Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 37

Óðinn - 01.01.1933, Blaðsíða 37
ÓÐINN 37 áttu lífsins, og vandamönnum hennar til ómet- anlegrar blessunar. Guðrún er að eðlisfari vel greind og fróðleiks- gjörn mjög. Er hún víða vel heima í íslenskum bókum. Má þó nærri geta, að lítt tóm hafi henni gefist lil bóklestrar um miðbik æfinnar, en þá naut hún þess, hve bókhneigður bóndi hennar var, og að hann hafði yndi af að tala um hugð- arefni sín, ekki síst fróðleik. Skoðanir þeirra hjóna fóru saman um margt, einkum trúmál og önnur andleg verðmæti. Mjög voru þau og samhent um uppeldi barna sinna. Mat Guðrún mcntunina engu minna en Hallgrimur, og bæði voru þau samtaka um, að innræta börnunum þá virðingu fyrir hreinskilni, látleysi og trú- mensku, sem reynast mun traustastur grund- völlur undir lífsgæfu þeirra. Ef eitt skyldi nefna, sem auðkendi Guðrúnu öðru framar, þá yrði það umhyggja fyrir börn- um og heimili, sem talin yrði frábær. Hún hef- ur aldrei gleymt því, að hver og einn á fyrst og fremst að »annast sína, einkum heimilismenn«. — Nýtur hún því óskiftrar ástar og virðingar barna sinna, er ætið hafa notið umhyggju henn- ar. En auk þess á hún marga góða vini, sem hugsa til hennar með þakklátsemi og virðingu, því að hún er trygg og vinföst. Máttu þau hjón bæði með fullum rjetti taka sjer í munn orð skálsins: Ættgeng er í okkar kyni órofa trygð við forna vini; vjer höfum aldrei getað gleymt. Guðrún dvelur á heimili Árna sonar síns í Austurkoti, þar sem hún er borin og barnfædd, og hefur átt heimili alla sína æfi. Gleðst hún við að sjá efnileg barnabörn sín vaxa upp bæði þar og annarsstaðar, þvi að enn er ósljóvguð með öllu umhyggja hennar fyrir ástvinum sin- um. Ellina ber hún vel, og þólt hún sje nú lúin orðin af erfiði langrar æfi, þá er þrekið og fjörið svo mikið enn, að undrum sætir. Hefur hún nú á siðustu árum farið langar bílferðir, t. d. austur í Fljótshlíð, Þjórsárdal og nú síðast- liðið sumar vestur i Borgarfjörð án þess, að verða nokkuð meint við. Lundin er Ijett og viðmótið glaðlegt eins og áður, en þó mega kunnugir vel finna, að hún saknar mjög föru- nautarins trygga, er svo lengi hafði stutt hana og sluðst við hana á lífsleiðinni. Vinir hennar og kunningjar óska þess, að æfikvöld hennar mætti verða bjart og blílt, og að henni mætti auðnast að halda heilsu og fjöri óskertu frá þvi sem nú er, þar til kallið kemur til hennar sem annara, samkvæmt órjúfanlegu lögmáli lífsins. Myndin af Hallgrími er tekin af honum 62 ára gömlum, 1914, en mynd Guðrúnar, þá er hún var 73 ára. Vildoría Guðmundsdóttir. Móöurást. Hugleiðing flutt eftir upplestur dýrasögunnar ,,Móðurást“ í »Stefni« 1932. Mig langar til að bæta nokkrum orðum við þessa viðkvæmu og áhrifariku sögu; jeg segi áhrifaríku, og jeg segi það fyrir sjálfan mig, að minsta kosti, því fátt hef jeg lesið af þvi tægi, sem gengið hefur mjer meira til hjartans en hún. Má vel vera, að sumum finnist »presturinn« í mjer vera nokkuð nægjusamur, og dvelja við hin lægri svið tilverunnar, að verða svo snort- inn af sögu um dgr. En gætið þess, vinir mín- ir: Þetta dýr er móðir. Og einmitt þetta orð: »móðir«, er það orð, sem oss er allra kærst á tungu vorri. Jafnvel æðstu og háfleygustu hug- tök hins svonefnda andlega lifs — en er ekki alt lífið andlegt? — hrærir ekki svo hjörtu vor, sem það orð, er við er tengt það besta í lífinu, sem vjer þekkjum og höfum reynt. En nú munu þið, ef til vill, spyrja i hjörtum ykkar: Hversvegna slepti ekki blessaður prest- urinn þessari dýrasögu, en mælti um móður- ástina alment, um fegurð hennar og kraft i mannlífinu? Hvaða afrekum hún hafi komið til leiðar og hvað hún muni eiga eftir að leiða í ljós? Því svara jeg með þeim orðum, að jeg þekki móðurástina, alment, ekki fegurri hjá mönnum en dýrum, og er það eigi sagt í niðr- unarskyni við meðbræður mína og systur. En ef marka má orð mín, þá ættu þau að leiða til þess, að draga mætti úr hroka vorum, sem manna, yfir málleysingjunum, sem undir oss eru gefnir, en lifa, eins og vjer, gæddir sínum tilfinningum eins og vjer, sem elska, eins og vjer, sakna og jafnvel tárast, eins og vjer. Þau eru líka striðs- gjörn eins og vjer og berjast harðri baráttu, ef atvikin krefjast, fyrir þvi, sem þeim er kærst — eins og vjer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.