru: Þuríður, kona Benjamíns bónda Hall- dórssonar í Knararnesi, Egill, kennari við barna- 1) Ættir eru raktar hjer eftir ritura Hannesar pjóð- skjalavarðar Þorsteinssonar. skóla Reykjavikur, kvæntur Elínu Pálsdóttur úr Breiðafjarðareyjum, Lára, til heimilis í Reykja- vík, Árni-KIemens, bóndi í Austurkoti, kvæntur Maríu Finnsdóttur frá Hnjúki í Dalasýslu, Elin- borg, kona Bergs Sigurðssonar bifreiðarstjóra í Hafnarfirði, og Friðrika, sem enn dvelur heima. Hallgrímur var þrekmaður hinn mesti og dugnaðarmaður til allrar vinnu bæði á sjó og landi. Aðal-starf hans var sjómenskan. Hann var formaður í 35 ár og hepnaðist það ágætlega. Sjósóknari var hann mikill og aílasæll, en eigi var því síður viðbrugðið hver stjórnari hann var, djarfur og dugleg- ur, en þó gæt- inn, gjörathugull og veðurglöggur. Urðu þessir kostir honum happa- drjúgir í baráttu við vind og sæ í vetrarskammdeg- inu,enda var hann talinn með bestu formönnum hjer um slóðir. Ljetu sumir hásetarbans svo um mælt, að með honum þyrðu þeir á sjó i því veðri, er öðrum sýndist lítt fært. Sjó sótti hann ýmist á stórum róðrarbátum eða vjelbátum, er hann gerði út sjálfur. Bjó hann veiðarfæri sín á ann- an hátt og betur en aðrir, og varð oft aflasælli en alment gerðist. Um og fyrir síðustu aldamót var erfitt árferði, fiskileysi mikið og verslun óhagstæð. Flestir þeir, er við sjó bjuggu, höfðu þá lengi lítt sint land- búnaði og litla rækt lagt við jarðir sinar, og varð hagur margra all-bágborinn þegar fiski- veiðar brugðust. Tók Hallgrímur þá að gefa sig að jarðrækt, meira en áður, jafnframt útgerðinni, og með sama dugnaði og áhuga. Sljettaði hann þá tún sitt og bætti á ýmsan hátt og stækkaði fyrstur manna hjer um slóðir matjurtagarða sína. Horfði hann hvorki í kostnað nje fyrir- höfn við jarðabæturnar. Fjekk hann síðan miklu meira hey af túni sínu, og tvöfalda uppskeru úr görðum við það, sem áður var. Sumarið 1911 bygði hann snoturt ibúðarhús úr timbri, Hallgrímur Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.